Við sameinuðumst um að láta Eyjafjallajökul ekki buga okkur Kristján Már Unnarsson skrifar 18. apríl 2020 06:10 Katrín Júlíusdóttir fór með ferðamálin í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur þegar eldgosið braust út í Eyjafjallajökli. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Þegar eldgosið hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls í apríl 2010 voru aðeins átján mánuðir liðnir frá bankahruninu og Íslendingar enn að kljást við Icesave. Vonir höfðu vaknað um að ferðaþjónustan gæti orðið ný stoð í endurreistu efnahagslífi þegar dimm öskuský Eyjafjallajökuls settu allt í uppnám. Flugvellir lokuðust og afbókanir helltust yfir. „Þetta er bara einn eftirminnilegsti tími í mínu lífi,“ segir Katrín Júlíusdóttir í þáttum Stöðvar 2 um Eyjafjallajökul en hún var ráðherra ferðamála í gosinu. „Vegna þess að það sem gerist þarna er að maður verður vitni að einhverju þar sem fólk er bara ekki til í þetta mótlæti. Það var einhvern veginn komið nóg og ákveðið bara í sameiningu að fara áfram. Það hvernig stjórnvöldum og ferðaþjónustunni tókst að koma saman og vinna sameiginlega að því að gera þetta. Af því að einn aðilinn hefði ekki getað þetta án hins,“ segir Katrín. Hér má sjá upphafskafla fyrri þáttar: Eldgosið lamaði flugsamgöngur um alla Evrópu og varð stærsta frétt heimsfjölmiðlanna. Fréttamyndir af gráu öskumistrinu undir Eyjafjöllum virtust ekki boða neitt gott fyrir ímynd landsins. „Það tókst að snúa umfjöllun um gosið upp í jákvæða umfjöllun um Ísland, mjög jákvæða,“ segir Friðrik Pálsson, eigandi Hótels Rangár og fyrsti formaður stjórnar Íslandsstofu. „Ég held stundum að við höfum vanmetið hvað þetta hafði gríðarleg áhrif,“ segir Friðrik. Hrafnhildur Björnsdóttir var vettvangsstjóri Rauða krossins.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Ég er svo stolt af fólkinu hérna, og undir Eyjafjöllum. Þetta er svo mikið æðruleysi, tekist á við lífið. Já, og mér þykir svo vænt um það. Það er það sem stendur upp úr,“ segir Hrafnhildur Björnsdóttir, sem var vettvangsstjóri Rauða krossins á svæðinu. Þættina má nálgast á Stöð 2 Maraþoni en sá seinni verður auk þess endursýndur á Stöð 2 í dag, laugardag, kl. 17.15. Hér má sjá lokakafla síðari þáttar: Gos á Fimmvörðuhálsi Eldgos og jarðhræringar Rangárþing eystra Tengdar fréttir Lentu á þyrlu í gígnum tíu árum eftir eldgosið Flogið var niður í gígbotn Eyjafjallajökuls til að kanna hvernig hann liti út tíu árum eftir eldgosið vegna kvikmyndatöku fyrir upprifjun Stöðvar 2 á náttúruhamförunum. 16. apríl 2020 08:30 Er fyrst núna að geta talað um gosið án þess að fara að gráta Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2. 5. apríl 2020 08:10 Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Eldfjallafræðingurinn hafði aldrei séð svo stórkostlegan hraunfoss Hraunfossarnir sem fylgdu eldgosinu á Fimmvörðuhálsi eru með mögnuðustu náttúruundrum sem menn hafa orðið vitni að hérlendis. Tíu ár eru liðin um þessar mundir frá því tugþúsundir Íslendinga lögðu leið sína að gosstöðvunum. 12. apríl 2020 06:36 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Þegar eldgosið hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls í apríl 2010 voru aðeins átján mánuðir liðnir frá bankahruninu og Íslendingar enn að kljást við Icesave. Vonir höfðu vaknað um að ferðaþjónustan gæti orðið ný stoð í endurreistu efnahagslífi þegar dimm öskuský Eyjafjallajökuls settu allt í uppnám. Flugvellir lokuðust og afbókanir helltust yfir. „Þetta er bara einn eftirminnilegsti tími í mínu lífi,“ segir Katrín Júlíusdóttir í þáttum Stöðvar 2 um Eyjafjallajökul en hún var ráðherra ferðamála í gosinu. „Vegna þess að það sem gerist þarna er að maður verður vitni að einhverju þar sem fólk er bara ekki til í þetta mótlæti. Það var einhvern veginn komið nóg og ákveðið bara í sameiningu að fara áfram. Það hvernig stjórnvöldum og ferðaþjónustunni tókst að koma saman og vinna sameiginlega að því að gera þetta. Af því að einn aðilinn hefði ekki getað þetta án hins,“ segir Katrín. Hér má sjá upphafskafla fyrri þáttar: Eldgosið lamaði flugsamgöngur um alla Evrópu og varð stærsta frétt heimsfjölmiðlanna. Fréttamyndir af gráu öskumistrinu undir Eyjafjöllum virtust ekki boða neitt gott fyrir ímynd landsins. „Það tókst að snúa umfjöllun um gosið upp í jákvæða umfjöllun um Ísland, mjög jákvæða,“ segir Friðrik Pálsson, eigandi Hótels Rangár og fyrsti formaður stjórnar Íslandsstofu. „Ég held stundum að við höfum vanmetið hvað þetta hafði gríðarleg áhrif,“ segir Friðrik. Hrafnhildur Björnsdóttir var vettvangsstjóri Rauða krossins.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Ég er svo stolt af fólkinu hérna, og undir Eyjafjöllum. Þetta er svo mikið æðruleysi, tekist á við lífið. Já, og mér þykir svo vænt um það. Það er það sem stendur upp úr,“ segir Hrafnhildur Björnsdóttir, sem var vettvangsstjóri Rauða krossins á svæðinu. Þættina má nálgast á Stöð 2 Maraþoni en sá seinni verður auk þess endursýndur á Stöð 2 í dag, laugardag, kl. 17.15. Hér má sjá lokakafla síðari þáttar:
Gos á Fimmvörðuhálsi Eldgos og jarðhræringar Rangárþing eystra Tengdar fréttir Lentu á þyrlu í gígnum tíu árum eftir eldgosið Flogið var niður í gígbotn Eyjafjallajökuls til að kanna hvernig hann liti út tíu árum eftir eldgosið vegna kvikmyndatöku fyrir upprifjun Stöðvar 2 á náttúruhamförunum. 16. apríl 2020 08:30 Er fyrst núna að geta talað um gosið án þess að fara að gráta Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2. 5. apríl 2020 08:10 Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Eldfjallafræðingurinn hafði aldrei séð svo stórkostlegan hraunfoss Hraunfossarnir sem fylgdu eldgosinu á Fimmvörðuhálsi eru með mögnuðustu náttúruundrum sem menn hafa orðið vitni að hérlendis. Tíu ár eru liðin um þessar mundir frá því tugþúsundir Íslendinga lögðu leið sína að gosstöðvunum. 12. apríl 2020 06:36 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Lentu á þyrlu í gígnum tíu árum eftir eldgosið Flogið var niður í gígbotn Eyjafjallajökuls til að kanna hvernig hann liti út tíu árum eftir eldgosið vegna kvikmyndatöku fyrir upprifjun Stöðvar 2 á náttúruhamförunum. 16. apríl 2020 08:30
Er fyrst núna að geta talað um gosið án þess að fara að gráta Íbúar undir Eyjafjöllum, fulltrúar almannavarna og lögreglu, fólk sem vann að hjálparstarfi og forystumenn í ferðaþjónustu rifja upp eldgosið í Eyjafjallajökli í tveimur þáttum sem sýndir verða á Stöð 2. 5. apríl 2020 08:10
Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06
Eldfjallafræðingurinn hafði aldrei séð svo stórkostlegan hraunfoss Hraunfossarnir sem fylgdu eldgosinu á Fimmvörðuhálsi eru með mögnuðustu náttúruundrum sem menn hafa orðið vitni að hérlendis. Tíu ár eru liðin um þessar mundir frá því tugþúsundir Íslendinga lögðu leið sína að gosstöðvunum. 12. apríl 2020 06:36