Misvísandi að segja launakostnað flugmanna stóran þátt í rekstrarvanda Sylvía Hall skrifar 18. apríl 2020 16:23 Félagið segir laun flugmanna Icelandair ekki vera hærri en á hinum alþjóðlega markaði. Vísir/Vilhelm Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur sent frá sér tilkynningu þar sem félagið segir misvísandi að ýja að því að launakostnaður flugmanna Icelandair sé stór þáttur í rekstrarvanda félagsins. Í gær var greint frá því að reynt yrði að endursemja við flugmenn og flugliða þar sem launakostnaður væri afar hár. Sjá einnig: Til greina komi að skera flotann niður um helming Félagið segir laun flugmanna Icelandair ekki vera hærri en á hinum alþjóðlega markaði. Launin séu fyllilega sambærileg launum hjá öðrum flugfélögum víða um heim. Þá sé ekki rétt að flugmenn WOW air hafi verið með mun lægri laun en flugmenn Icelandair heldur hafi þau verið sambærileg. „Nýting flugmanna gæti verið betri hjá Icelandair, en hluta vandans má að stærstu leiti rekja til kyrrsetningar B 737 Max flugvéla félagsins. Breytingar á leiðarkerfi höfðu einnig neikvæð áhrif á nýtingu ásamt innra skipulagi og einstökum ákvörðunum stjórnenda,“ segir í tilkynningu félagsins. Kjarasamningar komi ekki í veg fyrir að starfskraftar þeirra séu nýttir til jafns við það sem best gerist erlendis. Flugmenn hafi sjálfir haft frumkvæði að því að bæta nýtingu og hafi jafnframt lagt fram fullmótaðar tillögur þess efnis í öllum kjaraviðræðum frá árinu 2011. „Vert er að geta þeirra breytinga sem gerðar voru á kjarasamningi árið 2018 til að auka nýtingu flugmanna og efla markaðssókn félagsins til muna. Vegna kyrrsetningar B737 Max véla Icelandair á sú hagræðing enn eftir að skila sér að fullu þegar betur árar.“ Flugmenn munu hjálpa félaginu Í tilkynningunni segir að flugmenn muni leggja sitt af mörkum til þess að létta fyrirtækinu róðurinn. Þeir hafi sýnt viljann í verki með því að fresta umsömdum launahækkunum á síðasta ári, framlengja kjarasamninga án launahækkana og tóku á sig 50% launaskerðingu í apríl og maí. „Nú þegar hefur 23% flugmanna Icelandair verið sagt upp störfum og fleiri uppsagnir hafa því miður verið boðaðar. FÍA hefur ekki upplýsingar um hvert endanlegt umfang þeirra uppsagna kann að verða.“ Félagið segir jafnframt að það sé bæði ósanngjarnt og villandi að velta ábyrgðinni á framtíð félagsins yfir á starfsfólk. Rekstrarvandi félagsins sé flóknari en það. „Rekstrarvandi Icelandair er flókið samspil ytri og innri þátta og flugmenn ætla að taka þátt í að leysa úr þeim vanda með fyrirtækinu á næstu mánuðum.“ Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fleiri uppsagnir um mánaðamótin Forstjóri Icelandair segir óhjákvæmilegt að grípa til frekari uppsagna á næstu vikum. Ráðist verður í hlutafjárútboð á næstunni 17. apríl 2020 19:57 Leggja Icelandair ekki til fé nema launamálin séu skýr Eðlilegt að fjárfestar setji ekki fé í Icelandair Group meðan launamálin eru í lausu lofti að sögn forstjórans. 17. apríl 2020 11:38 Icelandair reynir að bjarga sér með hlutafjárútboði Icelandair Group segist hafa í hyggju að ráðast í hlutafjárútboð á næstunni, til að tryggja „samkeppnishæfni til lengri tíma litið.“ 17. apríl 2020 09:15 Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur sent frá sér tilkynningu þar sem félagið segir misvísandi að ýja að því að launakostnaður flugmanna Icelandair sé stór þáttur í rekstrarvanda félagsins. Í gær var greint frá því að reynt yrði að endursemja við flugmenn og flugliða þar sem launakostnaður væri afar hár. Sjá einnig: Til greina komi að skera flotann niður um helming Félagið segir laun flugmanna Icelandair ekki vera hærri en á hinum alþjóðlega markaði. Launin séu fyllilega sambærileg launum hjá öðrum flugfélögum víða um heim. Þá sé ekki rétt að flugmenn WOW air hafi verið með mun lægri laun en flugmenn Icelandair heldur hafi þau verið sambærileg. „Nýting flugmanna gæti verið betri hjá Icelandair, en hluta vandans má að stærstu leiti rekja til kyrrsetningar B 737 Max flugvéla félagsins. Breytingar á leiðarkerfi höfðu einnig neikvæð áhrif á nýtingu ásamt innra skipulagi og einstökum ákvörðunum stjórnenda,“ segir í tilkynningu félagsins. Kjarasamningar komi ekki í veg fyrir að starfskraftar þeirra séu nýttir til jafns við það sem best gerist erlendis. Flugmenn hafi sjálfir haft frumkvæði að því að bæta nýtingu og hafi jafnframt lagt fram fullmótaðar tillögur þess efnis í öllum kjaraviðræðum frá árinu 2011. „Vert er að geta þeirra breytinga sem gerðar voru á kjarasamningi árið 2018 til að auka nýtingu flugmanna og efla markaðssókn félagsins til muna. Vegna kyrrsetningar B737 Max véla Icelandair á sú hagræðing enn eftir að skila sér að fullu þegar betur árar.“ Flugmenn munu hjálpa félaginu Í tilkynningunni segir að flugmenn muni leggja sitt af mörkum til þess að létta fyrirtækinu róðurinn. Þeir hafi sýnt viljann í verki með því að fresta umsömdum launahækkunum á síðasta ári, framlengja kjarasamninga án launahækkana og tóku á sig 50% launaskerðingu í apríl og maí. „Nú þegar hefur 23% flugmanna Icelandair verið sagt upp störfum og fleiri uppsagnir hafa því miður verið boðaðar. FÍA hefur ekki upplýsingar um hvert endanlegt umfang þeirra uppsagna kann að verða.“ Félagið segir jafnframt að það sé bæði ósanngjarnt og villandi að velta ábyrgðinni á framtíð félagsins yfir á starfsfólk. Rekstrarvandi félagsins sé flóknari en það. „Rekstrarvandi Icelandair er flókið samspil ytri og innri þátta og flugmenn ætla að taka þátt í að leysa úr þeim vanda með fyrirtækinu á næstu mánuðum.“
Icelandair Kjaramál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fleiri uppsagnir um mánaðamótin Forstjóri Icelandair segir óhjákvæmilegt að grípa til frekari uppsagna á næstu vikum. Ráðist verður í hlutafjárútboð á næstunni 17. apríl 2020 19:57 Leggja Icelandair ekki til fé nema launamálin séu skýr Eðlilegt að fjárfestar setji ekki fé í Icelandair Group meðan launamálin eru í lausu lofti að sögn forstjórans. 17. apríl 2020 11:38 Icelandair reynir að bjarga sér með hlutafjárútboði Icelandair Group segist hafa í hyggju að ráðast í hlutafjárútboð á næstunni, til að tryggja „samkeppnishæfni til lengri tíma litið.“ 17. apríl 2020 09:15 Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Fleiri uppsagnir um mánaðamótin Forstjóri Icelandair segir óhjákvæmilegt að grípa til frekari uppsagna á næstu vikum. Ráðist verður í hlutafjárútboð á næstunni 17. apríl 2020 19:57
Leggja Icelandair ekki til fé nema launamálin séu skýr Eðlilegt að fjárfestar setji ekki fé í Icelandair Group meðan launamálin eru í lausu lofti að sögn forstjórans. 17. apríl 2020 11:38
Icelandair reynir að bjarga sér með hlutafjárútboði Icelandair Group segist hafa í hyggju að ráðast í hlutafjárútboð á næstunni, til að tryggja „samkeppnishæfni til lengri tíma litið.“ 17. apríl 2020 09:15