Íslendingar sem voru í sóttkví á herspítala í Víetnam komnir heim Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 17. mars 2020 20:09 Frá sóttkví Íslendinganna í Víetnam. Þóra Valný Yngvadóttir Íslendingar sem voru í sóttkví á herspítala í Víetnam vegna gruns um að hafa smitast af kórónuveirunni létu eins og beljur að vorin þegar þeir voru látnir lausir á sunnudag að sögn einnar úr hópnum. Dvölin hafi líkst fangelsisvist. Eftir tíu daga í Víetnam var fjórum Íslendingum skipað að fara í sóttkví á herspítala eftir að smit hafði komið upp í báti sem þau höfðu ferðast í. „Við fórum þarna fyrst því við áttum að fara í heilsutékk svo keyrir maður inn um hliðið á herstöðinni en svo fær maður ekkert að fara út aftur,“ segir Þóra Valný Yngvadóttir. Þetta hafi verið aðferðin til að ná ferðamönnum inn á spítalann. Hermenn sem unnu á spítalanum hafi lítið kunnað til verka. „Þetta var mjög gömul bygging og baðherbergin voru mjög óásjáleg og það var fastur skítur í öllu.“ Mjög heitt á spítalanum, enginn loftræsting og yfir 35 stiga hiti úti. „Það voru rimlar fyrir gluggum og svo er múrveggur þarna með gaddavírsgirðingu sem jók á innilokunarkenndina.“ Maturinn hafi verið ólystugur og aðeins ein klósettrúlla í boði sem duga átti í 14 daga. „Það gekk ekki alveg eftir þannig að við fengum klósettpappír frá ferðaskrifstofunni,“ segir Þóra. Þrátt fyrir allt hafi dvöl þeirra verið bærileg enda í góðra vina hópi. Þau hafi verið í góðu sambandi við ræðismanninn i Víetnam. Síðast liðinn sunnudag fengu þau loks þær fréttir að þau mættu fara heim, eftir sjö daga á herspítalanum. „Það var eins og beljur á vorin, við vorum hlaupandi fram og til baka.“ Fjórmenningarnir komu til Íslands í gær, þau hafa ekki fundið fyrir einkennum en nú eru liðnir 14 dagar síðan þau voru á bátnum. Þau hafa ekki fengið upplýsingar frá yfirvöldum um stöðu sína en hafa haldið sig heima. „Við höfum reynt að ná í sóttvarnalækni í morgun og höldum áfram að reyna.“ Víetnam Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íslendingarnir lausir úr sóttkví í Víetnam og á heimleið Fjórir Íslendingar sem voru í sóttkví í Víetnam eru á leið til landsins. 16. mars 2020 12:17 Unnið að því að fá Íslendinga í sóttkví í Víetnam heim Fjórir Íslendingar eru enn í sóttkví í Víetnam. Utanríkisráðuneytið vinnur í því að koma þeim fyrr heim úr sóttkvínni reynist þeir ekki smitaðir. 14. mars 2020 13:19 Eitt að fara í sóttkví en annað að vera „hreinlega settur í fangelsi“ Þóra Valný Yngvadóttir, ein fjögurra Íslendinga sem er í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, segir dvölina þar líkjast fangelsisvist. 10. mars 2020 20:03 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Íslendingar sem voru í sóttkví á herspítala í Víetnam vegna gruns um að hafa smitast af kórónuveirunni létu eins og beljur að vorin þegar þeir voru látnir lausir á sunnudag að sögn einnar úr hópnum. Dvölin hafi líkst fangelsisvist. Eftir tíu daga í Víetnam var fjórum Íslendingum skipað að fara í sóttkví á herspítala eftir að smit hafði komið upp í báti sem þau höfðu ferðast í. „Við fórum þarna fyrst því við áttum að fara í heilsutékk svo keyrir maður inn um hliðið á herstöðinni en svo fær maður ekkert að fara út aftur,“ segir Þóra Valný Yngvadóttir. Þetta hafi verið aðferðin til að ná ferðamönnum inn á spítalann. Hermenn sem unnu á spítalanum hafi lítið kunnað til verka. „Þetta var mjög gömul bygging og baðherbergin voru mjög óásjáleg og það var fastur skítur í öllu.“ Mjög heitt á spítalanum, enginn loftræsting og yfir 35 stiga hiti úti. „Það voru rimlar fyrir gluggum og svo er múrveggur þarna með gaddavírsgirðingu sem jók á innilokunarkenndina.“ Maturinn hafi verið ólystugur og aðeins ein klósettrúlla í boði sem duga átti í 14 daga. „Það gekk ekki alveg eftir þannig að við fengum klósettpappír frá ferðaskrifstofunni,“ segir Þóra. Þrátt fyrir allt hafi dvöl þeirra verið bærileg enda í góðra vina hópi. Þau hafi verið í góðu sambandi við ræðismanninn i Víetnam. Síðast liðinn sunnudag fengu þau loks þær fréttir að þau mættu fara heim, eftir sjö daga á herspítalanum. „Það var eins og beljur á vorin, við vorum hlaupandi fram og til baka.“ Fjórmenningarnir komu til Íslands í gær, þau hafa ekki fundið fyrir einkennum en nú eru liðnir 14 dagar síðan þau voru á bátnum. Þau hafa ekki fengið upplýsingar frá yfirvöldum um stöðu sína en hafa haldið sig heima. „Við höfum reynt að ná í sóttvarnalækni í morgun og höldum áfram að reyna.“
Víetnam Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íslendingarnir lausir úr sóttkví í Víetnam og á heimleið Fjórir Íslendingar sem voru í sóttkví í Víetnam eru á leið til landsins. 16. mars 2020 12:17 Unnið að því að fá Íslendinga í sóttkví í Víetnam heim Fjórir Íslendingar eru enn í sóttkví í Víetnam. Utanríkisráðuneytið vinnur í því að koma þeim fyrr heim úr sóttkvínni reynist þeir ekki smitaðir. 14. mars 2020 13:19 Eitt að fara í sóttkví en annað að vera „hreinlega settur í fangelsi“ Þóra Valný Yngvadóttir, ein fjögurra Íslendinga sem er í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, segir dvölina þar líkjast fangelsisvist. 10. mars 2020 20:03 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Íslendingarnir lausir úr sóttkví í Víetnam og á heimleið Fjórir Íslendingar sem voru í sóttkví í Víetnam eru á leið til landsins. 16. mars 2020 12:17
Unnið að því að fá Íslendinga í sóttkví í Víetnam heim Fjórir Íslendingar eru enn í sóttkví í Víetnam. Utanríkisráðuneytið vinnur í því að koma þeim fyrr heim úr sóttkvínni reynist þeir ekki smitaðir. 14. mars 2020 13:19
Eitt að fara í sóttkví en annað að vera „hreinlega settur í fangelsi“ Þóra Valný Yngvadóttir, ein fjögurra Íslendinga sem er í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, segir dvölina þar líkjast fangelsisvist. 10. mars 2020 20:03