„Ég negli þessa veiru“ Jakob Bjarnar skrifar 19. mars 2020 12:02 Svansí veik og í einangrun. Með Covid-19. visir/vilhelm „Á föstudag kom í ljós að starfsmaður okkar hún Svansí (Svanhildur Ólöf) hefði smitast af veirunni. Smitrakningateymi skipað fagfólki frá sóttvarnalækni, almannavörnum og lögreglu fór strax í að greina hverja skyldi skipa í sóttkví og hafa 9 starfsmenn sem voru í mestum samskiptum við viðkomandi verið sendir heim í sóttkví.“ Þannig hófst tilkynning sem starfsmönnum Sýnar barst á mánudaginn. Flestum brá í brún, ekki bara vegna þess að komin var upp ný staða sem vissulega var áhyggjuefni; Svanhildur Ólöf Þórsteindóttir sölustjóri sjónvarpssviðs, sem aldrei er kölluð annað en Svansí, er með vinsælustu starfsmönnum fyrirtækisins. Einstaklega skemmtileg og gefandi en hún hefur lengi verið viðloðandi fjölmiðla, bak við tjöldin en einnig fyrir framan þau. Hlátursmilt útvarpspar Svansí starfaði um árabil sem útvarpsmaður á Bylgjunni og sennilega þekktust fyrir það að hafa verið með vinsælan þátt með Hemma heitnum Gunn og þeir sem eru eldri en tvævetur muna að þau léku sér að því að hlæja sig í gegnum heilu þættina. Svansí er ekki síður hláturmild en Hemmi. Þau störfuðu saman í fimm ár og fóru vítt og breytt um landið. Síðasta sumarið þeirra saman, áður en Hemmi féll frá, var 2012. Svansí og Hemmi voru með þátt í fimm ár, fóru vítt og breytt um landið. Þarna með Kjartan Ragnarsson leikstjóra í viðtali og líkast til þá stödd í Borgarnesi hvar Kjartan er nú höfðingi. „Ég hef það bara ágætt. Þetta er verkefni. Og maður tekst á við það. Fyrst ég var valin í þetta þá geri ég það,“ segir Svansí rámri röddu í samtali við blaðamann Vísis. Hún er greinilega kvefuð og ekki eins og hún á að sér að vera. Þegar þetta er skrifað hafa 330 smit verið greind. Svansí fékk niðurstöðuna á sunnudaginn, þá kom hringingin. Þá höfðu um 200 greinst þannig að þetta er fljótt að gerast. Krossbrá þegar hún fékk niðurstöðuna „Mér brá frekar mikið,“ segir Svansí spurð hvernig henni hafi orðið við þegar hún fékk niðurstöðuna. „Ég var veik en bjóst við því að ég væri með flensu. Bjóst ekki við því að ég væri með Covid-19. Fannst það fjarri lagi,“ segir Svansí. Eftir á að hyggja má segja að það hafi verið einhvers konar afneitun. „Ég fann fyrir fyrstu einkennunum seint á miðvikudagskvöldi. Ég fékk mikinn höfuðverk sem voru mín fyrstu einkenni. En ég tók verkjatöflu fór að sofa. Eins og sannur Íslendingur hristi ég þetta af mér í morgunsárið og henti mér í vinnuna, sagði; það er ekkert að mér.“ Svansí var í vinnu þann daginn eða til fjögur. Þá gafst hún upp og fór heim. „Þá helltist þetta yfir mig, mikill höfuðverkur, ég var með hita og fékk kuldaköst. Þetta fer einhver veginn ekki á milli mála eftir á að hyggja.“ Eymsli í augum og lyktar- og bragðskyn farið Svansí fór sem sagt heim, tók verkjatöflu og lagði sig. „Og réttu verkjatöfluna, maður má alls ekki taka ibúfen. Maður á að taka paratabs eða parasedamol. Mér leið betur um kvöldið og fór þá inná vefinn hans Kára, „rífressaði“ fimmtíu sinnum og fékk svo tíma á föstudeginum.“ Hún er einmanaleg vistin í einangruninni. Svansí, sem er ákaflega félagslynd, sér fram á að það muni taka á að geta ekki átt í samskiptum við fólk.visir/vilhelm Tekið var sýni og það tók svo um tvo sólarhringa að greina þetta. Og niðurstaðan lá fyrir. Svansí var jákvæð. „Síðan hef ég verið laus við hausverkinn eða frá laugardegi. Mér líður ekkert illa, en ég er slöpp. Ég er ekki með bragðskyn og ekki lyktarskyn. Það er farið í bili.“ Ýmsir kvillar fylgja Covid-19. Það sem Svansí nefnir er að hún á við að stríða töluverð eymsli í augnbotnum. „Já, maður verður aumur í augunum. Þegar maður er að hreyfa þau. Svo stíflast nefið, þetta er mikið í hausnum á mér. Þess vegna er ég rám og kvefmælt.“ Svansí er ekki að ýkja með það, þetta er ekki bjarta dillandi röddin sem er svo einkennandi fyrir hana. Umfangsmikil leit að þeim sem rákust á Svansí Niðurstaðan lá fyrir en þá var ballið fyrst að byrja. Svansí þurfti að láta ansi marga vita. Hún þurfti að fylla út sérstakt skjal frá almannavörnum og færa til bókar alla sem hún hafði verið í samskiptum og snertingu við. „Sólarhring frá fyrstu einkennum. Aftur á bak. Ég lét minn yfirmann á Sýn og framkvæmdastjóra VR vita, ég hafði verið á stjórnarfundi. Þess vegna er öll stjórn VR nú í sóttkví. Níu manns af deildinni minni hjá miðlum Sýnar. Mannmörgum vinnustað. En mér skilst að ég sé sú eina sýkta á þessum 600 manna vinnustað.“ Svansí segir að stuðst sé við ákveðna reglu þegar ákveðið er hverja skuli senda í sóttkví. Þar sem litið er til þess að sá smitaði hafi verið í sem nemur 15 mínútna samskiptum við viðkomandi og/eða í innan við tvo metra frá viðkomandi. Eins og hún á að sér að vera, svona þekkja flestir Svansí en þarna er hún í hljóðstofu Bylgjunnar. „Ef ég bara hafði verið var á fundi með einhverjum í 15 mínútur eða lengur er það ávísun á sóttkví. En ef ég er á gólfinu og ekki í návígi við fleiri en fjóra eða fimm, þá eru þeir settir í sóttkví, ekki öll hæðin.“ Smitrakningarteymi var ræst út og Svansí þurfti að ská niður nöfn og kennitölur allra þeirra sem hún hafði verði í návígi við. Svo eru þeir rannsakaðir sérstaklega og metnir. Hefur mátt eiga við samviskubit Svansí er þá spurð hvort það fylgi þessu skömm, að vera greind með Covid-19? Hún segir svo vera. „Fyrst þegar ég fékk þessa hringingu varð ég alveg miður mín, fannst ég bera ábyrgð á því að allt þetta fólk þyrfti að vera í sóttkví í hálfan mánuð. Miður mín vegna þess: Allt út af mér! Já, maður fær auðvitað samviskubit. Auðvitað. Það er mannlegt ef maður hefur einhverja samvisku.“ En vitaskuld er þetta engum að kenna sem smitast af kórónuveirunni. Flestir sem ganga á öllum gera sér grein fyrir því en Svansí segir að þó vissulega sé það svo sé erfitt að verjast þessu samviskubiti. Hún veit ekki hvernig hún smitaðist. „Ég var í London helgina áður. Ég hef sennilega fengið þetta þar. Annars hefur það ekkert verið sérstaklega rætt við mig. Veit ekki hvernig það er flokkað,“ segir Svansí en gerir ráð fyrir því að hún flokkist sem svo að hafa smitast utan landsteina. Og hún gerir frekar ráð fyrir því að um sé að ræða L-tegund veirunnar en ekki S, því hún er í Evrópu. En hún getur ekki verið hundrað prósent viss. Súrrealísk staða Heimilisaðstæður Svansíar eru þær að hún er gift og þau hjónin eru með einn ungling á heimilinu. „Ég er ein inni í herbergi, sef þar ein og er í einangrun. Þeir eru frammi, sonur minn og eiginmaður. Svo fer ég fram og borða en ég verð að sitja langt frá þeim. Ég má ekki elda mat, ganga frá eða taka mér til mat.“ Er þetta ekki ferlega skrítið ástand? „Jú, súrrealískt. Maður þarf að klípa sig. Er þetta að gerast? Er þetta raunverulegt? En það er víst svo. Þegar fram líða stundir verð ég örugglega leið á því að búa við þessar aðstæður. Ég er mikil félagsvera og svona.“ Svansí í gegnum aðdráttarlinsu ljósmyndara Vísis. Hann hættir sér hvergi nærri. Í fyrstu greip um sig mikið samviskubit hjá Svansí, auðvitað er þetta engum að kenna en slíkum tilfinningum er þó erfitt að verjast.visir/vilhelm Eins og áður sagði þá hafa 330 greinst með Covid-19 á Íslandi. Og þó fyrir liggi að engin skömm getur mögulega fylgt því að hafa smitast hafa fáir stigið fram og greint frá reynslu sinni. Sú eina hingað til er Anna Margrét Jónsdóttir flugfreyja með meiru. Þar til nú. Svansí segist ekkert vita hverjir deili þessari reynslu með sér. Sem henni þykir verra. Vill gjarnan að fleiri stígi fram „Nei, ég veit ekkert hverjir eru smitaðir. Væri til í að það væri eitthvað samfélag smitaðra. Vita hvernig hinum líður, bera saman bækur sínar, en ég veit bara um Önnu Margréti því hún er búin að segja frá. En, fólki er velkomið að hafa samband við mig og leita ráða.“ Svansí segir að það fari ekkert á milli mála ef fólk er með þessa veiru. „Það er mín upplifun. Ég heyrði í heilbrigðisyfirvöldum í dag, heyri í þeim aftur eftir tvo daga. Ég sagði þeim að sinna þeim sem veikastir eru. Ekki vera að hafa áhyggjur af mér. Ég get hringt í eitthvað númer ef mér versnar. Ég telst ekki vera í áhættuhópi, er fimmtug og frísk. Ég negli þessa veiru.“ Svansí segir að það sem nú taki við sé 14 daga einangrun. Svo verður hún að vera í það minnsta sjö daga einkennalaus áður en hún getur komið aftur út og verið meðal fólks. „Þetta tekur á. Þetta er langur tími.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Heildarfjöldi staðfestra tilfella af kórónuveirunni orðinn 330 Heildarfjöldi staðfestra tilfella kórónuveirunnar hér á landi er nú 330. 19. mars 2020 11:01 Anna Margrét er enn sárlasin á tíunda degi með Covid-19 Anna Margrét Jónsdóttir, flugfreyja, ferðamálafrömuður og fyrrverandi fegurðardrottning, er ein þeirra níutíu Íslendinga sem greinst hefur með kórónuveiruna, sem veldur Covid-19-sjúkdómnum. 11. mars 2020 22:22 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Fleiri fréttir Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Sjá meira
„Á föstudag kom í ljós að starfsmaður okkar hún Svansí (Svanhildur Ólöf) hefði smitast af veirunni. Smitrakningateymi skipað fagfólki frá sóttvarnalækni, almannavörnum og lögreglu fór strax í að greina hverja skyldi skipa í sóttkví og hafa 9 starfsmenn sem voru í mestum samskiptum við viðkomandi verið sendir heim í sóttkví.“ Þannig hófst tilkynning sem starfsmönnum Sýnar barst á mánudaginn. Flestum brá í brún, ekki bara vegna þess að komin var upp ný staða sem vissulega var áhyggjuefni; Svanhildur Ólöf Þórsteindóttir sölustjóri sjónvarpssviðs, sem aldrei er kölluð annað en Svansí, er með vinsælustu starfsmönnum fyrirtækisins. Einstaklega skemmtileg og gefandi en hún hefur lengi verið viðloðandi fjölmiðla, bak við tjöldin en einnig fyrir framan þau. Hlátursmilt útvarpspar Svansí starfaði um árabil sem útvarpsmaður á Bylgjunni og sennilega þekktust fyrir það að hafa verið með vinsælan þátt með Hemma heitnum Gunn og þeir sem eru eldri en tvævetur muna að þau léku sér að því að hlæja sig í gegnum heilu þættina. Svansí er ekki síður hláturmild en Hemmi. Þau störfuðu saman í fimm ár og fóru vítt og breytt um landið. Síðasta sumarið þeirra saman, áður en Hemmi féll frá, var 2012. Svansí og Hemmi voru með þátt í fimm ár, fóru vítt og breytt um landið. Þarna með Kjartan Ragnarsson leikstjóra í viðtali og líkast til þá stödd í Borgarnesi hvar Kjartan er nú höfðingi. „Ég hef það bara ágætt. Þetta er verkefni. Og maður tekst á við það. Fyrst ég var valin í þetta þá geri ég það,“ segir Svansí rámri röddu í samtali við blaðamann Vísis. Hún er greinilega kvefuð og ekki eins og hún á að sér að vera. Þegar þetta er skrifað hafa 330 smit verið greind. Svansí fékk niðurstöðuna á sunnudaginn, þá kom hringingin. Þá höfðu um 200 greinst þannig að þetta er fljótt að gerast. Krossbrá þegar hún fékk niðurstöðuna „Mér brá frekar mikið,“ segir Svansí spurð hvernig henni hafi orðið við þegar hún fékk niðurstöðuna. „Ég var veik en bjóst við því að ég væri með flensu. Bjóst ekki við því að ég væri með Covid-19. Fannst það fjarri lagi,“ segir Svansí. Eftir á að hyggja má segja að það hafi verið einhvers konar afneitun. „Ég fann fyrir fyrstu einkennunum seint á miðvikudagskvöldi. Ég fékk mikinn höfuðverk sem voru mín fyrstu einkenni. En ég tók verkjatöflu fór að sofa. Eins og sannur Íslendingur hristi ég þetta af mér í morgunsárið og henti mér í vinnuna, sagði; það er ekkert að mér.