Frumvarp um bætur í hlutastarfi mun taka breytingum Heimir Már Pétursson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 18. mars 2020 18:07 Fundir Alþingis hófust á ný í dag eftir jólahlé. vísir/vilhelm Þingfundi sem átti að vera á morgun hefur verið frestað til föstudags til að meiri tími gefist til að fara yfir kostnað við breytingar á frumvarpi um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastarf vegna áhrifa kórónuveirunnar á stöðu fyrirtækja og heimila. Samkvæmt frumvarpi sem félagsmálaráðherra mælti fyrir um á Alþingi í gær um breytingar á lögum um Ábyrgðarsjóð launa til að tryggja greiðslu atvinnuleysisbóta á móti lækkuðu starfshlutfalli fólks, verða bætur greiddar ef starfshlutfallið hefur að minnsta kosti lækkað um 20 prósent og starfsmaður heldur hið minnsta 50 prósenta starfshlutfalli. Laun frá vinnuveitanda og greiðslur atvinnuleysisbóta samanlagt geta þó aldrei numið hærri fjárhæð en 80% af meðaltali heildarlauna launamanns síðustu þrjá mánuðina á undan. Skulu laun frá vinnuveitanda fyrir hið minnkaða starfshlutfall og atvinnuleysisbætur samkvæmt þessu ákvæði samanlagt aldrei nema hærri fjárhæð en 650.000 kr. á mánuði. kórónuvírusFoto: HÞ Skoðum dæmi um hvernig þetta kæmi út miðað við einstök laun. Einstaklingur sem nú er með 350 þúsund krónur á mánuði í fullu starfi og færi í 50 prósent starfshlutfall, fengi 280 þúsund krónur samanlagt í laun og bætur og lækkuðu laun hans um 70 þúsund krónur. kórónuvírusFoto: HÞ Miðað við sömu forsendur myndi manneskja með 500 þúsund krónur í mánaðarlaun fara í 400 þúsund, lækka um hundrað þúsund og manneskja með 700 þúsund færi í 560 þúsund, lækkaði um 140 þúsund. kórónuvírusFoto: HÞ Manneskja með 900 þúsund króna mánaðarlaun ætti miðað við 80 prósenta regluna að fá 720 þúsund krónur samanlagt í laun og bætur, en getur ekki fengið meira en 650 þúsund krónur og því myndu laun hennar lækka í þá upphæð eða um 250 þúsund krónur á mánuði. kórónuvírusFoto: HÞ Velferðarnefnd Alþingis hefur haft málið til skoðunar allt frá því frumvarpið var lagt fram á föstudag í síðustu viku. Nefndin kom saman til fundar klukkan þrjú í dag og stefndi að því að ljúka málinu til annarrar umræðu fyrir þingfund á morgun. Honum hefur hins vegar ferið frestað til föstudags vegna þess að embættismenn eru að reikna út hvað breytingar á frumvarpinu muni kosta. Meðal annars er verið að skoða að lækka það starfshlutfall sem fólk getur farið í og fengið samhliða atvinnuleysisbætur allt niður í 20 prósent. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Seðlabankinn boðar tíðindi í fyrramálið Sex dagar eru liðnir síðan Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um hálft prósentustig en þeir eru í dag 2,25% og hafa aldrei verið lægri. 17. mars 2020 16:18 Krónan sunkað um tíu prósent frá áramótum Jón Bjarki Bentsson segir að þetta verði erfitt ár en það eru jákvæðir þættir sem vert er að horfa til. 17. mars 2020 14:52 Þetta vitum við um aðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf Alþingi hefur þegar samþykkt tvö frumvörp sem beinlínis varða aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og til stendur að afgreiða þrjú í þessari viku. Fleiri aðgerðir eru í farvatninu. 16. mars 2020 20:20 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn eftir eftirför í Kópavogi Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Sjá meira
