Rússnesk skúffufyrirtæki vilja 50 milljarða dala frá Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2020 15:19 Yevgeniy Viktorovich Prigozhin, sem kallaður er „kokkur Pútín“ á fyrirtækin sem um ræðir. Gety/Mikhail Metzel Forsvarsmenn rússnesku skúffufyrirtækjanna Concord Management og Concord Consulting segjast ætla að höfða mál gegn bandaríska ríkinu og fara fram á 50 milljarða dala í skaðabætur. Það vilja þeir gera eftir að bandarískir saksóknarar lögðu til að fella niður mál gegn fyrirtækjunum fyrir að fjármagna afskipta- og áróðursherferð Rússa í tengslum við forsetakosningarnar 2016. Saksóknarar drógu í efa að réttarhöldin, sem áttu að hefjast í næsta mánuði, myndu skila nokkrum árangri. Þeir segja fyrirtækin hafa reynt að nota gögn málsins til að grafa undan Rússarannsókninni svokölluðu, neitað að framfylgja skipunum dómskerfis Bandaríkjanna og þar að auki væru hluti sönnunargagnanna gegn fyrirtækinu skilgreindur sem ríkisleyndarmál. Óttast var að fyrirtækin myndu birta viðkvæm gögn sem kæmu að málinu á netinu og því væri í hag bandaríska ríkisins að fella málið niður. Í tillögunni um að málið yrði fellt niður skrifuðu saksóknarar að starfsmenn fyrirtækjanna hafi notað gögn málsins og dómskerfi Bandaríkjanna til að fræðast um það hvernig yfirvöld greini og komi í veg fyrir afskipti annarra ríkja af kosningum í Bandaríkjunum. Þeir segja að með þessu sé ekki verið að gera lítið úr Rússarannsókninni og enn sé verið að eltast við aðra sem voru einnig ákærðir. Fyrirtækin tvö voru ákærð í Rússarannsókn Robert Mueller. Auk þeirra voru ákærður lagðar fram gegn Internet Research Agency og tólf starfsmönnum þess fyrirtækis, sem gengur einnig undir nafninu „Tröllaverksmiðjan“. Concord-fyrirtækin eru í eigu auðjöfursins Yevgeniy Viktorovich Prigozhin, sem kallaður er „Kokkur“ Vladimir Putin, forseta Rússlands. Hann hefur fjármagnað Tröllaverksmiðjuna í gegnum fyrirtækin og var einnig ákærður í Rússarannsókninni. Skúffufyrirtækin skilgreindu greiðslur til IRA sem greiðslur til hugbúnaðarþjónustu og þróunar. Greiðslurnar voru færðar í gegnum fjórtán mismunandi bankareikninga í mismunandi bönkum. Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Prigozhin sjálfur er veitingamaður sem fæddist í Pétursborg og ólst þar upp. Hann sat í fangelsi í níu ár fyrir rán, svik og vændi. Á tíunda áratug síðustu aldar opnaði hann veitingastaði í Pétursborg og þar á meðal veitingastaðinn New Island Reustaurant, sem er á báti. Þar hefur Vladimir Putin snætt með erlendum erindrekum og stjórnmálamönnum eins og Jacques Chirac, fyrrverandi forseta Frakklands, og George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Minnst einu sinni hefur Putin haldið upp á afmæli sitt á veitingastaðnum. Undanfarin ár hefur hann gert stærðarinnar samninga við rússneska ríkið og fæðir meðal annars öll skólabörn í Moskvu og rússneska hermenn. Prigozhin fjármagnar einnig fyrirtækið Wagner PMC sem gerir út rússneska hermenn sem málaliða í Úkraínu, Sýrlandi, Afríku og víðar. Í yfirlýsingu frá skúffufyrirtækjum Prigozhin segir að undirbúningur lögsóknar gegn Bandaríkjunum standi nú yfir. Enn fremur segir að það að málið hafi verið fellt niður sé til marks um að málið hafi verið „byggt á lygum ætlað að koma sökinni á Rússa fyrir innanríkisvandamál Bandaríkjanna,“ samkvæmt frétt Reuters. Bandaríkin Rússland Rússarannsóknin Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Sjá meira
Forsvarsmenn rússnesku skúffufyrirtækjanna Concord Management og Concord Consulting segjast ætla að höfða mál gegn bandaríska ríkinu og fara fram á 50 milljarða dala í skaðabætur. Það vilja þeir gera eftir að bandarískir saksóknarar lögðu til að fella niður mál gegn fyrirtækjunum fyrir að fjármagna afskipta- og áróðursherferð Rússa í tengslum við forsetakosningarnar 2016. Saksóknarar drógu í efa að réttarhöldin, sem áttu að hefjast í næsta mánuði, myndu skila nokkrum árangri. Þeir segja fyrirtækin hafa reynt að nota gögn málsins til að grafa undan Rússarannsókninni svokölluðu, neitað að framfylgja skipunum dómskerfis Bandaríkjanna og þar að auki væru hluti sönnunargagnanna gegn fyrirtækinu skilgreindur sem ríkisleyndarmál. Óttast var að fyrirtækin myndu birta viðkvæm gögn sem kæmu að málinu á netinu og því væri í hag bandaríska ríkisins að fella málið niður. Í tillögunni um að málið yrði fellt niður skrifuðu saksóknarar að starfsmenn fyrirtækjanna hafi notað gögn málsins og dómskerfi Bandaríkjanna til að fræðast um það hvernig yfirvöld greini og komi í veg fyrir afskipti annarra ríkja af kosningum í Bandaríkjunum. Þeir segja að með þessu sé ekki verið að gera lítið úr Rússarannsókninni og enn sé verið að eltast við aðra sem voru einnig ákærðir. Fyrirtækin tvö voru ákærð í Rússarannsókn Robert Mueller. Auk þeirra voru ákærður lagðar fram gegn Internet Research Agency og tólf starfsmönnum þess fyrirtækis, sem gengur einnig undir nafninu „Tröllaverksmiðjan“. Concord-fyrirtækin eru í eigu auðjöfursins Yevgeniy Viktorovich Prigozhin, sem kallaður er „Kokkur“ Vladimir Putin, forseta Rússlands. Hann hefur fjármagnað Tröllaverksmiðjuna í gegnum fyrirtækin og var einnig ákærður í Rússarannsókninni. Skúffufyrirtækin skilgreindu greiðslur til IRA sem greiðslur til hugbúnaðarþjónustu og þróunar. Greiðslurnar voru færðar í gegnum fjórtán mismunandi bankareikninga í mismunandi bönkum. Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Prigozhin sjálfur er veitingamaður sem fæddist í Pétursborg og ólst þar upp. Hann sat í fangelsi í níu ár fyrir rán, svik og vændi. Á tíunda áratug síðustu aldar opnaði hann veitingastaði í Pétursborg og þar á meðal veitingastaðinn New Island Reustaurant, sem er á báti. Þar hefur Vladimir Putin snætt með erlendum erindrekum og stjórnmálamönnum eins og Jacques Chirac, fyrrverandi forseta Frakklands, og George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Minnst einu sinni hefur Putin haldið upp á afmæli sitt á veitingastaðnum. Undanfarin ár hefur hann gert stærðarinnar samninga við rússneska ríkið og fæðir meðal annars öll skólabörn í Moskvu og rússneska hermenn. Prigozhin fjármagnar einnig fyrirtækið Wagner PMC sem gerir út rússneska hermenn sem málaliða í Úkraínu, Sýrlandi, Afríku og víðar. Í yfirlýsingu frá skúffufyrirtækjum Prigozhin segir að undirbúningur lögsóknar gegn Bandaríkjunum standi nú yfir. Enn fremur segir að það að málið hafi verið fellt niður sé til marks um að málið hafi verið „byggt á lygum ætlað að koma sökinni á Rússa fyrir innanríkisvandamál Bandaríkjanna,“ samkvæmt frétt Reuters.
Bandaríkin Rússland Rússarannsóknin Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Borgarísjaki utan við Blönduós Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleiri fréttir Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Sjá meira