“ Svansí var í vinnu þann daginn eða til fjögur. Þá gafst hún upp og fór heim. „Þá helltist þetta yfir mig, mikill höfuðverkur, ég var með hita og fékk kuldaköst. Þetta fer einhver veginn ekki á milli mála eftir á að hyggja.“ Eymsli í augum og lyktar- og bragðskyn farið Svansí fór sem sagt heim, tók verkjatöflu og lagði sig. „Og réttu verkjatöfluna, maður má alls ekki taka ibúfen. Maður á að taka paratabs eða parasedamol. Mér leið betur um kvöldið og fór þá inná vefinn hans Kára, „rífressaði“ fimmtíu sinnum og fékk svo tíma á föstudeginum.“ Hún er einmanaleg vistin í einangruninni. Svansí, sem er ákaflega félagslynd, sér fram á að það muni taka á að geta ekki átt í samskiptum við fólk.visir/vilhelm Tekið var sýni og það tók svo um tvo sólarhringa að greina þetta. Og niðurstaðan lá fyrir. Svansí var jákvæð. „Síðan hef ég verið laus við hausverkinn eða frá laugardegi. Mér líður ekkert illa, en ég er slöpp. Ég er ekki með bragðskyn og ekki lyktarskyn. Það er farið í bili.“ Ýmsir kvillar fylgja Covid-19. Það sem Svansí nefnir er að hún á við að stríða töluverð eymsli í augnbotnum. „Já, maður verður aumur í augunum. Þegar maður er að hreyfa þau. Svo stíflast nefið, þetta er mikið í hausnum á mér. Þess vegna er ég rám og kvefmælt.“ Svansí er ekki að ýkja með það, þetta er ekki bjarta dillandi röddin sem er svo einkennandi fyrir hana. Umfangsmikil leit að þeim sem rákust á Svansí Niðurstaðan lá fyrir en þá var ballið fyrst að byrja. Svansí þurfti að láta ansi marga vita. Hún þurfti að fylla út sérstakt skjal frá almannavörnum og færa til bókar alla sem hún hafði verið í samskiptum og snertingu við. „Sólarhring frá fyrstu einkennum. Aftur á bak. Ég lét minn yfirmann á Sýn og framkvæmdastjóra VR vita, ég hafði verið á stjórnarfundi. Þess vegna er öll stjórn VR nú í sóttkví. Níu manns af deildinni minni hjá miðlum Sýnar. Mannmörgum vinnustað. En mér skilst að ég sé sú eina sýkta á þessum 600 manna vinnustað.“ Svansí segir að stuðst sé við ákveðna reglu þegar ákveðið er hverja skuli senda í sóttkví. Þar sem litið er til þess að sá smitaði hafi verið í sem nemur 15 mínútna samskiptum við viðkomandi og/eða í innan við tvo metra frá viðkomandi. Eins og hún á að sér að vera, svona þekkja flestir Svansí en þarna er hún í hljóðstofu Bylgjunnar. „Ef ég bara hafði verið var á fundi með einhverjum í 15 mínútur eða lengur er það ávísun á sóttkví. En ef ég er á gólfinu og ekki í návígi við fleiri en fjóra eða fimm, þá eru þeir settir í sóttkví, ekki öll hæðin.“ Smitrakningarteymi var ræst út og Svansí þurfti að ská niður nöfn og kennitölur allra þeirra sem hún hafði verði í návígi við. Svo eru þeir rannsakaðir sérstaklega og metnir. Hefur mátt eiga við samviskubit Svansí er þá spurð hvort það fylgi þessu skömm, að vera greind með Covid-19? Hún segir svo vera. „Fyrst þegar ég fékk þessa hringingu varð ég alveg miður mín, fannst ég bera ábyrgð á því að allt þetta fólk þyrfti að vera í sóttkví í hálfan mánuð. Miður mín vegna þess: Allt út af mér! Já, maður fær auðvitað samviskubit. Auðvitað. Það er mannlegt ef maður hefur einhverja samvisku.