Þingfundi sem átti að vera á morgun hefur verið frestað til föstudags til að meiri tími gefist til að fara yfir kostnað við breytingar á frumvarpi um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastarf vegna áhrifa kórónuveirunnar á stöðu fyrirtækja og heimila. Samkvæmt frumvarpi sem félagsmálaráðherra mælti fyrir um á Alþingi í gær um breytingar á lögum um Ábyrgðarsjóð launa til að tryggja greiðslu atvinnuleysisbóta á móti lækkuðu starfshlutfalli fólks, verða bætur greiddar ef starfshlutfallið hefur að minnsta kosti lækkað um 20 prósent og starfsmaður heldur hið minnsta 50 prósenta starfshlutfalli. Laun frá vinnuveitanda og greiðslur atvinnuleysisbóta samanlagt geta þó aldrei numið hærri fjárhæð en 80% af meðaltali heildarlauna launamanns síðustu þrjá mánuðina á undan. Skulu laun frá vinnuveitanda fyrir hið minnkaða starfshlutfall og atvinnuleysisbætur samkvæmt þessu ákvæði samanlagt aldrei nema hærri fjárhæð en 650.000 kr. á mánuði. kórónuvírusFoto: HÞ Skoðum dæmi um hvernig þetta kæmi út miðað við einstök laun. Einstaklingur sem nú er með 350 þúsund krónur á mánuði í fullu starfi og færi í 50 prósent starfshlutfall, fengi 280 þúsund krónur samanlagt í laun og bætur og lækkuðu laun hans um 70 þúsund krónur. kórónuvírusFoto: HÞ Miðað við sömu forsendur myndi manneskja með 500 þúsund krónur í mánaðarlaun fara í 400 þúsund, lækka um hundrað þúsund og manneskja með 700 þúsund færi í 560 þúsund, lækkaði um 140 þúsund. kórónuvírusFoto: HÞ Manneskja með 900 þúsund króna mánaðarlaun ætti miðað við 80 prósenta regluna að fá 720 þúsund krónur samanlagt í laun og bætur, en getur ekki fengið meira en 650 þúsund krónur og því myndu laun hennar lækka í þá upphæð eða um 250 þúsund krónur á mánuði. kórónuvírusFoto: HÞ Velferðarnefnd Alþingis hefur haft málið til skoðunar allt frá því frumvarpið var lagt fram á föstudag í síðustu viku. Nefndin kom saman til fundar klukkan þrjú í dag og stefndi að því að ljúka málinu til annarrar umræðu fyrir þingfund á morgun. Honum hefur hins vegar ferið frestað til föstudags vegna þess að embættismenn eru að reikna út hvað breytingar á frumvarpinu muni kosta. Meðal annars er verið að skoða að lækka það starfshlutfall sem fólk getur farið í og fengið samhliða atvinnuleysisbætur allt niður í 20 prósent.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Seðlabankinn boðar tíðindi í fyrramálið Sex dagar eru liðnir síðan Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um hálft prósentustig en þeir eru í dag 2,25% og hafa aldrei verið lægri. 17. mars 2020 16:18 Krónan sunkað um tíu prósent frá áramótum Jón Bjarki Bentsson segir að þetta verði erfitt ár en það eru jákvæðir þættir sem vert er að horfa til. 17. mars 2020 14:52 Þetta vitum við um aðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf Alþingi hefur þegar samþykkt tvö frumvörp sem beinlínis varða aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og til stendur að afgreiða þrjú í þessari viku. Fleiri aðgerðir eru í farvatninu. 16. mars 2020 20:20 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Einn handtekinn eftir eftirför í Kópavogi Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Sjá meira
Seðlabankinn boðar tíðindi í fyrramálið Sex dagar eru liðnir síðan Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um hálft prósentustig en þeir eru í dag 2,25% og hafa aldrei verið lægri. 17. mars 2020 16:18
Krónan sunkað um tíu prósent frá áramótum Jón Bjarki Bentsson segir að þetta verði erfitt ár en það eru jákvæðir þættir sem vert er að horfa til. 17. mars 2020 14:52
Þetta vitum við um aðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf Alþingi hefur þegar samþykkt tvö frumvörp sem beinlínis varða aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og til stendur að afgreiða þrjú í þessari viku. Fleiri aðgerðir eru í farvatninu. 16. mars 2020 20:20