Fimm á spítala með Covid-19 og tveir á gjörgæslu Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2020 14:57 Frá upplýsingafundinum í dag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er annar frá vinstri. Lögreglan Fimm liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19-sjúkdóminn. Þar af eru tveir á gjörgæslu en ekki alvarlega veikir, þ.e. ekki í öndunarvel, þó að einkenni þeirra séu vissulega alvarleg. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag. Þá er sterkur grunur um Covid-19-sýkingu hjá einum til viðbótar sem liggur inni á sjúkrahúsinu, að sögn Þórólfs. Í öllum tilfellum er um að ræða eldra fólk, á sextugs- og sjötugsaldri. Níu einstaklingar hafa jafnframt náð sér af veirunni, þ.e. hún greinist ekki í þeim lengur. Kórónuveirusmit hefur nú verið staðfest í sex landshlutum og í öllum landshlutum eru einstaklingar í sóttkví. Þórólfur sagði að greinilegt væri að veiran væri í samfélaginu þótt hún væri ekki mjög útbreidd. Gera mætti ráð fyrir aukningu í útbreiðslu á næstunni. Í tilkynningu á vef Landspítalans segir að starfsmenn spítalans í einangrun vegna kórónuveirunnar séu nú alls 17. Þá er 151 starfsmaður spítalans í sóttkví. Einnig segir að útskrifaðir sjúklingar vegna veirunnar séu samtals þrír. Alls hafa 250 kórónuveirusmit nú verið staðfest á Íslandi. Þórólfur sagði að tæplega helmingur þeirra sem greinst hafa með veiruna hafi greinst í sóttkví. Það væru góðar fréttir. Alls eru 2422 í sóttkví og um 6500 sýni hafa verið tekin. Á fimmta hundrað hefur lokið sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þróunin þurfi ekki að koma á óvart 43 ný smit kórónuveiru greindust í gær og höfðu þá aldrei greinst fleiri á einum degi frá því að faraldurinn hófst hér á landi. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjón hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart. 18. mars 2020 13:31 Seðlabankinn dælir 60 milljörðum inn í bankana Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05 Allir sem koma heim til Íslands þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum og sóttvarnalækni en um er að ræða útvíkkun á hááhættusvæðum vegna kórónuveirunnar. 18. mars 2020 11:36 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira
Fimm liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19-sjúkdóminn. Þar af eru tveir á gjörgæslu en ekki alvarlega veikir, þ.e. ekki í öndunarvel, þó að einkenni þeirra séu vissulega alvarleg. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag. Þá er sterkur grunur um Covid-19-sýkingu hjá einum til viðbótar sem liggur inni á sjúkrahúsinu, að sögn Þórólfs. Í öllum tilfellum er um að ræða eldra fólk, á sextugs- og sjötugsaldri. Níu einstaklingar hafa jafnframt náð sér af veirunni, þ.e. hún greinist ekki í þeim lengur. Kórónuveirusmit hefur nú verið staðfest í sex landshlutum og í öllum landshlutum eru einstaklingar í sóttkví. Þórólfur sagði að greinilegt væri að veiran væri í samfélaginu þótt hún væri ekki mjög útbreidd. Gera mætti ráð fyrir aukningu í útbreiðslu á næstunni. Í tilkynningu á vef Landspítalans segir að starfsmenn spítalans í einangrun vegna kórónuveirunnar séu nú alls 17. Þá er 151 starfsmaður spítalans í sóttkví. Einnig segir að útskrifaðir sjúklingar vegna veirunnar séu samtals þrír. Alls hafa 250 kórónuveirusmit nú verið staðfest á Íslandi. Þórólfur sagði að tæplega helmingur þeirra sem greinst hafa með veiruna hafi greinst í sóttkví. Það væru góðar fréttir. Alls eru 2422 í sóttkví og um 6500 sýni hafa verið tekin. Á fimmta hundrað hefur lokið sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þróunin þurfi ekki að koma á óvart 43 ný smit kórónuveiru greindust í gær og höfðu þá aldrei greinst fleiri á einum degi frá því að faraldurinn hófst hér á landi. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjón hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart. 18. mars 2020 13:31 Seðlabankinn dælir 60 milljörðum inn í bankana Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05 Allir sem koma heim til Íslands þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum og sóttvarnalækni en um er að ræða útvíkkun á hááhættusvæðum vegna kórónuveirunnar. 18. mars 2020 11:36 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira
Þróunin þurfi ekki að koma á óvart 43 ný smit kórónuveiru greindust í gær og höfðu þá aldrei greinst fleiri á einum degi frá því að faraldurinn hófst hér á landi. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjón hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart. 18. mars 2020 13:31
Seðlabankinn dælir 60 milljörðum inn í bankana Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05
Allir sem koma heim til Íslands þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum og sóttvarnalækni en um er að ræða útvíkkun á hááhættusvæðum vegna kórónuveirunnar. 18. mars 2020 11:36