Tíu ár frá því Fulham skellti Juventus eftirminnilega | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. mars 2020 14:30 Clint Dempsey fagnar eftir að hafa skorað stórkostlegt mark gegn Juventus. vísir/getty Í dag, 18. mars, eru nákvæmlega tíu ár síðan Fulham vann afar óvæntan 4-1 sigur á ítalska stórliðinu Juventus á Craven Cottage í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Juventus var í góðri stöðu eftir 3-1 sigur í fyrri leiknum á Delle Alpi en Fulham, sem var þá undir stjórn Roys Hodgson, átti eftirminnilega endurkomu í seinni leiknum. Fulham komst alla leið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar tímabilið 2009-10. Það er langbesti árangur sem liðið hefur nokkurn tímann náð í Evrópukeppni. Fulham endaði í 2. sæti E-riðils og sló Shakhtar Donetsk, sem vann Evrópudeildina tímabilið á undan, út í 32-liða úrslitunum, 3-2 samanlagt. Byrjunarlið Fulham í seinni leiknum gegn Juventus.vísir/getty Í 16-liða úrslitunum dróst Fulham svo gegn Juventus. Gamla konan var ekki beint á blómaskeiði sínu á þessum tíma en í liðinu voru samt leikmenn á borð við David Trezeguet, Fabio Cannavaro, Mauro Camaronesi og Alessandro Del Piero. Gianluigi Buffon var hins vegar fjarri góðu gamni og munaði um minna. Eftir 3-1 sigur í fyrri leiknum benti fátt til annars en Juventus færi áfram í 8-liða úrslitin. Og veik von Fulham virtist að engu orðin þegar Trezeguet kom Juventus yfir eftir aðeins tvær mínútur í seinni leiknum. Bobby Zamora jafnaði fyrir Fulham sjö mínútum síðar og á 26. mínútu fékk Cannavaro svo rautt spjald fyrir brot á Zoltan Gera. Rauða spjaldið sem Fabio Cannavaro fékk gaf Fulham von.vísir/getty Fulham hafði átt tvö skot í tréverkið áður en Gera kom Fulham yfir sex mínútum fyrir hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks skoraði Ungverjinn svo annað mark sitt úr vítaspyrnu og jafnaði metin í einvíginu, 4-4 samanlagt. Á 71. mínútu setti Hodgson Clint Dempsey inn á fyrir bakvörðinn Stephen Kelly. Dempsey var ekki lengi að láta að sér kveða og var hársbreidd frá því að koma Fulham í 4-1 með sinni fyrstu snertingu en hinn háaldraði Antonio Chimenti varði. Hann kom hins vegar engum vörnum við þegar Dempsey skoraði með glæslegri vippu á 82. mínútu. Clint Dempsey skorar sigurmark Fulham gegn Juventus með glæsilegri vippu yfir Antonio Chimenti.vísir/getty Það reyndist sigurmarkið í einvíginu og Fulham henti því tuttuguogsjöföldum Ítalíumeisturum Juventus úr keppni. Enska liðið vann einvígið, 5-4 samanlagt. Mörkin úr því má sjá hér fyrir neðan. Í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar vann Fulham Þýskalandsmeistara Wolfsburg, 3-1 samanlagt, og lagði svo annað þýskt lið, Hamburg, í undanúrslitunum, 2-1 samanlagt. Fulham tapaði svo naumlega fyrir Atlético Madrid, 2-1, í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Diego Forlán skoraði bæði mörk Atlético, það síðara fjórum mínútum fyrir lok framlengingar. Juventus og Fulham hafa farið ólíkar leiðir á síðustu árum. Juventus hefur orðið ítalskur meistari átta sinnum í röð á meðan Fulham er í B-deildinni. En stuðningsmenn liðsins geta alltaf ornað sér við minningarnar frá leiknum 18. mars 2010. Evrópudeild UEFA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Sjá meira
Í dag, 18. mars, eru nákvæmlega tíu ár síðan Fulham vann afar óvæntan 4-1 sigur á ítalska stórliðinu Juventus á Craven Cottage í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Juventus var í góðri stöðu eftir 3-1 sigur í fyrri leiknum á Delle Alpi en Fulham, sem var þá undir stjórn Roys Hodgson, átti eftirminnilega endurkomu í seinni leiknum. Fulham komst alla leið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar tímabilið 2009-10. Það er langbesti árangur sem liðið hefur nokkurn tímann náð í Evrópukeppni. Fulham endaði í 2. sæti E-riðils og sló Shakhtar Donetsk, sem vann Evrópudeildina tímabilið á undan, út í 32-liða úrslitunum, 3-2 samanlagt. Byrjunarlið Fulham í seinni leiknum gegn Juventus.vísir/getty Í 16-liða úrslitunum dróst Fulham svo gegn Juventus. Gamla konan var ekki beint á blómaskeiði sínu á þessum tíma en í liðinu voru samt leikmenn á borð við David Trezeguet, Fabio Cannavaro, Mauro Camaronesi og Alessandro Del Piero. Gianluigi Buffon var hins vegar fjarri góðu gamni og munaði um minna. Eftir 3-1 sigur í fyrri leiknum benti fátt til annars en Juventus færi áfram í 8-liða úrslitin. Og veik von Fulham virtist að engu orðin þegar Trezeguet kom Juventus yfir eftir aðeins tvær mínútur í seinni leiknum. Bobby Zamora jafnaði fyrir Fulham sjö mínútum síðar og á 26. mínútu fékk Cannavaro svo rautt spjald fyrir brot á Zoltan Gera. Rauða spjaldið sem Fabio Cannavaro fékk gaf Fulham von.vísir/getty Fulham hafði átt tvö skot í tréverkið áður en Gera kom Fulham yfir sex mínútum fyrir hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks skoraði Ungverjinn svo annað mark sitt úr vítaspyrnu og jafnaði metin í einvíginu, 4-4 samanlagt. Á 71. mínútu setti Hodgson Clint Dempsey inn á fyrir bakvörðinn Stephen Kelly. Dempsey var ekki lengi að láta að sér kveða og var hársbreidd frá því að koma Fulham í 4-1 með sinni fyrstu snertingu en hinn háaldraði Antonio Chimenti varði. Hann kom hins vegar engum vörnum við þegar Dempsey skoraði með glæslegri vippu á 82. mínútu. Clint Dempsey skorar sigurmark Fulham gegn Juventus með glæsilegri vippu yfir Antonio Chimenti.vísir/getty Það reyndist sigurmarkið í einvíginu og Fulham henti því tuttuguogsjöföldum Ítalíumeisturum Juventus úr keppni. Enska liðið vann einvígið, 5-4 samanlagt. Mörkin úr því má sjá hér fyrir neðan. Í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar vann Fulham Þýskalandsmeistara Wolfsburg, 3-1 samanlagt, og lagði svo annað þýskt lið, Hamburg, í undanúrslitunum, 2-1 samanlagt. Fulham tapaði svo naumlega fyrir Atlético Madrid, 2-1, í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Diego Forlán skoraði bæði mörk Atlético, það síðara fjórum mínútum fyrir lok framlengingar. Juventus og Fulham hafa farið ólíkar leiðir á síðustu árum. Juventus hefur orðið ítalskur meistari átta sinnum í röð á meðan Fulham er í B-deildinni. En stuðningsmenn liðsins geta alltaf ornað sér við minningarnar frá leiknum 18. mars 2010.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Sjá meira