Snarpur jarðskjálfti við Reykjanestá Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2020 10:49 Skjálftinn varð á Reykjanestá. Vísir/vilhelm Jarðskjálfti að stærð 4,2 varð klukkan 10:32 við Reykjanestá, um þrjá kílómetra norðvestur af Gunnuhver, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Skjálftinn fannst m.a. á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu, til að mynda á Veðurstofunni sjálfri. Bryndís Ýr Gísladóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að nokkrir minni eftirskjálftar hafi fylgt í kjölfarið. Enn sé verið að vinna í því að mæla stærð þeirra. Engin merki eru um gosóróa. Líkt og áður segir fannst skjálftinn víða á suðvesturhorninu, líkt og færslur á samfélagsmiðlum nú í morgun sýna. Bryndís segir að nokkrir tugir tilkynninga um skjálftann hafi þegar borist Veðurstofunni. Var þetta jarðskjálfti?— Sæborg Ninja [hún/her] (@saeborgninja) March 18, 2020 Niðurstöður jarðskorpumælinga við fjallið Þorbjörn sýna að þensla sem veldur landrisi er hafin að nýju. Landrisið er nú hægara en það sem mældist í lok janúar en virðist eiga upptök á svipuðum slóðum. Líklegasta skýringin er að kvikusöfnun hafi tekið sig upp að nýju. Bryndís segir erfitt að segja hvort skjálftinn í dag tengist landrisinu við Þorbjörn. Skjálftinn hafi átt upptök sín á öðru svæði og þá mælist áframhaldandi skjálftavirkni við Þorbjörn. Jarðskjálfti að stærð 5,2 varð klukkan 10:26 nærri Grindavík í síðustu viku. Líkt og í dag varð skjálftans víða vart á suðvesturhorninu og fannst meðal annars greinilega á höfuðborgarsvæðinu. Bryndís segir að upptök skjálftans í dag séu töluvert langt frá upptökum stóra skjálftans í síðustu viku. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Land rís á ný undir Þorbirni Síðustu daga hefur þensla hafist á ný undir Þorbirni á Reykjanesi, á sömu slóðum og landrisið sem hófst í janúar. 17. mars 2020 17:42 Tveir stórir eftirskjálftar mældust í kvöld Tveir jarðskjálftar mældust um þrjá kílómetra austnorðaustur af Grindavík í kvöld. Sá fyrri mældist klukkan 18:40 og var 3,4 af stærð og sá seinni mældist klukkan 18:42 og var að stærð 3,3 12. mars 2020 20:08 Skjálftinn var 5,2 að stærð Jarðskjálfti upp á um stærð 5,2 varð um klukkan 10:26 nálægt Grindavík 12. mars 2020 10:33 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Jarðskjálfti að stærð 4,2 varð klukkan 10:32 við Reykjanestá, um þrjá kílómetra norðvestur af Gunnuhver, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Skjálftinn fannst m.a. á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu, til að mynda á Veðurstofunni sjálfri. Bryndís Ýr Gísladóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að nokkrir minni eftirskjálftar hafi fylgt í kjölfarið. Enn sé verið að vinna í því að mæla stærð þeirra. Engin merki eru um gosóróa. Líkt og áður segir fannst skjálftinn víða á suðvesturhorninu, líkt og færslur á samfélagsmiðlum nú í morgun sýna. Bryndís segir að nokkrir tugir tilkynninga um skjálftann hafi þegar borist Veðurstofunni. Var þetta jarðskjálfti?— Sæborg Ninja [hún/her] (@saeborgninja) March 18, 2020 Niðurstöður jarðskorpumælinga við fjallið Þorbjörn sýna að þensla sem veldur landrisi er hafin að nýju. Landrisið er nú hægara en það sem mældist í lok janúar en virðist eiga upptök á svipuðum slóðum. Líklegasta skýringin er að kvikusöfnun hafi tekið sig upp að nýju. Bryndís segir erfitt að segja hvort skjálftinn í dag tengist landrisinu við Þorbjörn. Skjálftinn hafi átt upptök sín á öðru svæði og þá mælist áframhaldandi skjálftavirkni við Þorbjörn. Jarðskjálfti að stærð 5,2 varð klukkan 10:26 nærri Grindavík í síðustu viku. Líkt og í dag varð skjálftans víða vart á suðvesturhorninu og fannst meðal annars greinilega á höfuðborgarsvæðinu. Bryndís segir að upptök skjálftans í dag séu töluvert langt frá upptökum stóra skjálftans í síðustu viku. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Land rís á ný undir Þorbirni Síðustu daga hefur þensla hafist á ný undir Þorbirni á Reykjanesi, á sömu slóðum og landrisið sem hófst í janúar. 17. mars 2020 17:42 Tveir stórir eftirskjálftar mældust í kvöld Tveir jarðskjálftar mældust um þrjá kílómetra austnorðaustur af Grindavík í kvöld. Sá fyrri mældist klukkan 18:40 og var 3,4 af stærð og sá seinni mældist klukkan 18:42 og var að stærð 3,3 12. mars 2020 20:08 Skjálftinn var 5,2 að stærð Jarðskjálfti upp á um stærð 5,2 varð um klukkan 10:26 nálægt Grindavík 12. mars 2020 10:33 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Land rís á ný undir Þorbirni Síðustu daga hefur þensla hafist á ný undir Þorbirni á Reykjanesi, á sömu slóðum og landrisið sem hófst í janúar. 17. mars 2020 17:42
Tveir stórir eftirskjálftar mældust í kvöld Tveir jarðskjálftar mældust um þrjá kílómetra austnorðaustur af Grindavík í kvöld. Sá fyrri mældist klukkan 18:40 og var 3,4 af stærð og sá seinni mældist klukkan 18:42 og var að stærð 3,3 12. mars 2020 20:08
Skjálftinn var 5,2 að stærð Jarðskjálfti upp á um stærð 5,2 varð um klukkan 10:26 nálægt Grindavík 12. mars 2020 10:33