„Útfærsla á íþróttastarfinu virðist vera mjög flókin og erfið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2020 12:04 Frá fótboltaæfingu í Kórnum fyrir nokkru síðan. Íþróttastarf barna og unglinga liggur að mestu niðri víðast hvar vegna samkomubannsins. Vísir/Hanna Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að stóra verkefnið síðustu tvo daga varðandi fjögurra vikna samkomubannið sé hvernig útfæra megi íþróttastarf barna og unglinga í samræmi við bannið. Það sé flókið og erfitt verkefni en almannavarnir vinna að þessu máli ásamt heilbrigðisráðuneytinu sem fer með lagalegt forræði á útfærslu samkomubannsins. „Það er verið að reyna að fá alla til þess að hugsa í einhverjum lausnum og sjá hvernig hægt er að gera en útfærsla á íþróttastarfinu virðist vera mjög flókin og erfið en við vonum að það verði komnar einhverjar niðurstöður í það í dag. Sú vinna er á lokametrunum í heilbrigðisráðuneytinu,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Verið sé að reyna að finna einhvern flöt á því hvernig hægt sé að vera með einhvers konar íþróttastarf innan samkomubannsins, en miðað við þá vinnu sem Víðir kveðst hafa séð í heilbrigðisráðuneytinu er erfitt að finna lausn sem brýtur ekki gegn banninu. Þannig megi til dæmis ekki blanda hópum barna saman í skólum en á íþróttaæfingu blandist börn mikið saman og jafnvel úr mörgum skólum. Slíkt brjóti dálítið gegn því að fjarlægja fólk frá hvort öðru og minnka blöndun hópa sem sé afleiðing samkomubannsins. Fólk mikið að velta fyrir sér tveggja metra reglunni og hversu mikilvæg hún sé Aðspurður hvernig samkomubannið hafi gengið almennt segir Víðir að töluvert af alls konar ábendingum hafi borist en yfirvöld hafi ekki þurft að grípa til neinna aðgerða. „Við höfum fengið töluvert af ábendingum sem við höfum reynt að virkja með þeim hætti að koma bara ábendingum til þeirra sem þær beinast að og benda þeim á að það þurfi kannski aðeins að breyta útfærslunni sinni og hugsa aðeins betur um þetta. Þetta hafa verið alls konar ábendingar en við höfum ekki þurft að grípa til neinna aðgerða og það hafa allir tekið ábendingum vel. Yfirleitt er þetta það að menn hafa ekki verið að hugsa sínar lausnir alla leið. En þetta er sem sagt bara nokkuð gott ferli á þessu, það er búið að búa til leiðbeiningar og hjálpa fólki að koma með lausnir,“ segir hann. Fyrst og fremst sé fólk að velta fyrir sér útfærslu á fjarlægð milli manna, til dæmis á vinnustöðum og annars staðar þar sem fólki hefur ekki liðið vel með að sitja of þétt saman. Víðir segir að í flestum tilfellum hafi það verið þannig að menn tóku tilmæli um tveggja metra fjarlægð á milli fólks ekki til sín. Hann nefnir litla vinnustaði sem dæmi þar sem menn hafi kannski ekki verið búnir að gera ráðstafanir til að dreifa fólkinu og annað slíkt. Margir séu því að spyrja hversu mikilvæg tveggja metra reglan sé og hvað sé hægt að gera ef vinnuveitandinn búi ekki til aðstöðu þannig að krafan sé uppfyllt. „Við höfum verið að leiðbeina með því og það er bara um leið og Íslendingar fara að taka hlutina og hugsa um lausnir þá finna þeir þær. Við erum skynsamt fólk og fólk sem hugsar út fyrir boxið í flestum tilfellum,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir Börn og uppeldi Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að stóra verkefnið síðustu tvo daga varðandi fjögurra vikna samkomubannið sé hvernig útfæra megi íþróttastarf barna og unglinga í samræmi við bannið. Það sé flókið og erfitt verkefni en almannavarnir vinna að þessu máli ásamt heilbrigðisráðuneytinu sem fer með lagalegt forræði á útfærslu samkomubannsins. „Það er verið að reyna að fá alla til þess að hugsa í einhverjum lausnum og sjá hvernig hægt er að gera en útfærsla á íþróttastarfinu virðist vera mjög flókin og erfið en við vonum að það verði komnar einhverjar niðurstöður í það í dag. Sú vinna er á lokametrunum í heilbrigðisráðuneytinu,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Verið sé að reyna að finna einhvern flöt á því hvernig hægt sé að vera með einhvers konar íþróttastarf innan samkomubannsins, en miðað við þá vinnu sem Víðir kveðst hafa séð í heilbrigðisráðuneytinu er erfitt að finna lausn sem brýtur ekki gegn banninu. Þannig megi til dæmis ekki blanda hópum barna saman í skólum en á íþróttaæfingu blandist börn mikið saman og jafnvel úr mörgum skólum. Slíkt brjóti dálítið gegn því að fjarlægja fólk frá hvort öðru og minnka blöndun hópa sem sé afleiðing samkomubannsins. Fólk mikið að velta fyrir sér tveggja metra reglunni og hversu mikilvæg hún sé Aðspurður hvernig samkomubannið hafi gengið almennt segir Víðir að töluvert af alls konar ábendingum hafi borist en yfirvöld hafi ekki þurft að grípa til neinna aðgerða. „Við höfum fengið töluvert af ábendingum sem við höfum reynt að virkja með þeim hætti að koma bara ábendingum til þeirra sem þær beinast að og benda þeim á að það þurfi kannski aðeins að breyta útfærslunni sinni og hugsa aðeins betur um þetta. Þetta hafa verið alls konar ábendingar en við höfum ekki þurft að grípa til neinna aðgerða og það hafa allir tekið ábendingum vel. Yfirleitt er þetta það að menn hafa ekki verið að hugsa sínar lausnir alla leið. En þetta er sem sagt bara nokkuð gott ferli á þessu, það er búið að búa til leiðbeiningar og hjálpa fólki að koma með lausnir,“ segir hann. Fyrst og fremst sé fólk að velta fyrir sér útfærslu á fjarlægð milli manna, til dæmis á vinnustöðum og annars staðar þar sem fólki hefur ekki liðið vel með að sitja of þétt saman. Víðir segir að í flestum tilfellum hafi það verið þannig að menn tóku tilmæli um tveggja metra fjarlægð á milli fólks ekki til sín. Hann nefnir litla vinnustaði sem dæmi þar sem menn hafi kannski ekki verið búnir að gera ráðstafanir til að dreifa fólkinu og annað slíkt. Margir séu því að spyrja hversu mikilvæg tveggja metra reglan sé og hvað sé hægt að gera ef vinnuveitandinn búi ekki til aðstöðu þannig að krafan sé uppfyllt. „Við höfum verið að leiðbeina með því og það er bara um leið og Íslendingar fara að taka hlutina og hugsa um lausnir þá finna þeir þær. Við erum skynsamt fólk og fólk sem hugsar út fyrir boxið í flestum tilfellum,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir Börn og uppeldi Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Sjá meira