Íslendingarnir lausir úr sóttkví í Víetnam og á heimleið Kristín Ólafsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 16. mars 2020 12:17 Frá sóttkví Íslendinganna í Víetnam. Þóra Valný Yngvadóttir Fjórir Íslendingar sem voru í sóttkví í Víetnam eru nú á heimleið. Ekki er vitað hver staða þeirra verður við komuna hingað til lands. Nóg hefur verið að gera hjá utanríkisráðuneytinu eftir að fjöldi landa í Evrópu greip til mjög umfangsmikilla aðgerða vegna kórónuveirunnar um helgina að sögn Maríu Mjallar Jónsdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. „Við svöruðum einhverjum 700 fyrirspurnum um helgina sem er miklu meira en við erum vön. Við erum búin að kalla út allt okkar fólk í rauninni. Þeir sem eru staddir í okkar sendiráðum erlendis eru að svara þegar það er nótt hjá okkur og við erum með fólk úr öllum okkar deildum í þessum svörunum.“ Sjá einnig: Eitt að fara í sóttkví en annað að vera „hreinlega settur í fangelsi“ Hún segir að fæstir sem hafi samband séu í vandræðum, flestir séu að leita eftir upplýsingum um það hvernig best sé að bera sig að. „Við erum að leiðbeina og upplýsa fólk um þær aðgerðir sem erlend stjórnvöld hafa gripið til og leiðbeina þeim eftir því sem við best getum.“ Enn sem komið er hafi ráðuneytið ekki upplýsingar um að fólk sé fast í útlöndum. Þá komist Íslendingar í Bandaríkjunum áfram heim til Íslands. „Það eru hins vegar mjög miklar breytingar á flugum þannig að fólk þarf að fylgjast vel með því flugi sem það hefur bókað.“ Munu fylgja fyrirmælum sóttvarnalæknis Utanríkisráðuneytið hefur síðustu daga unnið að því að koma fjórum Íslendingum sem voru í sóttkví í Víetnam heim. Þau eru nú stödd í Þýskalandi og eru á leið til Íslands á allra næstu klukkutímum. „Þeirra sóttkví er nú lokið og ég held að það sé mjög gott mál að þau séu komin úr þessum erfiðu aðstæðum. Sendiráðið okkar í Peking og ræðismaðurinn hefur verið í sambandi við þau í þessu ferli.“ Hvorki María Mjöll né Íslendingarnir fjórir vita hver staða þeirra verður við heimkomuna en 12 dagar eru síðan þau voru í nálægð við sýktan einstakling. Í samtali fréttastofu við einn Íslendinginn nú fyrir hádegi kom fram að þau muni fylgja fyrirmælum sóttvarnalæknis. Einn Íslendingurinn lýsti sóttkvínni í Víetnam sem fangelsisvist í liðinni viku. Vistarverurnar væru skítugar og fátæklegar, maturinn fábrotinn og hiti væri kæfandi. Þá höfðu Íslendingarnir fengið þær upplýsingar að kórónuveirusmit hefði komið upp um borð í skemmtiferðaskipi sem þeir voru á. Allir um borð í skipinu voru skikkaðir í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Víetnam Utanríkismál Tengdar fréttir Unnið að því að fá Íslendinga í sóttkví í Víetnam heim Fjórir Íslendingar eru enn í sóttkví í Víetnam. Utanríkisráðuneytið vinnur í því að koma þeim fyrr heim úr sóttkvínni reynist þeir ekki smitaðir. 14. mars 2020 13:19 Eitt að fara í sóttkví en annað að vera „hreinlega settur í fangelsi“ Þóra Valný Yngvadóttir, ein fjögurra Íslendinga sem er í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, segir dvölina þar líkjast fangelsisvist. 10. mars 2020 20:03 Fjórir Íslendingar í sóttkví í Víetnam Fjórir Íslendingar eru nú í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. 9. mars 2020 09:28 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Fjórir Íslendingar sem voru í sóttkví í Víetnam eru nú á heimleið. Ekki er vitað hver staða þeirra verður við komuna hingað til lands. Nóg hefur verið að gera hjá utanríkisráðuneytinu eftir að fjöldi landa í Evrópu greip til mjög umfangsmikilla aðgerða vegna kórónuveirunnar um helgina að sögn Maríu Mjallar Jónsdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. „Við svöruðum einhverjum 700 fyrirspurnum um helgina sem er miklu meira en við erum vön. Við erum búin að kalla út allt okkar fólk í rauninni. Þeir sem eru staddir í okkar sendiráðum erlendis eru að svara þegar það er nótt hjá okkur og við erum með fólk úr öllum okkar deildum í þessum svörunum.“ Sjá einnig: Eitt að fara í sóttkví en annað að vera „hreinlega settur í fangelsi“ Hún segir að fæstir sem hafi samband séu í vandræðum, flestir séu að leita eftir upplýsingum um það hvernig best sé að bera sig að. „Við erum að leiðbeina og upplýsa fólk um þær aðgerðir sem erlend stjórnvöld hafa gripið til og leiðbeina þeim eftir því sem við best getum.“ Enn sem komið er hafi ráðuneytið ekki upplýsingar um að fólk sé fast í útlöndum. Þá komist Íslendingar í Bandaríkjunum áfram heim til Íslands. „Það eru hins vegar mjög miklar breytingar á flugum þannig að fólk þarf að fylgjast vel með því flugi sem það hefur bókað.“ Munu fylgja fyrirmælum sóttvarnalæknis Utanríkisráðuneytið hefur síðustu daga unnið að því að koma fjórum Íslendingum sem voru í sóttkví í Víetnam heim. Þau eru nú stödd í Þýskalandi og eru á leið til Íslands á allra næstu klukkutímum. „Þeirra sóttkví er nú lokið og ég held að það sé mjög gott mál að þau séu komin úr þessum erfiðu aðstæðum. Sendiráðið okkar í Peking og ræðismaðurinn hefur verið í sambandi við þau í þessu ferli.“ Hvorki María Mjöll né Íslendingarnir fjórir vita hver staða þeirra verður við heimkomuna en 12 dagar eru síðan þau voru í nálægð við sýktan einstakling. Í samtali fréttastofu við einn Íslendinginn nú fyrir hádegi kom fram að þau muni fylgja fyrirmælum sóttvarnalæknis. Einn Íslendingurinn lýsti sóttkvínni í Víetnam sem fangelsisvist í liðinni viku. Vistarverurnar væru skítugar og fátæklegar, maturinn fábrotinn og hiti væri kæfandi. Þá höfðu Íslendingarnir fengið þær upplýsingar að kórónuveirusmit hefði komið upp um borð í skemmtiferðaskipi sem þeir voru á. Allir um borð í skipinu voru skikkaðir í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Víetnam Utanríkismál Tengdar fréttir Unnið að því að fá Íslendinga í sóttkví í Víetnam heim Fjórir Íslendingar eru enn í sóttkví í Víetnam. Utanríkisráðuneytið vinnur í því að koma þeim fyrr heim úr sóttkvínni reynist þeir ekki smitaðir. 14. mars 2020 13:19 Eitt að fara í sóttkví en annað að vera „hreinlega settur í fangelsi“ Þóra Valný Yngvadóttir, ein fjögurra Íslendinga sem er í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, segir dvölina þar líkjast fangelsisvist. 10. mars 2020 20:03 Fjórir Íslendingar í sóttkví í Víetnam Fjórir Íslendingar eru nú í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. 9. mars 2020 09:28 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Unnið að því að fá Íslendinga í sóttkví í Víetnam heim Fjórir Íslendingar eru enn í sóttkví í Víetnam. Utanríkisráðuneytið vinnur í því að koma þeim fyrr heim úr sóttkvínni reynist þeir ekki smitaðir. 14. mars 2020 13:19
Eitt að fara í sóttkví en annað að vera „hreinlega settur í fangelsi“ Þóra Valný Yngvadóttir, ein fjögurra Íslendinga sem er í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, segir dvölina þar líkjast fangelsisvist. 10. mars 2020 20:03
Fjórir Íslendingar í sóttkví í Víetnam Fjórir Íslendingar eru nú í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. 9. mars 2020 09:28