“ En vitaskuld er þetta engum að kenna sem smitast af kórónuveirunni. Flestir sem ganga á öllum gera sér grein fyrir því en Svansí segir að þó vissulega sé það svo sé erfitt að verjast þessu samviskubiti. Hún veit ekki hvernig hún smitaðist. „Ég var í London helgina áður. Ég hef sennilega fengið þetta þar. Annars hefur það ekkert verið sérstaklega rætt við mig. Veit ekki hvernig það er flokkað,“ segir Svansí en gerir ráð fyrir því að hún flokkist sem svo að hafa smitast utan landsteina. Og hún gerir frekar ráð fyrir því að um sé að ræða L-tegund veirunnar en ekki S, því hún er í Evrópu. En hún getur ekki verið hundrað prósent viss. Súrrealísk staða Heimilisaðstæður Svansíar eru þær að hún er gift og þau hjónin eru með einn ungling á heimilinu. „Ég er ein inni í herbergi, sef þar ein og er í einangrun. Þeir eru frammi, sonur minn og eiginmaður. Svo fer ég fram og borða en ég verð að sitja langt frá þeim. Ég má ekki elda mat, ganga frá eða taka mér til mat.“ Er þetta ekki ferlega skrítið ástand? „Jú, súrrealískt. Maður þarf að klípa sig. Er þetta að gerast? Er þetta raunverulegt? En það er víst svo. Þegar fram líða stundir verð ég örugglega leið á því að búa við þessar aðstæður. Ég er mikil félagsvera og svona.“ Svansí í gegnum aðdráttarlinsu ljósmyndara Vísis. Hann hættir sér hvergi nærri. Í fyrstu greip um sig mikið samviskubit hjá Svansí, auðvitað er þetta engum að kenna en slíkum tilfinningum er þó erfitt að verjast.visir/vilhelm Eins og áður sagði þá hafa 330 greinst með Covid-19 á Íslandi. Og þó fyrir liggi að engin skömm getur mögulega fylgt því að hafa smitast hafa fáir stigið fram og greint frá reynslu sinni. Sú eina hingað til er Anna Margrét Jónsdóttir flugfreyja með meiru. Þar til nú. Svansí segist ekkert vita hverjir deili þessari reynslu með sér. Sem henni þykir verra. Vill gjarnan að fleiri stígi fram „Nei, ég veit ekkert hverjir eru smitaðir. Væri til í að það væri eitthvað samfélag smitaðra. Vita hvernig hinum líður, bera saman bækur sínar, en ég veit bara um Önnu Margréti því hún er búin að segja frá. En, fólki er velkomið að hafa samband við mig og leita ráða.“ Svansí segir að það fari ekkert á milli mála ef fólk er með þessa veiru. „Það er mín upplifun. Ég heyrði í heilbrigðisyfirvöldum í dag, heyri í þeim aftur eftir tvo daga. Ég sagði þeim að sinna þeim sem veikastir eru. Ekki vera að hafa áhyggjur af mér. Ég get hringt í eitthvað númer ef mér versnar. Ég telst ekki vera í áhættuhópi, er fimmtug og frísk. Ég negli þessa veiru.“ Svansí segir að það sem nú taki við sé 14 daga einangrun. Svo verður hún að vera í það minnsta sjö daga einkennalaus áður en hún getur komið aftur út og verið meðal fólks. „Þetta tekur á. Þetta er langur tími.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Heildarfjöldi staðfestra tilfella af kórónuveirunni orðinn 330 Heildarfjöldi staðfestra tilfella kórónuveirunnar hér á landi er nú 330. 19. mars 2020 11:01 Anna Margrét er enn sárlasin á tíunda degi með Covid-19 Anna Margrét Jónsdóttir, flugfreyja, ferðamálafrömuður og fyrrverandi fegurðardrottning, er ein þeirra níutíu Íslendinga sem greinst hefur með kórónuveiruna, sem veldur Covid-19-sjúkdómnum. 11. mars 2020 22:22 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Fleiri fréttir Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Sjá meira
Heildarfjöldi staðfestra tilfella af kórónuveirunni orðinn 330 Heildarfjöldi staðfestra tilfella kórónuveirunnar hér á landi er nú 330. 19. mars 2020 11:01
Anna Margrét er enn sárlasin á tíunda degi með Covid-19 Anna Margrét Jónsdóttir, flugfreyja, ferðamálafrömuður og fyrrverandi fegurðardrottning, er ein þeirra níutíu Íslendinga sem greinst hefur með kórónuveiruna, sem veldur Covid-19-sjúkdómnum. 11. mars 2020 22:22