Fólk mun eiga þess kost að fresta sólarlandaferðum sínum Jakob Bjarnar skrifar 16. mars 2020 13:49 Í raun væri verið að flúga með fólk út til að sitja í stofufangelsi á Spáni eins og staðan er í dag. Þeir sem eru að flækjast á götum úti án gildrar ástæðu eru sektaðir um milli 500 til 2000 evra. Ferðaskrifstofan Heimsferðir ætla að bregðast við þeim vanda sem upp er kominn en fólki þykir óásættanlegt að þurfa að halda áætlun og fljúga til sólarlanda til þess eins að vera lokað inni á herbergi. Vísir ræddi við Tómas J. Gestsson framkvæmdastjóra Heimsferða en honum þykir þetta ekki alveg sanngjarnt upplegg, að Heimsferðir hafi ákveðið uppá eigin spýtur að vilja fljúga fólki út á svæði sem skilgreint hafa verið sem hááhættusvæði. Ferðaskrifstofurnar funda með ferðamálastofu Stóru ferðaskrifstofurnar þrjár, Heimsferðir, Úrval Útsýn og Vita funduðu í gær með Ferðamálastofu og þar var ákveðið í sameiningu að vert væri að svo stöddu að halda áætlun. En, framhaldsfundur verður haldinn nú strax eftir hádegi. Þetta eru hinir almennu skilmálar sem um var rætt á fundinum að fólk eigi ekki endurgreiðslurétt. „Við sögðum fólki að við værum að bíða eftir niðurstöðum þess fundar og ætluðum þá að skoða þetta betur,“ segir Tómas. Tómas á Heimsferðum segir að niðurstaða þriggja ferðaskrifstofa með ferðamálastofu hafi leitt til þessarar niðurstöðu. Til stendur að bjóða farþegum ferðainneign kjósi þeir að hætta við ferðina. Hann segir sitt fyrirtæki þó ekki bundið af því hvað kemur út úr þeim fundi, þau vilja vera lausnamiðuð og nú liggi fyrir að fólki gefst kostur á að færa til ferðir sínar. Það verður gert með þeim hætti að fólk mun eiga inneign á ferð seinna innan þessa árs. Mörg fyrirtæki standa tæpt Fyrir liggur að ferðaskrifstofur sem og reyndar öll ferðaþjónustan á í stórkostlegum vandræðum vegna þeirrar stöðu sem komin er upp vegna kórónuveirunnar. „Það eru allir í erfiðleikum,“ segir Tómas en það sé þó ekki á borðinu hjá þeim að gjaldþrot blasi við. „En, þetta er harður bisness. Lítil álagning í þessum geira og þegar svona skellur á verður þetta enn erfiðara. Og það smitar svo út í aðrar greinar,“ segir Tómas. Þó ekki sé verið að horfa til gjaldþrots hjá Heimsferðum segir Tómas að hann viti til þess að mörg fyrirtæki standi tæpt. „Og eftir því sem þetta dregst, þeim mun erfiðara verður þetta.“ Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Telur galið að Heimsferðir vilji fljúga með sig á hááhættusvæði Jónína Símonardóttir segir farþega í spennitreyju, þeir verði að ákveða sjálfir hvort þeir fari eða ekki. 16. mars 2020 11:08 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Ferðaskrifstofan Heimsferðir ætla að bregðast við þeim vanda sem upp er kominn en fólki þykir óásættanlegt að þurfa að halda áætlun og fljúga til sólarlanda til þess eins að vera lokað inni á herbergi. Vísir ræddi við Tómas J. Gestsson framkvæmdastjóra Heimsferða en honum þykir þetta ekki alveg sanngjarnt upplegg, að Heimsferðir hafi ákveðið uppá eigin spýtur að vilja fljúga fólki út á svæði sem skilgreint hafa verið sem hááhættusvæði. Ferðaskrifstofurnar funda með ferðamálastofu Stóru ferðaskrifstofurnar þrjár, Heimsferðir, Úrval Útsýn og Vita funduðu í gær með Ferðamálastofu og þar var ákveðið í sameiningu að vert væri að svo stöddu að halda áætlun. En, framhaldsfundur verður haldinn nú strax eftir hádegi. Þetta eru hinir almennu skilmálar sem um var rætt á fundinum að fólk eigi ekki endurgreiðslurétt. „Við sögðum fólki að við værum að bíða eftir niðurstöðum þess fundar og ætluðum þá að skoða þetta betur,“ segir Tómas. Tómas á Heimsferðum segir að niðurstaða þriggja ferðaskrifstofa með ferðamálastofu hafi leitt til þessarar niðurstöðu. Til stendur að bjóða farþegum ferðainneign kjósi þeir að hætta við ferðina. Hann segir sitt fyrirtæki þó ekki bundið af því hvað kemur út úr þeim fundi, þau vilja vera lausnamiðuð og nú liggi fyrir að fólki gefst kostur á að færa til ferðir sínar. Það verður gert með þeim hætti að fólk mun eiga inneign á ferð seinna innan þessa árs. Mörg fyrirtæki standa tæpt Fyrir liggur að ferðaskrifstofur sem og reyndar öll ferðaþjónustan á í stórkostlegum vandræðum vegna þeirrar stöðu sem komin er upp vegna kórónuveirunnar. „Það eru allir í erfiðleikum,“ segir Tómas en það sé þó ekki á borðinu hjá þeim að gjaldþrot blasi við. „En, þetta er harður bisness. Lítil álagning í þessum geira og þegar svona skellur á verður þetta enn erfiðara. Og það smitar svo út í aðrar greinar,“ segir Tómas. Þó ekki sé verið að horfa til gjaldþrots hjá Heimsferðum segir Tómas að hann viti til þess að mörg fyrirtæki standi tæpt. „Og eftir því sem þetta dregst, þeim mun erfiðara verður þetta.“
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Telur galið að Heimsferðir vilji fljúga með sig á hááhættusvæði Jónína Símonardóttir segir farþega í spennitreyju, þeir verði að ákveða sjálfir hvort þeir fari eða ekki. 16. mars 2020 11:08 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Telur galið að Heimsferðir vilji fljúga með sig á hááhættusvæði Jónína Símonardóttir segir farþega í spennitreyju, þeir verði að ákveða sjálfir hvort þeir fari eða ekki. 16. mars 2020 11:08