HSÍ teiknað upp ýmsar sviðsmyndir Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2020 07:00 Ágúst Þór Jóhannsson og Róbert Geir Gíslason voru í Seinni bylgjunni í gærkvöld. skjáskot/stöð 2 sport Öll keppni í handbolta á Íslandi er komin í ótímabundið hlé vegna kórónuveirunnar. Framkvæmdastjóri HSÍ segir nokkrar leiðir hafa verið ræddar varðandi lok Íslandsmótsins, fari svo að hægt verði að spila meira fyrir sumar. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, var á meðal gesta í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem hann fór yfir stöðuna. Innslagið má sjá hér að neðan. Róbert sagði handboltahreyfinguna ekki hafa kvartað þegar niðurstaðan um algjört handboltahlé lá fyrir síðasta föstudag: „Hreyfingin tók þessu mjög vel. Það var frekar það að hún væri farin að hvetja okkur til þess að „cancelera“. Við vorum farin að sjá leikmenn í liðum sem voru sýktir og komnir í sóttkví, og það var ekkert annað að gera á þeim tímapunkti en að slaufa þessu um óákveðinn tíma og taka vonandi upp þráðinn fljótlega,“ sagði Róbert. „Þegar við frestuðum á föstudaginn vorum við með á teikniborðinu að flýta Olísdeildum karla og kvenna. Við ætluðum að klára þær í þessari viku ef að tækifæri hefði gefist, og þétta deildirnar til að reyna að klára deildakeppnirnar. Það væri vissulega betri staða í dag að vera búin með deildakeppnirnar og eiga bara úrslitakeppnirnar eftir. En það tókst ekki og núna erum við búin að teikna upp sviðsmyndir fyrir það hvernig við getum spilað úrslitakeppnir ef til þess kemur. En það fer í rauninni allt eftir tímarammanum. Hvaða tímaramma við höfum þegar samkomubanninu verður aflétt. Hvort það verða fimm vikur, fjórar vikur... liðin þurfa líka að fá að æfa áður. Við getum því engu svarað um þetta á þessum tímapunkti,“ sagði Róbert. Róbert segir að eins og staðan sé núna þurfi keppni karla að vera lokið 31. maí og keppni kvenna 24. maí, vegna landsliðsverkefna sumarsins. Tíminn er því naumur en ef að hægt verður að spila úrslitakeppnir Íslandsmótanna með einhverjum hætti í vor þá verður það reynt: „Við ætlum að halda því algjörlega opnu. Við erum búnir að teikna upp einhverjar fjórar mismunandi leiðir. Það er hægt að fara í Evrópukeppnisfyrirkomulagið, þar sem liðin spila einn leik heima og einn að heiman. Það er hægt að stytta úrslitakeppnina með því að nóg sé að vinna tvo leiki en ekki þrjá, eða jafnvel að nóg sé að vinna einn leik í 8-liða úrslitum. Það eru alls konar leiðir færar. Villtasta hugmyndin sem við höfum velt upp er að fara í einhvers konar final 4 helgi. Við erum því með alls konar sviðsmyndir uppi en það er ótímabært núna að ræða einhverja ákveðna hugmynd því við vitum ekki hvaða tíma við höfum,“ sagði Róbert. Hann sagðist einfaldlega ekki geta svarað því hvað gert yrði ef ekki yrði meira spilað fyrir sumar. Klippa: Róbert hjá HSÍ í Seinni bylgjunni Seinni bylgjan Olís-deild karla Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Jóhann lék sér með stólinn hjá Ágústi og strákarnir misstu andlitið Seinni bylgjan var á dagskrá Stöðvar 2 Sports á fimmtudagskvöldið þar sem Henry Birgir Gunnarsson og spekingar hans gerðu upp síðustu umferð Olís-deildarinnar. 14. mars 2020 23:00 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Öll keppni í handbolta á Íslandi er komin í ótímabundið hlé vegna kórónuveirunnar. Framkvæmdastjóri HSÍ segir nokkrar leiðir hafa verið ræddar varðandi lok Íslandsmótsins, fari svo að hægt verði að spila meira fyrir sumar. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, var á meðal gesta í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem hann fór yfir stöðuna. Innslagið má sjá hér að neðan. Róbert sagði handboltahreyfinguna ekki hafa kvartað þegar niðurstaðan um algjört handboltahlé lá fyrir síðasta föstudag: „Hreyfingin tók þessu mjög vel. Það var frekar það að hún væri farin að hvetja okkur til þess að „cancelera“. Við vorum farin að sjá leikmenn í liðum sem voru sýktir og komnir í sóttkví, og það var ekkert annað að gera á þeim tímapunkti en að slaufa þessu um óákveðinn tíma og taka vonandi upp þráðinn fljótlega,“ sagði Róbert. „Þegar við frestuðum á föstudaginn vorum við með á teikniborðinu að flýta Olísdeildum karla og kvenna. Við ætluðum að klára þær í þessari viku ef að tækifæri hefði gefist, og þétta deildirnar til að reyna að klára deildakeppnirnar. Það væri vissulega betri staða í dag að vera búin með deildakeppnirnar og eiga bara úrslitakeppnirnar eftir. En það tókst ekki og núna erum við búin að teikna upp sviðsmyndir fyrir það hvernig við getum spilað úrslitakeppnir ef til þess kemur. En það fer í rauninni allt eftir tímarammanum. Hvaða tímaramma við höfum þegar samkomubanninu verður aflétt. Hvort það verða fimm vikur, fjórar vikur... liðin þurfa líka að fá að æfa áður. Við getum því engu svarað um þetta á þessum tímapunkti,“ sagði Róbert. Róbert segir að eins og staðan sé núna þurfi keppni karla að vera lokið 31. maí og keppni kvenna 24. maí, vegna landsliðsverkefna sumarsins. Tíminn er því naumur en ef að hægt verður að spila úrslitakeppnir Íslandsmótanna með einhverjum hætti í vor þá verður það reynt: „Við ætlum að halda því algjörlega opnu. Við erum búnir að teikna upp einhverjar fjórar mismunandi leiðir. Það er hægt að fara í Evrópukeppnisfyrirkomulagið, þar sem liðin spila einn leik heima og einn að heiman. Það er hægt að stytta úrslitakeppnina með því að nóg sé að vinna tvo leiki en ekki þrjá, eða jafnvel að nóg sé að vinna einn leik í 8-liða úrslitum. Það eru alls konar leiðir færar. Villtasta hugmyndin sem við höfum velt upp er að fara í einhvers konar final 4 helgi. Við erum því með alls konar sviðsmyndir uppi en það er ótímabært núna að ræða einhverja ákveðna hugmynd því við vitum ekki hvaða tíma við höfum,“ sagði Róbert. Hann sagðist einfaldlega ekki geta svarað því hvað gert yrði ef ekki yrði meira spilað fyrir sumar. Klippa: Róbert hjá HSÍ í Seinni bylgjunni
Seinni bylgjan Olís-deild karla Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Jóhann lék sér með stólinn hjá Ágústi og strákarnir misstu andlitið Seinni bylgjan var á dagskrá Stöðvar 2 Sports á fimmtudagskvöldið þar sem Henry Birgir Gunnarsson og spekingar hans gerðu upp síðustu umferð Olís-deildarinnar. 14. mars 2020 23:00 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Seinni bylgjan: Jóhann lék sér með stólinn hjá Ágústi og strákarnir misstu andlitið Seinni bylgjan var á dagskrá Stöðvar 2 Sports á fimmtudagskvöldið þar sem Henry Birgir Gunnarsson og spekingar hans gerðu upp síðustu umferð Olís-deildarinnar. 14. mars 2020 23:00
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti