Íslendingarnir lausir úr sóttkví í Víetnam og á heimleið Kristín Ólafsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 16. mars 2020 12:17 Frá sóttkví Íslendinganna í Víetnam. Þóra Valný Yngvadóttir Fjórir Íslendingar sem voru í sóttkví í Víetnam eru nú á heimleið. Ekki er vitað hver staða þeirra verður við komuna hingað til lands. Nóg hefur verið að gera hjá utanríkisráðuneytinu eftir að fjöldi landa í Evrópu greip til mjög umfangsmikilla aðgerða vegna kórónuveirunnar um helgina að sögn Maríu Mjallar Jónsdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. „Við svöruðum einhverjum 700 fyrirspurnum um helgina sem er miklu meira en við erum vön. Við erum búin að kalla út allt okkar fólk í rauninni. Þeir sem eru staddir í okkar sendiráðum erlendis eru að svara þegar það er nótt hjá okkur og við erum með fólk úr öllum okkar deildum í þessum svörunum.“ Sjá einnig: Eitt að fara í sóttkví en annað að vera „hreinlega settur í fangelsi“ Hún segir að fæstir sem hafi samband séu í vandræðum, flestir séu að leita eftir upplýsingum um það hvernig best sé að bera sig að. „Við erum að leiðbeina og upplýsa fólk um þær aðgerðir sem erlend stjórnvöld hafa gripið til og leiðbeina þeim eftir því sem við best getum.“ Enn sem komið er hafi ráðuneytið ekki upplýsingar um að fólk sé fast í útlöndum. Þá komist Íslendingar í Bandaríkjunum áfram heim til Íslands. „Það eru hins vegar mjög miklar breytingar á flugum þannig að fólk þarf að fylgjast vel með því flugi sem það hefur bókað.“ Munu fylgja fyrirmælum sóttvarnalæknis Utanríkisráðuneytið hefur síðustu daga unnið að því að koma fjórum Íslendingum sem voru í sóttkví í Víetnam heim. Þau eru nú stödd í Þýskalandi og eru á leið til Íslands á allra næstu klukkutímum. „Þeirra sóttkví er nú lokið og ég held að það sé mjög gott mál að þau séu komin úr þessum erfiðu aðstæðum. Sendiráðið okkar í Peking og ræðismaðurinn hefur verið í sambandi við þau í þessu ferli.“ Hvorki María Mjöll né Íslendingarnir fjórir vita hver staða þeirra verður við heimkomuna en 12 dagar eru síðan þau voru í nálægð við sýktan einstakling. Í samtali fréttastofu við einn Íslendinginn nú fyrir hádegi kom fram að þau muni fylgja fyrirmælum sóttvarnalæknis. Einn Íslendingurinn lýsti sóttkvínni í Víetnam sem fangelsisvist í liðinni viku. Vistarverurnar væru skítugar og fátæklegar, maturinn fábrotinn og hiti væri kæfandi. Þá höfðu Íslendingarnir fengið þær upplýsingar að kórónuveirusmit hefði komið upp um borð í skemmtiferðaskipi sem þeir voru á. Allir um borð í skipinu voru skikkaðir í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Víetnam Utanríkismál Tengdar fréttir Unnið að því að fá Íslendinga í sóttkví í Víetnam heim Fjórir Íslendingar eru enn í sóttkví í Víetnam. Utanríkisráðuneytið vinnur í því að koma þeim fyrr heim úr sóttkvínni reynist þeir ekki smitaðir. 14. mars 2020 13:19 Eitt að fara í sóttkví en annað að vera „hreinlega settur í fangelsi“ Þóra Valný Yngvadóttir, ein fjögurra Íslendinga sem er í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, segir dvölina þar líkjast fangelsisvist. 10. mars 2020 20:03 Fjórir Íslendingar í sóttkví í Víetnam Fjórir Íslendingar eru nú í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. 9. mars 2020 09:28 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Fjórir Íslendingar sem voru í sóttkví í Víetnam eru nú á heimleið. Ekki er vitað hver staða þeirra verður við komuna hingað til lands. Nóg hefur verið að gera hjá utanríkisráðuneytinu eftir að fjöldi landa í Evrópu greip til mjög umfangsmikilla aðgerða vegna kórónuveirunnar um helgina að sögn Maríu Mjallar Jónsdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. „Við svöruðum einhverjum 700 fyrirspurnum um helgina sem er miklu meira en við erum vön. Við erum búin að kalla út allt okkar fólk í rauninni. Þeir sem eru staddir í okkar sendiráðum erlendis eru að svara þegar það er nótt hjá okkur og við erum með fólk úr öllum okkar deildum í þessum svörunum.“ Sjá einnig: Eitt að fara í sóttkví en annað að vera „hreinlega settur í fangelsi“ Hún segir að fæstir sem hafi samband séu í vandræðum, flestir séu að leita eftir upplýsingum um það hvernig best sé að bera sig að. „Við erum að leiðbeina og upplýsa fólk um þær aðgerðir sem erlend stjórnvöld hafa gripið til og leiðbeina þeim eftir því sem við best getum.“ Enn sem komið er hafi ráðuneytið ekki upplýsingar um að fólk sé fast í útlöndum. Þá komist Íslendingar í Bandaríkjunum áfram heim til Íslands. „Það eru hins vegar mjög miklar breytingar á flugum þannig að fólk þarf að fylgjast vel með því flugi sem það hefur bókað.“ Munu fylgja fyrirmælum sóttvarnalæknis Utanríkisráðuneytið hefur síðustu daga unnið að því að koma fjórum Íslendingum sem voru í sóttkví í Víetnam heim. Þau eru nú stödd í Þýskalandi og eru á leið til Íslands á allra næstu klukkutímum. „Þeirra sóttkví er nú lokið og ég held að það sé mjög gott mál að þau séu komin úr þessum erfiðu aðstæðum. Sendiráðið okkar í Peking og ræðismaðurinn hefur verið í sambandi við þau í þessu ferli.“ Hvorki María Mjöll né Íslendingarnir fjórir vita hver staða þeirra verður við heimkomuna en 12 dagar eru síðan þau voru í nálægð við sýktan einstakling. Í samtali fréttastofu við einn Íslendinginn nú fyrir hádegi kom fram að þau muni fylgja fyrirmælum sóttvarnalæknis. Einn Íslendingurinn lýsti sóttkvínni í Víetnam sem fangelsisvist í liðinni viku. Vistarverurnar væru skítugar og fátæklegar, maturinn fábrotinn og hiti væri kæfandi. Þá höfðu Íslendingarnir fengið þær upplýsingar að kórónuveirusmit hefði komið upp um borð í skemmtiferðaskipi sem þeir voru á. Allir um borð í skipinu voru skikkaðir í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Víetnam Utanríkismál Tengdar fréttir Unnið að því að fá Íslendinga í sóttkví í Víetnam heim Fjórir Íslendingar eru enn í sóttkví í Víetnam. Utanríkisráðuneytið vinnur í því að koma þeim fyrr heim úr sóttkvínni reynist þeir ekki smitaðir. 14. mars 2020 13:19 Eitt að fara í sóttkví en annað að vera „hreinlega settur í fangelsi“ Þóra Valný Yngvadóttir, ein fjögurra Íslendinga sem er í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, segir dvölina þar líkjast fangelsisvist. 10. mars 2020 20:03 Fjórir Íslendingar í sóttkví í Víetnam Fjórir Íslendingar eru nú í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. 9. mars 2020 09:28 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Unnið að því að fá Íslendinga í sóttkví í Víetnam heim Fjórir Íslendingar eru enn í sóttkví í Víetnam. Utanríkisráðuneytið vinnur í því að koma þeim fyrr heim úr sóttkvínni reynist þeir ekki smitaðir. 14. mars 2020 13:19
Eitt að fara í sóttkví en annað að vera „hreinlega settur í fangelsi“ Þóra Valný Yngvadóttir, ein fjögurra Íslendinga sem er í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, segir dvölina þar líkjast fangelsisvist. 10. mars 2020 20:03
Fjórir Íslendingar í sóttkví í Víetnam Fjórir Íslendingar eru nú í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. 9. mars 2020 09:28