Í sterkri stöðu til að takast á við faraldurinn samanborið við margar aðrar þjóðir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. mars 2020 13:29 Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, á blaðamannafundi í liðinni viku þegar tilkynnt var um fjögurra vikna samkomubann. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að þrátt fyrir að þjóðin sé vissulega að sigla inn í erfiða tíma vegna útbreiðslu kórónuveiru þá sé margt sem vinni með Íslandi. „Þetta er auðvitað grafalvarlegt. Það er auðvitað ekki ánægjulegt að við þurfum að fara inn í svona stöðu en núna er Vestur-Evrópa og öll ríki í nákvæmlega sömu stöðu en við erum þó þar að við erum með stóran forða eins og ég hef sagt. Við erum með sterkar grunnstoðir hagkerfisins. Við erum matvælaland. Við flytjum miklu meiri matvæli út en við neytum, sem er styrkleiki í þessari stöðu,“ segir Lilja sem bendir að landfræðileg lega landsins sé líka styrkleiki. „Við erum þó það gæfurík að þegar við förum inn í þessa stöðu þá er staða ríkissjóðs býsna sterk. Hreinar skuldir í kringum 20% og ef við berum saman við ítalíu þá eru þær 120%. Og þið getið ímyndað ykkur fyrir ríki eins og Ítalíu að fara inn í þetta ástand.“ Þetta sagði Lilja sem var gestur í sjónvarpsþættinum Bítið í morgun. Mikið hefur mætt á Lilju en undir hana heyra menningar- og menntamálin. Allt starfsfólk skóla á öllum stigum sem og menningarstofnana landsins hafa síðastliðna daga verið í óðaönn að útfæra sína starfsemi samkvæmt samkomubanninu sem tilkynnt var um fyrir helgi. Hún var spurð hvers vegna sú ákvörðun hefði verið tekin að loka mennta- og háskólum landsins en ekki leik- og grunnskólum. „Það er vegna þess að þetta er tillaga sem kemur frá sóttvarnalækni og hann metur stöðuna þannig að það sé hægt að halda leik- og grunnskólum gangandi með þessum takmörkunum en auðvitað er þetta allt sérstakt. En við fáum þetta, við vinnum með þetta og ég vil líka nefna það að ég hef verið í mjög góðu sambandi við sænska menntamálaráðherrann. Svíþjóð er að gera þetta nákvæmlega eins. En svo auðvitað vitum við ekki; við vitum ekki nákvæmlega hver staðan verður eftir tvær vikur, eftir þrjár vikur.“ Staðan breytist dag frá degi og enn séu margir óvissuþættir uppi. Fáir hefðu til dæmis séð fyrir ákvarðanir Bandaríkjastjórnar og Evrópusambandsins um lokun landamæra. Lilja var spurð hvort aðgerðirnar til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldurs muni bitna á menntun nemenda. „Við getum ekki sagt að skólahald raskast ekki. Það held ég að við sjáum öll og svona leiðarljósið í þessu samkomulagi sem við náðum í sameiginlegri yfirlýsingu á sunnudaginn er að það þarf að taka tillit til þeirra aðstæðna sem eru uppi. Við sjáum það. Sumir kennarar eru í sóttkví, sumir eru smitaðir og við verðum að vera auðmjúk gagnvart þeim aðstæðum en engu að síður að halda utan um börnin og halda þeim við efnið.“ Lilja segir að áhersla verði lögð á að halda vel utan um nemendur sem séu í mestri hættu að hverfa frá námi. Aðspurð hvort til greina kæmi að lengja skólatímabilið útilokaði Lilja það ekki. „Það kemur allt til greina. En það gerum við auðvitað, eins og við höfum gert þegar við förum inn í þessar aðstæður, auðvitað í samráði við þá sem bera uppi skólastarf.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að þrátt fyrir að þjóðin sé vissulega að sigla inn í erfiða tíma vegna útbreiðslu kórónuveiru þá sé margt sem vinni með Íslandi. „Þetta er auðvitað grafalvarlegt. Það er auðvitað ekki ánægjulegt að við þurfum að fara inn í svona stöðu en núna er Vestur-Evrópa og öll ríki í nákvæmlega sömu stöðu en við erum þó þar að við erum með stóran forða eins og ég hef sagt. Við erum með sterkar grunnstoðir hagkerfisins. Við erum matvælaland. Við flytjum miklu meiri matvæli út en við neytum, sem er styrkleiki í þessari stöðu,“ segir Lilja sem bendir að landfræðileg lega landsins sé líka styrkleiki. „Við erum þó það gæfurík að þegar við förum inn í þessa stöðu þá er staða ríkissjóðs býsna sterk. Hreinar skuldir í kringum 20% og ef við berum saman við ítalíu þá eru þær 120%. Og þið getið ímyndað ykkur fyrir ríki eins og Ítalíu að fara inn í þetta ástand.“ Þetta sagði Lilja sem var gestur í sjónvarpsþættinum Bítið í morgun. Mikið hefur mætt á Lilju en undir hana heyra menningar- og menntamálin. Allt starfsfólk skóla á öllum stigum sem og menningarstofnana landsins hafa síðastliðna daga verið í óðaönn að útfæra sína starfsemi samkvæmt samkomubanninu sem tilkynnt var um fyrir helgi. Hún var spurð hvers vegna sú ákvörðun hefði verið tekin að loka mennta- og háskólum landsins en ekki leik- og grunnskólum. „Það er vegna þess að þetta er tillaga sem kemur frá sóttvarnalækni og hann metur stöðuna þannig að það sé hægt að halda leik- og grunnskólum gangandi með þessum takmörkunum en auðvitað er þetta allt sérstakt. En við fáum þetta, við vinnum með þetta og ég vil líka nefna það að ég hef verið í mjög góðu sambandi við sænska menntamálaráðherrann. Svíþjóð er að gera þetta nákvæmlega eins. En svo auðvitað vitum við ekki; við vitum ekki nákvæmlega hver staðan verður eftir tvær vikur, eftir þrjár vikur.“ Staðan breytist dag frá degi og enn séu margir óvissuþættir uppi. Fáir hefðu til dæmis séð fyrir ákvarðanir Bandaríkjastjórnar og Evrópusambandsins um lokun landamæra. Lilja var spurð hvort aðgerðirnar til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldurs muni bitna á menntun nemenda. „Við getum ekki sagt að skólahald raskast ekki. Það held ég að við sjáum öll og svona leiðarljósið í þessu samkomulagi sem við náðum í sameiginlegri yfirlýsingu á sunnudaginn er að það þarf að taka tillit til þeirra aðstæðna sem eru uppi. Við sjáum það. Sumir kennarar eru í sóttkví, sumir eru smitaðir og við verðum að vera auðmjúk gagnvart þeim aðstæðum en engu að síður að halda utan um börnin og halda þeim við efnið.“ Lilja segir að áhersla verði lögð á að halda vel utan um nemendur sem séu í mestri hættu að hverfa frá námi. Aðspurð hvort til greina kæmi að lengja skólatímabilið útilokaði Lilja það ekki. „Það kemur allt til greina. En það gerum við auðvitað, eins og við höfum gert þegar við förum inn í þessar aðstæður, auðvitað í samráði við þá sem bera uppi skólastarf.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira