Tvöföldun Hvalfjarðarganga og Sundabraut meðal verkefna sem boðuð eru í frumvarpi Sigurðar Inga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. mars 2020 16:24 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra. Vísir/Vilhelm Lagt er til að sex stór verkefni í vegagerð verði unnin sem svokölluð samvinnuverkefni samkvæmt frumvarpi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Áætlað er að þessi verkefni geti skapað allt að fjögur þúsund ársverk. „Markmið laganna er auka verulega fjármagn til vegaframkvæmda og mæta mikilli þörf fyrir fjárfestingar í samgöngum, bæta umferðaröryggi og stytta og bæta vegtengingar milli byggða,“ segir meðal annars í tilkynningu ráðuneytisins um málið. Þessi sex verkefni eru hringvegur norðaustan Selfoss og brú um Ölfusá, hringvegurinn um Hornafjarðarfljót, vegurinn um Öxi, tvöföldun Hvalfjarðarganga, hringvegurinn um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli og loks Sundabraut. Af þessum sex verkefnum er undirbúningur kominn hvað varðar byggingu brúar yfir Hornarfjarðarfljót og Ölfusá. Með samvinnuverkefnum er átt við að Vegagerðinni verður heimilt að eiga samvinnu við einkaaðila um hönnun, undirbúning, framkvæmd og fjármögnun, að undangengnu útboði, við þessi sex afmörkuðu verkefni. Þá verður heimilt að fjármagna verkefnin að öllu leyti eða hluta með gjaldtöku. Gjaldtaka má þó að hámarki standa í þrjátíu ár og má ekki hefjast fyrr en framkvæmdum er lokið. Áformin voru fyrst kynnt í júlí 2019 en þau eru hluti af tillögu að samgönguáætlun fyrir árin 2020 til 2034. „Það er ljóst er að jafn umfangsmiklar framkvæmdir, eins og samvinnuverkefnin boða, skapa mikinn fjölda ársverka, bæði hjá verktökum en ekki síður hjá ráðgjöfum og hönnuðum. Áætla má að í heild verði til á bilinu 3.000-4.000 ársverk. Þau mynda einnig sterkan hvata til nýsköpunar sem getur lækkað kostnað og stytt framkvæmdatíma,“ er haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, samgönguráðherra í tilkynningunni. Samgöngur Alþingi Efnahagsmál Vinnumarkaður Hvalfjarðargöng Reykjavík Sundabraut Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Lagt er til að sex stór verkefni í vegagerð verði unnin sem svokölluð samvinnuverkefni samkvæmt frumvarpi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Áætlað er að þessi verkefni geti skapað allt að fjögur þúsund ársverk. „Markmið laganna er auka verulega fjármagn til vegaframkvæmda og mæta mikilli þörf fyrir fjárfestingar í samgöngum, bæta umferðaröryggi og stytta og bæta vegtengingar milli byggða,“ segir meðal annars í tilkynningu ráðuneytisins um málið. Þessi sex verkefni eru hringvegur norðaustan Selfoss og brú um Ölfusá, hringvegurinn um Hornafjarðarfljót, vegurinn um Öxi, tvöföldun Hvalfjarðarganga, hringvegurinn um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli og loks Sundabraut. Af þessum sex verkefnum er undirbúningur kominn hvað varðar byggingu brúar yfir Hornarfjarðarfljót og Ölfusá. Með samvinnuverkefnum er átt við að Vegagerðinni verður heimilt að eiga samvinnu við einkaaðila um hönnun, undirbúning, framkvæmd og fjármögnun, að undangengnu útboði, við þessi sex afmörkuðu verkefni. Þá verður heimilt að fjármagna verkefnin að öllu leyti eða hluta með gjaldtöku. Gjaldtaka má þó að hámarki standa í þrjátíu ár og má ekki hefjast fyrr en framkvæmdum er lokið. Áformin voru fyrst kynnt í júlí 2019 en þau eru hluti af tillögu að samgönguáætlun fyrir árin 2020 til 2034. „Það er ljóst er að jafn umfangsmiklar framkvæmdir, eins og samvinnuverkefnin boða, skapa mikinn fjölda ársverka, bæði hjá verktökum en ekki síður hjá ráðgjöfum og hönnuðum. Áætla má að í heild verði til á bilinu 3.000-4.000 ársverk. Þau mynda einnig sterkan hvata til nýsköpunar sem getur lækkað kostnað og stytt framkvæmdatíma,“ er haft eftir Sigurði Inga Jóhannssyni, samgönguráðherra í tilkynningunni.
Samgöngur Alþingi Efnahagsmál Vinnumarkaður Hvalfjarðargöng Reykjavík Sundabraut Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira