Íslendingarnir lausir úr sóttkví í Víetnam og á heimleið Kristín Ólafsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 16. mars 2020 12:17 Frá sóttkví Íslendinganna í Víetnam. Þóra Valný Yngvadóttir Fjórir Íslendingar sem voru í sóttkví í Víetnam eru nú á heimleið. Ekki er vitað hver staða þeirra verður við komuna hingað til lands. Nóg hefur verið að gera hjá utanríkisráðuneytinu eftir að fjöldi landa í Evrópu greip til mjög umfangsmikilla aðgerða vegna kórónuveirunnar um helgina að sögn Maríu Mjallar Jónsdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. „Við svöruðum einhverjum 700 fyrirspurnum um helgina sem er miklu meira en við erum vön. Við erum búin að kalla út allt okkar fólk í rauninni. Þeir sem eru staddir í okkar sendiráðum erlendis eru að svara þegar það er nótt hjá okkur og við erum með fólk úr öllum okkar deildum í þessum svörunum.“ Sjá einnig: Eitt að fara í sóttkví en annað að vera „hreinlega settur í fangelsi“ Hún segir að fæstir sem hafi samband séu í vandræðum, flestir séu að leita eftir upplýsingum um það hvernig best sé að bera sig að. „Við erum að leiðbeina og upplýsa fólk um þær aðgerðir sem erlend stjórnvöld hafa gripið til og leiðbeina þeim eftir því sem við best getum.“ Enn sem komið er hafi ráðuneytið ekki upplýsingar um að fólk sé fast í útlöndum. Þá komist Íslendingar í Bandaríkjunum áfram heim til Íslands. „Það eru hins vegar mjög miklar breytingar á flugum þannig að fólk þarf að fylgjast vel með því flugi sem það hefur bókað.“ Munu fylgja fyrirmælum sóttvarnalæknis Utanríkisráðuneytið hefur síðustu daga unnið að því að koma fjórum Íslendingum sem voru í sóttkví í Víetnam heim. Þau eru nú stödd í Þýskalandi og eru á leið til Íslands á allra næstu klukkutímum. „Þeirra sóttkví er nú lokið og ég held að það sé mjög gott mál að þau séu komin úr þessum erfiðu aðstæðum. Sendiráðið okkar í Peking og ræðismaðurinn hefur verið í sambandi við þau í þessu ferli.“ Hvorki María Mjöll né Íslendingarnir fjórir vita hver staða þeirra verður við heimkomuna en 12 dagar eru síðan þau voru í nálægð við sýktan einstakling. Í samtali fréttastofu við einn Íslendinginn nú fyrir hádegi kom fram að þau muni fylgja fyrirmælum sóttvarnalæknis. Einn Íslendingurinn lýsti sóttkvínni í Víetnam sem fangelsisvist í liðinni viku. Vistarverurnar væru skítugar og fátæklegar, maturinn fábrotinn og hiti væri kæfandi. Þá höfðu Íslendingarnir fengið þær upplýsingar að kórónuveirusmit hefði komið upp um borð í skemmtiferðaskipi sem þeir voru á. Allir um borð í skipinu voru skikkaðir í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Víetnam Utanríkismál Tengdar fréttir Unnið að því að fá Íslendinga í sóttkví í Víetnam heim Fjórir Íslendingar eru enn í sóttkví í Víetnam. Utanríkisráðuneytið vinnur í því að koma þeim fyrr heim úr sóttkvínni reynist þeir ekki smitaðir. 14. mars 2020 13:19 Eitt að fara í sóttkví en annað að vera „hreinlega settur í fangelsi“ Þóra Valný Yngvadóttir, ein fjögurra Íslendinga sem er í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, segir dvölina þar líkjast fangelsisvist. 10. mars 2020 20:03 Fjórir Íslendingar í sóttkví í Víetnam Fjórir Íslendingar eru nú í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. 9. mars 2020 09:28 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Fjórir Íslendingar sem voru í sóttkví í Víetnam eru nú á heimleið. Ekki er vitað hver staða þeirra verður við komuna hingað til lands. Nóg hefur verið að gera hjá utanríkisráðuneytinu eftir að fjöldi landa í Evrópu greip til mjög umfangsmikilla aðgerða vegna kórónuveirunnar um helgina að sögn Maríu Mjallar Jónsdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. „Við svöruðum einhverjum 700 fyrirspurnum um helgina sem er miklu meira en við erum vön. Við erum búin að kalla út allt okkar fólk í rauninni. Þeir sem eru staddir í okkar sendiráðum erlendis eru að svara þegar það er nótt hjá okkur og við erum með fólk úr öllum okkar deildum í þessum svörunum.“ Sjá einnig: Eitt að fara í sóttkví en annað að vera „hreinlega settur í fangelsi“ Hún segir að fæstir sem hafi samband séu í vandræðum, flestir séu að leita eftir upplýsingum um það hvernig best sé að bera sig að. „Við erum að leiðbeina og upplýsa fólk um þær aðgerðir sem erlend stjórnvöld hafa gripið til og leiðbeina þeim eftir því sem við best getum.“ Enn sem komið er hafi ráðuneytið ekki upplýsingar um að fólk sé fast í útlöndum. Þá komist Íslendingar í Bandaríkjunum áfram heim til Íslands. „Það eru hins vegar mjög miklar breytingar á flugum þannig að fólk þarf að fylgjast vel með því flugi sem það hefur bókað.“ Munu fylgja fyrirmælum sóttvarnalæknis Utanríkisráðuneytið hefur síðustu daga unnið að því að koma fjórum Íslendingum sem voru í sóttkví í Víetnam heim. Þau eru nú stödd í Þýskalandi og eru á leið til Íslands á allra næstu klukkutímum. „Þeirra sóttkví er nú lokið og ég held að það sé mjög gott mál að þau séu komin úr þessum erfiðu aðstæðum. Sendiráðið okkar í Peking og ræðismaðurinn hefur verið í sambandi við þau í þessu ferli.“ Hvorki María Mjöll né Íslendingarnir fjórir vita hver staða þeirra verður við heimkomuna en 12 dagar eru síðan þau voru í nálægð við sýktan einstakling. Í samtali fréttastofu við einn Íslendinginn nú fyrir hádegi kom fram að þau muni fylgja fyrirmælum sóttvarnalæknis. Einn Íslendingurinn lýsti sóttkvínni í Víetnam sem fangelsisvist í liðinni viku. Vistarverurnar væru skítugar og fátæklegar, maturinn fábrotinn og hiti væri kæfandi. Þá höfðu Íslendingarnir fengið þær upplýsingar að kórónuveirusmit hefði komið upp um borð í skemmtiferðaskipi sem þeir voru á. Allir um borð í skipinu voru skikkaðir í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Víetnam Utanríkismál Tengdar fréttir Unnið að því að fá Íslendinga í sóttkví í Víetnam heim Fjórir Íslendingar eru enn í sóttkví í Víetnam. Utanríkisráðuneytið vinnur í því að koma þeim fyrr heim úr sóttkvínni reynist þeir ekki smitaðir. 14. mars 2020 13:19 Eitt að fara í sóttkví en annað að vera „hreinlega settur í fangelsi“ Þóra Valný Yngvadóttir, ein fjögurra Íslendinga sem er í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, segir dvölina þar líkjast fangelsisvist. 10. mars 2020 20:03 Fjórir Íslendingar í sóttkví í Víetnam Fjórir Íslendingar eru nú í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. 9. mars 2020 09:28 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Unnið að því að fá Íslendinga í sóttkví í Víetnam heim Fjórir Íslendingar eru enn í sóttkví í Víetnam. Utanríkisráðuneytið vinnur í því að koma þeim fyrr heim úr sóttkvínni reynist þeir ekki smitaðir. 14. mars 2020 13:19
Eitt að fara í sóttkví en annað að vera „hreinlega settur í fangelsi“ Þóra Valný Yngvadóttir, ein fjögurra Íslendinga sem er í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, segir dvölina þar líkjast fangelsisvist. 10. mars 2020 20:03
Fjórir Íslendingar í sóttkví í Víetnam Fjórir Íslendingar eru nú í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. 9. mars 2020 09:28