Ráðamenn sagðir takmarka flæði upplýsinga um uppruna Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2020 11:31 Frá Wuhan í febrúar, þegar verið var að reisa neyðarsjúkrahús í íþróttahúsi og stórum sýningarsal. Vísir/Getty Ráðamenn í Kína eru sagðir hafa takmarkað verulega flæði upplýsinga og rannsóknir um mögulegan uppruna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, sem greindist fyrst í mönnum í Kína. Vísindamenn sem hafa reynt að rannsaka uppruna sjúkdómsins í Kína hafi orðið fyrir miklum hindrunum frá hinu opinbera. Til að mynda hafi vísindamönnum verið bannað að birta niðurstöður rannsókna án þess að embættismenn í sérstökum starfshópi sem heyrir undir Xi Jinping, forseta Kína, fari yfir þær fyrst og samstarf við erlenda vísindamenn hafi verið takmarkað. Vísindamenn sem tóku nýverið sýni í námugöngum í suðurhluta Kína þar sem vitað er að nánasti ættingi nýju kórónuveirunnar hefur greinst í leðurblökum, lentu í því að á leið frá vettvangi voru sýni þeirra gerð upptæk. Þá hefur kínverskum sérfræðingum um kórónuveirur verið skipað að ræða ekki við blaðamenn. Þetta er meðal þess sem kemur fram í frétt AP fréttaveitunnar. Rannsókn AP fréttaveitunnar sýnir að yfirvöld í Kína stýri upplýsingaflæði varðandi rannsóknir á uppruna veirunnar og ýti á sama tíma undir kenningar um að veiran hafi ekki borist í menn fyrst í Kína. Rannsóknin byggir á fjölda viðtala og einnig opinberum skjölum sem lekið var til fréttaveitunnar. Í umfjöllun fréttaveitunnar kemur fram að teymi blaðamanna sem var í Kína á hennar vegum í nóvember var elt af óeinkennisklæddum lögregluþjónum, sem hindruðu einnig för þeirra. Vísindamenn á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar munu ferðast til Kína í næsta mánuði og eiga þeir að reyna að varpa ljósi á uppruna sjúkdómsins. Leyfi fékkst fyrir rannsókninni eftir margra mánaða viðræður og þurftu meðlimir hópsins og verkefni þeirra að vera samþykkt af ráðamönnum í Kína. Talið er að veiran komi upprunalega frá leðurblökum en ekki er vitað hvenær né hvar hún barst fyrst í menn. Hún greindist þó fyrst í Kína og voru mörg tilfelli tengd við tiltekin markað í Wuhan þar sem lifandi dýr voru seld til manneldis. Rannsakendum WHO sem heimsóttu Kína fyrr á þessu ári var ekki gert kleift að fara til Wuhan. Sjá einnig: Rannsakendur WHO á leið til Kína Skjöl sem blaðamenn AP hafa komið höndum yfir sýna að yfirvöld í Kína hafi varði miklu púðri í að ýta undir kannanir um að veiran hafi ekki borist fyrst í menn í Kína. Ráðamenn hafi meðal annars styrkt rannsóknir þar að lútandi. Niðurstöður einnar slíkrar gáfu í skyn að mögulega hefði veiran borist til Kína frá Evrópu í frosnum fiski. Vestrænir vísindamenn segja það mjög ólíklegt. Ríkismiðlar Kína hafa einnig fjallað ítarlega um rannsóknir um að Covid-19 hafi greinst í skólpi á Ítalíu og Spáni í fyrra. Vísindamenn hafa þó sagt þær rannsóknir ómarktækar og höfundar þeirra hafa sjálfir tekið undir það að einhverju leiti. Þá hafa ríkismiðlar Kína einnig sagt rangt frá rannsókn þýsks vísindamanns og túlkað hana á þann veg að veiran hafi fyrst borist í menn á Ítalíu. Höfundur rannsóknarinnar hefur gagnrýnt þann fréttaflutning. AP fréttaveitan segir yfirvöld í Kína einnig takmarka aðgang að flensusýnum sem tekin eru í þúsundatali í hverri viku. Vísindamenn telja að með því að rannsaka þau gæti verið mögulegt að finna upplýsingar um uppruna Covid-19. Auðvelt væri að rannsaka þau sýni aftur og skima eftir Covid-19. Gögn sem blaðamenn AP skoðuðu sýna einnig að Sóttvarnastofnun Kína tók rúmlega hundrað sýni í borginni Huanggang, sem er suðaustur af Wuhan. Niðurstöður þeirra hafa ekki verið gerð opinber en í grein AP segir að upplýsingalekar gefi í skyn að nýja kórónuveiran hafi verið í dreifingu utan Wuhan á síðasta ári. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Margfalt fleiri gætu hafa smitast af Covid-19 í Wuhan en vitað er Sóttvarnastofnun Kína segir útlit fyrir að tíu sinnum fleiri hafi smitast af nýju kórónuveirunni og fengið Covid-19 í Wuhan, borginni hvar veiran rataði fyrst í sviðsljósið, en opinberar tölur segja til um. 29. desember 2020 13:31 Kínversk blaðakona dæmd fyrir umfjöllun um ástandið í Wuhan Dómstóll í Kína hefur dæmt blaðakonuna Zhang Zhan í fjögurra ára fangelsi, en Zhang vakti athygli fyrr á árinu fyrir gagnrýna umfjöllun um ástandið í Wuhan þegar kórónuveiran var fyrst að láta á sér kræla. 28. desember 2020 08:38 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Til að mynda hafi vísindamönnum verið bannað að birta niðurstöður rannsókna án þess að embættismenn í sérstökum starfshópi sem heyrir undir Xi Jinping, forseta Kína, fari yfir þær fyrst og samstarf við erlenda vísindamenn hafi verið takmarkað. Vísindamenn sem tóku nýverið sýni í námugöngum í suðurhluta Kína þar sem vitað er að nánasti ættingi nýju kórónuveirunnar hefur greinst í leðurblökum, lentu í því að á leið frá vettvangi voru sýni þeirra gerð upptæk. Þá hefur kínverskum sérfræðingum um kórónuveirur verið skipað að ræða ekki við blaðamenn. Þetta er meðal þess sem kemur fram í frétt AP fréttaveitunnar. Rannsókn AP fréttaveitunnar sýnir að yfirvöld í Kína stýri upplýsingaflæði varðandi rannsóknir á uppruna veirunnar og ýti á sama tíma undir kenningar um að veiran hafi ekki borist í menn fyrst í Kína. Rannsóknin byggir á fjölda viðtala og einnig opinberum skjölum sem lekið var til fréttaveitunnar. Í umfjöllun fréttaveitunnar kemur fram að teymi blaðamanna sem var í Kína á hennar vegum í nóvember var elt af óeinkennisklæddum lögregluþjónum, sem hindruðu einnig för þeirra. Vísindamenn á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar munu ferðast til Kína í næsta mánuði og eiga þeir að reyna að varpa ljósi á uppruna sjúkdómsins. Leyfi fékkst fyrir rannsókninni eftir margra mánaða viðræður og þurftu meðlimir hópsins og verkefni þeirra að vera samþykkt af ráðamönnum í Kína. Talið er að veiran komi upprunalega frá leðurblökum en ekki er vitað hvenær né hvar hún barst fyrst í menn. Hún greindist þó fyrst í Kína og voru mörg tilfelli tengd við tiltekin markað í Wuhan þar sem lifandi dýr voru seld til manneldis. Rannsakendum WHO sem heimsóttu Kína fyrr á þessu ári var ekki gert kleift að fara til Wuhan. Sjá einnig: Rannsakendur WHO á leið til Kína Skjöl sem blaðamenn AP hafa komið höndum yfir sýna að yfirvöld í Kína hafi varði miklu púðri í að ýta undir kannanir um að veiran hafi ekki borist fyrst í menn í Kína. Ráðamenn hafi meðal annars styrkt rannsóknir þar að lútandi. Niðurstöður einnar slíkrar gáfu í skyn að mögulega hefði veiran borist til Kína frá Evrópu í frosnum fiski. Vestrænir vísindamenn segja það mjög ólíklegt. Ríkismiðlar Kína hafa einnig fjallað ítarlega um rannsóknir um að Covid-19 hafi greinst í skólpi á Ítalíu og Spáni í fyrra. Vísindamenn hafa þó sagt þær rannsóknir ómarktækar og höfundar þeirra hafa sjálfir tekið undir það að einhverju leiti. Þá hafa ríkismiðlar Kína einnig sagt rangt frá rannsókn þýsks vísindamanns og túlkað hana á þann veg að veiran hafi fyrst borist í menn á Ítalíu. Höfundur rannsóknarinnar hefur gagnrýnt þann fréttaflutning. AP fréttaveitan segir yfirvöld í Kína einnig takmarka aðgang að flensusýnum sem tekin eru í þúsundatali í hverri viku. Vísindamenn telja að með því að rannsaka þau gæti verið mögulegt að finna upplýsingar um uppruna Covid-19. Auðvelt væri að rannsaka þau sýni aftur og skima eftir Covid-19. Gögn sem blaðamenn AP skoðuðu sýna einnig að Sóttvarnastofnun Kína tók rúmlega hundrað sýni í borginni Huanggang, sem er suðaustur af Wuhan. Niðurstöður þeirra hafa ekki verið gerð opinber en í grein AP segir að upplýsingalekar gefi í skyn að nýja kórónuveiran hafi verið í dreifingu utan Wuhan á síðasta ári.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Margfalt fleiri gætu hafa smitast af Covid-19 í Wuhan en vitað er Sóttvarnastofnun Kína segir útlit fyrir að tíu sinnum fleiri hafi smitast af nýju kórónuveirunni og fengið Covid-19 í Wuhan, borginni hvar veiran rataði fyrst í sviðsljósið, en opinberar tölur segja til um. 29. desember 2020 13:31 Kínversk blaðakona dæmd fyrir umfjöllun um ástandið í Wuhan Dómstóll í Kína hefur dæmt blaðakonuna Zhang Zhan í fjögurra ára fangelsi, en Zhang vakti athygli fyrr á árinu fyrir gagnrýna umfjöllun um ástandið í Wuhan þegar kórónuveiran var fyrst að láta á sér kræla. 28. desember 2020 08:38 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Margfalt fleiri gætu hafa smitast af Covid-19 í Wuhan en vitað er Sóttvarnastofnun Kína segir útlit fyrir að tíu sinnum fleiri hafi smitast af nýju kórónuveirunni og fengið Covid-19 í Wuhan, borginni hvar veiran rataði fyrst í sviðsljósið, en opinberar tölur segja til um. 29. desember 2020 13:31
Kínversk blaðakona dæmd fyrir umfjöllun um ástandið í Wuhan Dómstóll í Kína hefur dæmt blaðakonuna Zhang Zhan í fjögurra ára fangelsi, en Zhang vakti athygli fyrr á árinu fyrir gagnrýna umfjöllun um ástandið í Wuhan þegar kórónuveiran var fyrst að láta á sér kræla. 28. desember 2020 08:38