Úrvalsdeildarmeistarinn úr leik en Ísmaðurinn afgreiddi Kónginn Anton Ingi Leifsson skrifar 30. desember 2020 22:25 Ísmaðurinn, Gerwyn Price, hafði betur gegn Kóngnum, Mervyn King, í kvöld. Adam Davy/Getty Dirk van Duijvenbode, Gerwyn Price og Dave Chisnall eru komnir í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti sem fer fram í Alexandra Palace í Lundúnum. Fyrsti leikur kvöldsins var frábær. Dirk van Duijvenbode mætti þá meistaranum úr ensku úrvalsdeildinni, Glen Durrant, og Durrant vann fyrstu tvö settin áður en Dirk minnkaði muninn. Durrant komst svo í 3-1 en þá setti Hollendingurinn í fimmta gír og vann þrjú næstu settin og henti Durrant úr keppni. Mikill fögnuður braust út hjá Hollendingnum sem trúði varla sínum eigin augum. Gerwyn Price, sem margir telja einn þann líklegasta til þess að vinna mótið, rúllaði yfir Mervyn King. Þeir unnu sitt hvort settið í upphafi áður en Price hrökk í gang og henti Ísmaðurinn Kóngnum úr keppni en það er þeirra viðurnefni. Respect shown from Mervyn King as Gerwyn Price seals his spot in the Last 8 after closing out a dominant 4-1 victory! Last up Dimitri Van den Bergh v Dave Chisnall pic.twitter.com/dssZfUQDGa— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2020 Menn biðu spenntir eftir síðasta leik kvöldsins þar sem þeir Dave Chisnall og Dimitri Van den Bergh mættust. Dave er í áttunda sæti heimslistans en Dimitri í því níunda. Dave var frábær í útskotunum í fyrstu settunum og komst í 3-0 áður en Van den Bergh minnkaði muninn í 3-1. Hann minnkaði svo muninn í 3-2 en Chisnall var sterkari í sjötta settinu og skaut sér áfram í átta manna úrslitin þar sem Michael van Gerwen bíður. Dave Chisnall wins an absolute thriller as he closes out a 4-2 victory over Dimitri Van den Bergh with a sensational 102 finish! pic.twitter.com/HNje1bYvZg— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2020 HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Fyrsti leikur kvöldsins var frábær. Dirk van Duijvenbode mætti þá meistaranum úr ensku úrvalsdeildinni, Glen Durrant, og Durrant vann fyrstu tvö settin áður en Dirk minnkaði muninn. Durrant komst svo í 3-1 en þá setti Hollendingurinn í fimmta gír og vann þrjú næstu settin og henti Durrant úr keppni. Mikill fögnuður braust út hjá Hollendingnum sem trúði varla sínum eigin augum. Gerwyn Price, sem margir telja einn þann líklegasta til þess að vinna mótið, rúllaði yfir Mervyn King. Þeir unnu sitt hvort settið í upphafi áður en Price hrökk í gang og henti Ísmaðurinn Kóngnum úr keppni en það er þeirra viðurnefni. Respect shown from Mervyn King as Gerwyn Price seals his spot in the Last 8 after closing out a dominant 4-1 victory! Last up Dimitri Van den Bergh v Dave Chisnall pic.twitter.com/dssZfUQDGa— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2020 Menn biðu spenntir eftir síðasta leik kvöldsins þar sem þeir Dave Chisnall og Dimitri Van den Bergh mættust. Dave er í áttunda sæti heimslistans en Dimitri í því níunda. Dave var frábær í útskotunum í fyrstu settunum og komst í 3-0 áður en Van den Bergh minnkaði muninn í 3-1. Hann minnkaði svo muninn í 3-2 en Chisnall var sterkari í sjötta settinu og skaut sér áfram í átta manna úrslitin þar sem Michael van Gerwen bíður. Dave Chisnall wins an absolute thriller as he closes out a 4-2 victory over Dimitri Van den Bergh with a sensational 102 finish! pic.twitter.com/HNje1bYvZg— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2020 HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira