Viðskipti stöðvuð rétt eftir opnun markaða vestanhafs, aftur Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2020 13:50 AP/Mary Altaffer Öll viðskipti á bandarískum mörkuðum voru stöðvuð sjálfkrafa í fimmtán mínútur, skömmu eftir að markaðir opnuðu í morgun. Um sjálfvirkt viðbragð við mikilli lækkun vísitala er að ræða en Dow vísitalan lækkaði um 2.250 stig eða 9,7 prósent áður en viðskiptin voru stöðvuð. Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði í gær stýrivexti sína niður í næstum ekkert og hét 700 milljarða dala innspýtingu í bandarískt efnahagslíf, um 95 þúsund milljarða króna, vegna áhrifa útbreiðslu kórónuveirunnar. Markmiðið var að draga úr áhrifum faraldursins á markaði en mikil lækkun hefur átt sér stað á verðbréfamörkuðum um heim allan á undanförnum dögum. Sjá einnig: Rauðar tölur í Kauphöllinni við opnun markaða Það sama var á teningnum fyrir viku síðan og þá voru viðskipti einnig stöðvuð. Það var þá í fyrsta sinn frá hruninu 2008. BREAKING: Dow plunges 2,250 points, 9.7%, as more of US economy shuts down because of coronavirus outbreak. Trading temporarily halted. https://t.co/1UKiBHyIzV— The Associated Press (@AP) March 16, 2020 Viðskipti voru einnig stöðvuð skömmu eftir opnun í brasilíu. Þá varð einnig mikil lækkun á mörkuðum í Asíu og í Evrópu í morgun. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar lækkuðu vísitölur í Evrópu og í Asíu um allt að tíu prósent og verð hráolíu sömuleiðis. Leiðtogar G7 ríkjanna munu ræða saman í dag um stöðuna og fjármálaráðherrar Evrópu eiga sömuleiðis í viðræðum um það hvernig grípa má til aðgerða og hjálpa efnahagskerfum í gegnum þessa erfiðu tíma. Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Öll viðskipti á bandarískum mörkuðum voru stöðvuð sjálfkrafa í fimmtán mínútur, skömmu eftir að markaðir opnuðu í morgun. Um sjálfvirkt viðbragð við mikilli lækkun vísitala er að ræða en Dow vísitalan lækkaði um 2.250 stig eða 9,7 prósent áður en viðskiptin voru stöðvuð. Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði í gær stýrivexti sína niður í næstum ekkert og hét 700 milljarða dala innspýtingu í bandarískt efnahagslíf, um 95 þúsund milljarða króna, vegna áhrifa útbreiðslu kórónuveirunnar. Markmiðið var að draga úr áhrifum faraldursins á markaði en mikil lækkun hefur átt sér stað á verðbréfamörkuðum um heim allan á undanförnum dögum. Sjá einnig: Rauðar tölur í Kauphöllinni við opnun markaða Það sama var á teningnum fyrir viku síðan og þá voru viðskipti einnig stöðvuð. Það var þá í fyrsta sinn frá hruninu 2008. BREAKING: Dow plunges 2,250 points, 9.7%, as more of US economy shuts down because of coronavirus outbreak. Trading temporarily halted. https://t.co/1UKiBHyIzV— The Associated Press (@AP) March 16, 2020 Viðskipti voru einnig stöðvuð skömmu eftir opnun í brasilíu. Þá varð einnig mikil lækkun á mörkuðum í Asíu og í Evrópu í morgun. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar lækkuðu vísitölur í Evrópu og í Asíu um allt að tíu prósent og verð hráolíu sömuleiðis. Leiðtogar G7 ríkjanna munu ræða saman í dag um stöðuna og fjármálaráðherrar Evrópu eiga sömuleiðis í viðræðum um það hvernig grípa má til aðgerða og hjálpa efnahagskerfum í gegnum þessa erfiðu tíma.
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira