Ósáttur við Ásmundarsalarumræðu með mótmælendur í baksýn Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. desember 2020 14:47 Mótmælandi með skilti sést í baksýn í útsendingu Kryddsíldar. Í forgrunni er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Inga Sæland formaður Flokks fólksins. SKjáskot/Stöð 2 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kom á framfæri óánægju og furðu með umfjöllun um heimsókn sína í Ásmundarsal undanfarna viku í áramótaþættinum Kryddsíld á Stöð 2 í dag. Hann sagði það skipta máli„að fara rétt með og horfa á staðreyndir“ og kvað það skjóta skökku við að stjórnarandstaða kallaði eftir þingfundi „til að ræða samkomu í húsi hér í bæ“ en ekki „stóru málin.“ Útsending Kryddsíldar hefur jafnframt litast nokkuð af mótmælendum sem hafa stillt sér upp með skilti fyrir utan upptökustaðinn. Skiltin virðast flest beinast gegn Bjarna og kalla eftir afsögn hans. Lögregla hefur nú til rannsóknar viðburð í Ásmundarsal á Þorláksmessu, hvar Bjarni var viðstaddur. Rannsakað er hvort sóttvarnalög hafi verið brotin en tugir manns voru inni í salnum, nálægðarmörk sögð virt að vettugi og grímuskylda brotin. Inntur eftir því hvort það hljóti ekki að vera óþægilegt, sérstaklega í ljósi þess að kosningaár er nú framundan, að þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi þurft að biðjast afsökunar á árinu sagði Bjarni að hann teldi það skipta meira máli „að fara rétt með og horfa á staðreyndir“. Hann benti á að Ásmundarsalur væri með rekstrarleyfi fyrir fimmtíu manns. „Skiptir þetta máli fyrir umræðuna eða á bara að halda áfram að hjakkast á röngum upplýsingum?“ „Þú ert búin að segja nóg“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata spurði þá hvort það hefði skipt máli að viðstaddir hefðu verið grímulausir. „Leyfð þú mér aðeins að tala, þú ert búin að segja nóg,“ sagði Bjarni þá og orðið þá nokkuð heitt í hamsi. Hann hélt áfram. „Málið er það að þegar við erum stödd í svona viðkvæmu ástandi eins og við erum stödd í þurfum við að geta tekið málefnalega umræðu byggða á réttum upplýsingum.“ Bless Bjarni, er á meðal þess sem stendur skrifað á mótmælaskiltin.Vísir/Arnar Það sé „ótrúlegt“ að í dýpstu efnahagslægð sögunnar, þegar bóluefni er nýkomið til landsins, kalli stjórnarandstaðan eftir þingfundi „til að ræða samkomu í húsi hér í bæ“. „En ekki þessi stóru viðfangsefni. [...] Ég hef setið lengi í ríkisstjórn og maður hefði haldið að menn hefðu eitthvað um þessi stefnumál, sem ég hef staðið fyrir, að segja en væru ekki að sitja hér að kalla eftir þingfundi sem aldrei er kallaður saman nema til að taka ákvarðanir,“ sagði Bjarni. „Ef menn hafa ekkert um allar þær ákvarðanir sem við höfum verið að taka á þessu ári að segja og vilja eyða tímanum í þetta mál sem hefur fengið alla athygli í heila viku, þá segi ég bara: Aum er þeirra pólitík.“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar svöruðu Bjarna.Vísir/Arnar Furðaði sig á málflutningi ráðherra Logi Einarsson formaður Samfylkingar sagði að sér þætti þetta ótrúlegur málflutningur. Hann benti á að Bjarni hefði sjálfur haldið því fram að enginn árangur næðist í efnahagslífinu nema að árangur næðist í sóttvörnum. Logi benti á að dæmi væru um að þegar ráðamenn fari ekki eftir sóttvarnareglum hafi það áhrif á almenning, til að mynda í máli Dominic Cummings í Bretlandi. „Og það er ekki einfaldlega þetta sem er ekki bara hlutverk Alþingis heldur skylda Alþingis að ræða og það þýðir ekki fyrir fjármálaráðherra að vera einhvern veginn að tala um eins og þetta sé sitthvor hluturinn.“ Ráðherra í Ásmundarsal Kryddsíld Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fara yfir upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu í Ásmundarsal Hafin er formleg rannsókn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu á viðburði í Ásmundarsal á Þorláksmessukvöld, hvar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var viðstaddur. Lögregla mun m.a. fara yfir upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu á staðinn. 30. desember 2020 11:56 Segist ekki hafa brotið sóttvarnalög Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist ekki hafa brotið sóttvarnalög með því að hafa mætt á sýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem tugir voru samankomnir að sögn lögreglu. Hann líti ekki á sýninguna sem „samkvæmi“ og stendur við fyrri yfirlýsingar sínar um að hafa aðeins verið staddur í salnum í fimmtán mínútur. 28. desember 2020 20:56 Enginn sé betri en Bjarni í að koma sér úr vandræðum Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórmálafræði við Háskóla Íslands, telur að hér á landi sé enginn stjórnmálamaður betri í að koma sér út úr vandræðum en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. 28. desember 2020 15:42 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Sjá meira
Útsending Kryddsíldar hefur jafnframt litast nokkuð af mótmælendum sem hafa stillt sér upp með skilti fyrir utan upptökustaðinn. Skiltin virðast flest beinast gegn Bjarna og kalla eftir afsögn hans. Lögregla hefur nú til rannsóknar viðburð í Ásmundarsal á Þorláksmessu, hvar Bjarni var viðstaddur. Rannsakað er hvort sóttvarnalög hafi verið brotin en tugir manns voru inni í salnum, nálægðarmörk sögð virt að vettugi og grímuskylda brotin. Inntur eftir því hvort það hljóti ekki að vera óþægilegt, sérstaklega í ljósi þess að kosningaár er nú framundan, að þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi þurft að biðjast afsökunar á árinu sagði Bjarni að hann teldi það skipta meira máli „að fara rétt með og horfa á staðreyndir“. Hann benti á að Ásmundarsalur væri með rekstrarleyfi fyrir fimmtíu manns. „Skiptir þetta máli fyrir umræðuna eða á bara að halda áfram að hjakkast á röngum upplýsingum?“ „Þú ert búin að segja nóg“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata spurði þá hvort það hefði skipt máli að viðstaddir hefðu verið grímulausir. „Leyfð þú mér aðeins að tala, þú ert búin að segja nóg,“ sagði Bjarni þá og orðið þá nokkuð heitt í hamsi. Hann hélt áfram. „Málið er það að þegar við erum stödd í svona viðkvæmu ástandi eins og við erum stödd í þurfum við að geta tekið málefnalega umræðu byggða á réttum upplýsingum.“ Bless Bjarni, er á meðal þess sem stendur skrifað á mótmælaskiltin.Vísir/Arnar Það sé „ótrúlegt“ að í dýpstu efnahagslægð sögunnar, þegar bóluefni er nýkomið til landsins, kalli stjórnarandstaðan eftir þingfundi „til að ræða samkomu í húsi hér í bæ“. „En ekki þessi stóru viðfangsefni. [...] Ég hef setið lengi í ríkisstjórn og maður hefði haldið að menn hefðu eitthvað um þessi stefnumál, sem ég hef staðið fyrir, að segja en væru ekki að sitja hér að kalla eftir þingfundi sem aldrei er kallaður saman nema til að taka ákvarðanir,“ sagði Bjarni. „Ef menn hafa ekkert um allar þær ákvarðanir sem við höfum verið að taka á þessu ári að segja og vilja eyða tímanum í þetta mál sem hefur fengið alla athygli í heila viku, þá segi ég bara: Aum er þeirra pólitík.“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar svöruðu Bjarna.Vísir/Arnar Furðaði sig á málflutningi ráðherra Logi Einarsson formaður Samfylkingar sagði að sér þætti þetta ótrúlegur málflutningur. Hann benti á að Bjarni hefði sjálfur haldið því fram að enginn árangur næðist í efnahagslífinu nema að árangur næðist í sóttvörnum. Logi benti á að dæmi væru um að þegar ráðamenn fari ekki eftir sóttvarnareglum hafi það áhrif á almenning, til að mynda í máli Dominic Cummings í Bretlandi. „Og það er ekki einfaldlega þetta sem er ekki bara hlutverk Alþingis heldur skylda Alþingis að ræða og það þýðir ekki fyrir fjármálaráðherra að vera einhvern veginn að tala um eins og þetta sé sitthvor hluturinn.“
Ráðherra í Ásmundarsal Kryddsíld Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fara yfir upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu í Ásmundarsal Hafin er formleg rannsókn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu á viðburði í Ásmundarsal á Þorláksmessukvöld, hvar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var viðstaddur. Lögregla mun m.a. fara yfir upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu á staðinn. 30. desember 2020 11:56 Segist ekki hafa brotið sóttvarnalög Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist ekki hafa brotið sóttvarnalög með því að hafa mætt á sýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem tugir voru samankomnir að sögn lögreglu. Hann líti ekki á sýninguna sem „samkvæmi“ og stendur við fyrri yfirlýsingar sínar um að hafa aðeins verið staddur í salnum í fimmtán mínútur. 28. desember 2020 20:56 Enginn sé betri en Bjarni í að koma sér úr vandræðum Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórmálafræði við Háskóla Íslands, telur að hér á landi sé enginn stjórnmálamaður betri í að koma sér út úr vandræðum en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. 28. desember 2020 15:42 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Sjá meira
Fara yfir upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu í Ásmundarsal Hafin er formleg rannsókn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu á viðburði í Ásmundarsal á Þorláksmessukvöld, hvar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var viðstaddur. Lögregla mun m.a. fara yfir upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem mættu á staðinn. 30. desember 2020 11:56
Segist ekki hafa brotið sóttvarnalög Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist ekki hafa brotið sóttvarnalög með því að hafa mætt á sýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem tugir voru samankomnir að sögn lögreglu. Hann líti ekki á sýninguna sem „samkvæmi“ og stendur við fyrri yfirlýsingar sínar um að hafa aðeins verið staddur í salnum í fimmtán mínútur. 28. desember 2020 20:56
Enginn sé betri en Bjarni í að koma sér úr vandræðum Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórmálafræði við Háskóla Íslands, telur að hér á landi sé enginn stjórnmálamaður betri í að koma sér út úr vandræðum en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. 28. desember 2020 15:42