Dómsdagur fyrir evrópska fótboltann: UEFA fundar með öllum í dag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. mars 2020 10:00 Hvenær fer EM alls staðar fram? vísir/getty Dagurinn í dag, 17. mars, er afar mikilvægur fyrir fótboltann í Evrópu. Þá verður nefnilega fundað um hvað gera skuli við Evrópumót karla sem á að fara fram í sumar og Meistara- og Evrópudeildina sem hafa verið settar á ís vegna kórónuveirunnar. Á tímum kórónuveirunnar þykir ekki skynsamlegt að margir komi saman undir sama þaki og því verður notast við fjarfundarbúnað. Á fundinum, sem hefst klukkan 13:00 að íslenskum tíma, verða fulltrúar allra 55 aðildarríkja UEFA, þ.á.m. Íslands, og aðrir hagsmunaaðilar. EM alls staðar átti að fara fram 12. júní til 12. júlí en nánast engar líkur eru á að svo verði. Rætt hefur verið um að færa EM til loka þessa árs eða fram á næsta sumar. Í viðtali í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, að sér hugnaðist seinni kosturinn betur. „Ég er hrifnari af því að fara með þetta fram á næsta sumar, upp á undirbúninginn, tíðarfarið og stemmninguna í kringum keppnina,“ sagði Guðni. Einn hængur er þó á því færa EM fram á næsta sumar því þá fer EM kvenna fram í Englandi. Undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikurinn á EM karla áttu að fara fram á Wembley og það kallar því á tilfæringar. Klippa: Guðni um EM Á fundi UEFA verður einnig ákveðið hvenær eða hvort umspilið fyrir EM fari fram. Ísland átti að mæta Rúmeníu á Laugardalsvelli 26. mars. Fimm dögum síðar átti sigurvegarinn að mæta annað hvort Búlgaríu eða Ungverjalandi. Rætt hefur verið um að nýta tímann þegar EM átti að fara fram til að ljúka leikjum í umspili, klára Meistara- og Evrópudeildina og vetrardeildirnar í Evrópu. Þá hefur sú hugmynd að sleppa umspilinu og hafa 20 lið á EM í stað 24 einnig verið nefnd. Það hugnast Íslendingum alls ekki. Keppni var í Meistara- og Evrópudeildinni var hætt í 16-liða úrslitum. Á fundinum verður rætt hvernig, eða hvort, eigi að klára þessar keppnir. Meðal hugmynda sem fram hafa komið er að aðeins einn leikur verði í 8-liða úrslitum keppnanna og undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikurinn myndu fara fram í sömu borg. Það yrði þá eins konar úrslitahelgi eins og þekkt er í handbolta. "UEFA are doing all that they can to ensure many people are heard, because there is a lot of different opinions. It's not going to be easy."@skysports_bryan talks you through who will be talking to who today as UEFA seeks to rearrange the European football schedule. pic.twitter.com/g8BlZ8iGyR— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 17, 2020 Spurningarnar eru margar og vonandi fást svör við þeim eftir fundinn í dag. EM 2020 í fótbolta Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir UEFA hafði bókað hótelherbergi í Kaupmannahöfn vegna EM en hefur nú afbókað þau öll Danski fjölmiðillinn BT greinir frá því að UEFA hafi afbókað öll þau herbergi sem sambandið hafði pantað fyrir Evrópumótið sem átti, að hluta til, að fara fram í Kaupmannahöfn í sumar. 17. mars 2020 08:00 UEFA krefst hárra bóta vegna frestunar EM UEFA mun krefjast 275 milljóna punda, jafnvirði um 46 milljarða króna, frá aðildarfélögum sínum og deildum til að bregðast við tapinu af því að fresta EM karla í fótbolta um eitt ár. 17. mars 2020 06:00 50-60 milljónir í súginn verði frestað | KSÍ leitað til borgar og ríkis Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fór yfir ýmis úrlausnarefni tengd kórónuveirunni í Sportinu í dag. Sambandið hefur leitað til UEFA, Reykjavíkurborgar og ríkisins vegna hás kostnaðar við EM-umspilið. 16. mars 2020 23:00 Rúmenar fara fram á frestun Fátt bendir til þess að Ísland og Rúmenía mætist á Laugardalsvelli 26. mars, í umspili um sæti á EM karla í fótbolta. Rúmenska knattspyrnusambandið mun á morgun formlega óska eftir því að umspilinu verði frestað. 16. mars 2020 18:00 Guðni segir að þriðja sæti riðilsins gæti mögulega skilað Íslandi á EM Ísland náði nítján stigum í undankeppni EM 2020 og þau stig gætu mögulega á endanum skilað íslenska liðinu inn í úrslitakeppnina. 16. mars 2020 15:51 AS segir UEFA með hugmyndir um Meistaradeildina: Einn leikur í 8-liða úrslitunum og úrslitahelgi í Istanbúl Spænski miðillinn AS greinir frá því að UEFA muni á morgun koma fram með þær hugmyndir sem þeir huga að sé best fyrir Meistaradeild Evrópu sem og Evrópudeildina. Forráðamenn knattspyrnuhreyfingarinnar munu þá funda. 16. mars 2020 07:00 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
Dagurinn í dag, 17. mars, er afar mikilvægur fyrir fótboltann í Evrópu. Þá verður nefnilega fundað um hvað gera skuli við Evrópumót karla sem á að fara fram í sumar og Meistara- og Evrópudeildina sem hafa verið settar á ís vegna kórónuveirunnar. Á tímum kórónuveirunnar þykir ekki skynsamlegt að margir komi saman undir sama þaki og því verður notast við fjarfundarbúnað. Á fundinum, sem hefst klukkan 13:00 að íslenskum tíma, verða fulltrúar allra 55 aðildarríkja UEFA, þ.á.m. Íslands, og aðrir hagsmunaaðilar. EM alls staðar átti að fara fram 12. júní til 12. júlí en nánast engar líkur eru á að svo verði. Rætt hefur verið um að færa EM til loka þessa árs eða fram á næsta sumar. Í viðtali í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, að sér hugnaðist seinni kosturinn betur. „Ég er hrifnari af því að fara með þetta fram á næsta sumar, upp á undirbúninginn, tíðarfarið og stemmninguna í kringum keppnina,“ sagði Guðni. Einn hængur er þó á því færa EM fram á næsta sumar því þá fer EM kvenna fram í Englandi. Undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikurinn á EM karla áttu að fara fram á Wembley og það kallar því á tilfæringar. Klippa: Guðni um EM Á fundi UEFA verður einnig ákveðið hvenær eða hvort umspilið fyrir EM fari fram. Ísland átti að mæta Rúmeníu á Laugardalsvelli 26. mars. Fimm dögum síðar átti sigurvegarinn að mæta annað hvort Búlgaríu eða Ungverjalandi. Rætt hefur verið um að nýta tímann þegar EM átti að fara fram til að ljúka leikjum í umspili, klára Meistara- og Evrópudeildina og vetrardeildirnar í Evrópu. Þá hefur sú hugmynd að sleppa umspilinu og hafa 20 lið á EM í stað 24 einnig verið nefnd. Það hugnast Íslendingum alls ekki. Keppni var í Meistara- og Evrópudeildinni var hætt í 16-liða úrslitum. Á fundinum verður rætt hvernig, eða hvort, eigi að klára þessar keppnir. Meðal hugmynda sem fram hafa komið er að aðeins einn leikur verði í 8-liða úrslitum keppnanna og undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikurinn myndu fara fram í sömu borg. Það yrði þá eins konar úrslitahelgi eins og þekkt er í handbolta. "UEFA are doing all that they can to ensure many people are heard, because there is a lot of different opinions. It's not going to be easy."@skysports_bryan talks you through who will be talking to who today as UEFA seeks to rearrange the European football schedule. pic.twitter.com/g8BlZ8iGyR— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 17, 2020 Spurningarnar eru margar og vonandi fást svör við þeim eftir fundinn í dag.
EM 2020 í fótbolta Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir UEFA hafði bókað hótelherbergi í Kaupmannahöfn vegna EM en hefur nú afbókað þau öll Danski fjölmiðillinn BT greinir frá því að UEFA hafi afbókað öll þau herbergi sem sambandið hafði pantað fyrir Evrópumótið sem átti, að hluta til, að fara fram í Kaupmannahöfn í sumar. 17. mars 2020 08:00 UEFA krefst hárra bóta vegna frestunar EM UEFA mun krefjast 275 milljóna punda, jafnvirði um 46 milljarða króna, frá aðildarfélögum sínum og deildum til að bregðast við tapinu af því að fresta EM karla í fótbolta um eitt ár. 17. mars 2020 06:00 50-60 milljónir í súginn verði frestað | KSÍ leitað til borgar og ríkis Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fór yfir ýmis úrlausnarefni tengd kórónuveirunni í Sportinu í dag. Sambandið hefur leitað til UEFA, Reykjavíkurborgar og ríkisins vegna hás kostnaðar við EM-umspilið. 16. mars 2020 23:00 Rúmenar fara fram á frestun Fátt bendir til þess að Ísland og Rúmenía mætist á Laugardalsvelli 26. mars, í umspili um sæti á EM karla í fótbolta. Rúmenska knattspyrnusambandið mun á morgun formlega óska eftir því að umspilinu verði frestað. 16. mars 2020 18:00 Guðni segir að þriðja sæti riðilsins gæti mögulega skilað Íslandi á EM Ísland náði nítján stigum í undankeppni EM 2020 og þau stig gætu mögulega á endanum skilað íslenska liðinu inn í úrslitakeppnina. 16. mars 2020 15:51 AS segir UEFA með hugmyndir um Meistaradeildina: Einn leikur í 8-liða úrslitunum og úrslitahelgi í Istanbúl Spænski miðillinn AS greinir frá því að UEFA muni á morgun koma fram með þær hugmyndir sem þeir huga að sé best fyrir Meistaradeild Evrópu sem og Evrópudeildina. Forráðamenn knattspyrnuhreyfingarinnar munu þá funda. 16. mars 2020 07:00 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
UEFA hafði bókað hótelherbergi í Kaupmannahöfn vegna EM en hefur nú afbókað þau öll Danski fjölmiðillinn BT greinir frá því að UEFA hafi afbókað öll þau herbergi sem sambandið hafði pantað fyrir Evrópumótið sem átti, að hluta til, að fara fram í Kaupmannahöfn í sumar. 17. mars 2020 08:00
UEFA krefst hárra bóta vegna frestunar EM UEFA mun krefjast 275 milljóna punda, jafnvirði um 46 milljarða króna, frá aðildarfélögum sínum og deildum til að bregðast við tapinu af því að fresta EM karla í fótbolta um eitt ár. 17. mars 2020 06:00
50-60 milljónir í súginn verði frestað | KSÍ leitað til borgar og ríkis Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fór yfir ýmis úrlausnarefni tengd kórónuveirunni í Sportinu í dag. Sambandið hefur leitað til UEFA, Reykjavíkurborgar og ríkisins vegna hás kostnaðar við EM-umspilið. 16. mars 2020 23:00
Rúmenar fara fram á frestun Fátt bendir til þess að Ísland og Rúmenía mætist á Laugardalsvelli 26. mars, í umspili um sæti á EM karla í fótbolta. Rúmenska knattspyrnusambandið mun á morgun formlega óska eftir því að umspilinu verði frestað. 16. mars 2020 18:00
Guðni segir að þriðja sæti riðilsins gæti mögulega skilað Íslandi á EM Ísland náði nítján stigum í undankeppni EM 2020 og þau stig gætu mögulega á endanum skilað íslenska liðinu inn í úrslitakeppnina. 16. mars 2020 15:51
AS segir UEFA með hugmyndir um Meistaradeildina: Einn leikur í 8-liða úrslitunum og úrslitahelgi í Istanbúl Spænski miðillinn AS greinir frá því að UEFA muni á morgun koma fram með þær hugmyndir sem þeir huga að sé best fyrir Meistaradeild Evrópu sem og Evrópudeildina. Forráðamenn knattspyrnuhreyfingarinnar munu þá funda. 16. mars 2020 07:00