Í sterkri stöðu til að takast á við faraldurinn samanborið við margar aðrar þjóðir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. mars 2020 13:29 Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, á blaðamannafundi í liðinni viku þegar tilkynnt var um fjögurra vikna samkomubann. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að þrátt fyrir að þjóðin sé vissulega að sigla inn í erfiða tíma vegna útbreiðslu kórónuveiru þá sé margt sem vinni með Íslandi. „Þetta er auðvitað grafalvarlegt. Það er auðvitað ekki ánægjulegt að við þurfum að fara inn í svona stöðu en núna er Vestur-Evrópa og öll ríki í nákvæmlega sömu stöðu en við erum þó þar að við erum með stóran forða eins og ég hef sagt. Við erum með sterkar grunnstoðir hagkerfisins. Við erum matvælaland. Við flytjum miklu meiri matvæli út en við neytum, sem er styrkleiki í þessari stöðu,“ segir Lilja sem bendir að landfræðileg lega landsins sé líka styrkleiki. „Við erum þó það gæfurík að þegar við förum inn í þessa stöðu þá er staða ríkissjóðs býsna sterk. Hreinar skuldir í kringum 20% og ef við berum saman við ítalíu þá eru þær 120%. Og þið getið ímyndað ykkur fyrir ríki eins og Ítalíu að fara inn í þetta ástand.“ Þetta sagði Lilja sem var gestur í sjónvarpsþættinum Bítið í morgun. Mikið hefur mætt á Lilju en undir hana heyra menningar- og menntamálin. Allt starfsfólk skóla á öllum stigum sem og menningarstofnana landsins hafa síðastliðna daga verið í óðaönn að útfæra sína starfsemi samkvæmt samkomubanninu sem tilkynnt var um fyrir helgi. Hún var spurð hvers vegna sú ákvörðun hefði verið tekin að loka mennta- og háskólum landsins en ekki leik- og grunnskólum. „Það er vegna þess að þetta er tillaga sem kemur frá sóttvarnalækni og hann metur stöðuna þannig að það sé hægt að halda leik- og grunnskólum gangandi með þessum takmörkunum en auðvitað er þetta allt sérstakt. En við fáum þetta, við vinnum með þetta og ég vil líka nefna það að ég hef verið í mjög góðu sambandi við sænska menntamálaráðherrann. Svíþjóð er að gera þetta nákvæmlega eins. En svo auðvitað vitum við ekki; við vitum ekki nákvæmlega hver staðan verður eftir tvær vikur, eftir þrjár vikur.“ Staðan breytist dag frá degi og enn séu margir óvissuþættir uppi. Fáir hefðu til dæmis séð fyrir ákvarðanir Bandaríkjastjórnar og Evrópusambandsins um lokun landamæra. Lilja var spurð hvort aðgerðirnar til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldurs muni bitna á menntun nemenda. „Við getum ekki sagt að skólahald raskast ekki. Það held ég að við sjáum öll og svona leiðarljósið í þessu samkomulagi sem við náðum í sameiginlegri yfirlýsingu á sunnudaginn er að það þarf að taka tillit til þeirra aðstæðna sem eru uppi. Við sjáum það. Sumir kennarar eru í sóttkví, sumir eru smitaðir og við verðum að vera auðmjúk gagnvart þeim aðstæðum en engu að síður að halda utan um börnin og halda þeim við efnið.“ Lilja segir að áhersla verði lögð á að halda vel utan um nemendur sem séu í mestri hættu að hverfa frá námi. Aðspurð hvort til greina kæmi að lengja skólatímabilið útilokaði Lilja það ekki. „Það kemur allt til greina. En það gerum við auðvitað, eins og við höfum gert þegar við förum inn í þessar aðstæður, auðvitað í samráði við þá sem bera uppi skólastarf.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að þrátt fyrir að þjóðin sé vissulega að sigla inn í erfiða tíma vegna útbreiðslu kórónuveiru þá sé margt sem vinni með Íslandi. „Þetta er auðvitað grafalvarlegt. Það er auðvitað ekki ánægjulegt að við þurfum að fara inn í svona stöðu en núna er Vestur-Evrópa og öll ríki í nákvæmlega sömu stöðu en við erum þó þar að við erum með stóran forða eins og ég hef sagt. Við erum með sterkar grunnstoðir hagkerfisins. Við erum matvælaland. Við flytjum miklu meiri matvæli út en við neytum, sem er styrkleiki í þessari stöðu,“ segir Lilja sem bendir að landfræðileg lega landsins sé líka styrkleiki. „Við erum þó það gæfurík að þegar við förum inn í þessa stöðu þá er staða ríkissjóðs býsna sterk. Hreinar skuldir í kringum 20% og ef við berum saman við ítalíu þá eru þær 120%. Og þið getið ímyndað ykkur fyrir ríki eins og Ítalíu að fara inn í þetta ástand.“ Þetta sagði Lilja sem var gestur í sjónvarpsþættinum Bítið í morgun. Mikið hefur mætt á Lilju en undir hana heyra menningar- og menntamálin. Allt starfsfólk skóla á öllum stigum sem og menningarstofnana landsins hafa síðastliðna daga verið í óðaönn að útfæra sína starfsemi samkvæmt samkomubanninu sem tilkynnt var um fyrir helgi. Hún var spurð hvers vegna sú ákvörðun hefði verið tekin að loka mennta- og háskólum landsins en ekki leik- og grunnskólum. „Það er vegna þess að þetta er tillaga sem kemur frá sóttvarnalækni og hann metur stöðuna þannig að það sé hægt að halda leik- og grunnskólum gangandi með þessum takmörkunum en auðvitað er þetta allt sérstakt. En við fáum þetta, við vinnum með þetta og ég vil líka nefna það að ég hef verið í mjög góðu sambandi við sænska menntamálaráðherrann. Svíþjóð er að gera þetta nákvæmlega eins. En svo auðvitað vitum við ekki; við vitum ekki nákvæmlega hver staðan verður eftir tvær vikur, eftir þrjár vikur.“ Staðan breytist dag frá degi og enn séu margir óvissuþættir uppi. Fáir hefðu til dæmis séð fyrir ákvarðanir Bandaríkjastjórnar og Evrópusambandsins um lokun landamæra. Lilja var spurð hvort aðgerðirnar til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldurs muni bitna á menntun nemenda. „Við getum ekki sagt að skólahald raskast ekki. Það held ég að við sjáum öll og svona leiðarljósið í þessu samkomulagi sem við náðum í sameiginlegri yfirlýsingu á sunnudaginn er að það þarf að taka tillit til þeirra aðstæðna sem eru uppi. Við sjáum það. Sumir kennarar eru í sóttkví, sumir eru smitaðir og við verðum að vera auðmjúk gagnvart þeim aðstæðum en engu að síður að halda utan um börnin og halda þeim við efnið.“ Lilja segir að áhersla verði lögð á að halda vel utan um nemendur sem séu í mestri hættu að hverfa frá námi. Aðspurð hvort til greina kæmi að lengja skólatímabilið útilokaði Lilja það ekki. „Það kemur allt til greina. En það gerum við auðvitað, eins og við höfum gert þegar við förum inn í þessar aðstæður, auðvitað í samráði við þá sem bera uppi skólastarf.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira