Ráðamenn sagðir takmarka flæði upplýsinga um uppruna Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2020 11:31 Frá Wuhan í febrúar, þegar verið var að reisa neyðarsjúkrahús í íþróttahúsi og stórum sýningarsal. Vísir/Getty Ráðamenn í Kína eru sagðir hafa takmarkað verulega flæði upplýsinga og rannsóknir um mögulegan uppruna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, sem greindist fyrst í mönnum í Kína. Vísindamenn sem hafa reynt að rannsaka uppruna sjúkdómsins í Kína hafi orðið fyrir miklum hindrunum frá hinu opinbera. Til að mynda hafi vísindamönnum verið bannað að birta niðurstöður rannsókna án þess að embættismenn í sérstökum starfshópi sem heyrir undir Xi Jinping, forseta Kína, fari yfir þær fyrst og samstarf við erlenda vísindamenn hafi verið takmarkað. Vísindamenn sem tóku nýverið sýni í námugöngum í suðurhluta Kína þar sem vitað er að nánasti ættingi nýju kórónuveirunnar hefur greinst í leðurblökum, lentu í því að á leið frá vettvangi voru sýni þeirra gerð upptæk. Þá hefur kínverskum sérfræðingum um kórónuveirur verið skipað að ræða ekki við blaðamenn. Þetta er meðal þess sem kemur fram í frétt AP fréttaveitunnar. Rannsókn AP fréttaveitunnar sýnir að yfirvöld í Kína stýri upplýsingaflæði varðandi rannsóknir á uppruna veirunnar og ýti á sama tíma undir kenningar um að veiran hafi ekki borist í menn fyrst í Kína. Rannsóknin byggir á fjölda viðtala og einnig opinberum skjölum sem lekið var til fréttaveitunnar. Í umfjöllun fréttaveitunnar kemur fram að teymi blaðamanna sem var í Kína á hennar vegum í nóvember var elt af óeinkennisklæddum lögregluþjónum, sem hindruðu einnig för þeirra. Vísindamenn á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar munu ferðast til Kína í næsta mánuði og eiga þeir að reyna að varpa ljósi á uppruna sjúkdómsins. Leyfi fékkst fyrir rannsókninni eftir margra mánaða viðræður og þurftu meðlimir hópsins og verkefni þeirra að vera samþykkt af ráðamönnum í Kína. Talið er að veiran komi upprunalega frá leðurblökum en ekki er vitað hvenær né hvar hún barst fyrst í menn. Hún greindist þó fyrst í Kína og voru mörg tilfelli tengd við tiltekin markað í Wuhan þar sem lifandi dýr voru seld til manneldis. Rannsakendum WHO sem heimsóttu Kína fyrr á þessu ári var ekki gert kleift að fara til Wuhan. Sjá einnig: Rannsakendur WHO á leið til Kína Skjöl sem blaðamenn AP hafa komið höndum yfir sýna að yfirvöld í Kína hafi varði miklu púðri í að ýta undir kannanir um að veiran hafi ekki borist fyrst í menn í Kína. Ráðamenn hafi meðal annars styrkt rannsóknir þar að lútandi. Niðurstöður einnar slíkrar gáfu í skyn að mögulega hefði veiran borist til Kína frá Evrópu í frosnum fiski. Vestrænir vísindamenn segja það mjög ólíklegt. Ríkismiðlar Kína hafa einnig fjallað ítarlega um rannsóknir um að Covid-19 hafi greinst í skólpi á Ítalíu og Spáni í fyrra. Vísindamenn hafa þó sagt þær rannsóknir ómarktækar og höfundar þeirra hafa sjálfir tekið undir það að einhverju leiti. Þá hafa ríkismiðlar Kína einnig sagt rangt frá rannsókn þýsks vísindamanns og túlkað hana á þann veg að veiran hafi fyrst borist í menn á Ítalíu. Höfundur rannsóknarinnar hefur gagnrýnt þann fréttaflutning. AP fréttaveitan segir yfirvöld í Kína einnig takmarka aðgang að flensusýnum sem tekin eru í þúsundatali í hverri viku. Vísindamenn telja að með því að rannsaka þau gæti verið mögulegt að finna upplýsingar um uppruna Covid-19. Auðvelt væri að rannsaka þau sýni aftur og skima eftir Covid-19. Gögn sem blaðamenn AP skoðuðu sýna einnig að Sóttvarnastofnun Kína tók rúmlega hundrað sýni í borginni Huanggang, sem er suðaustur af Wuhan. Niðurstöður þeirra hafa ekki verið gerð opinber en í grein AP segir að upplýsingalekar gefi í skyn að nýja kórónuveiran hafi verið í dreifingu utan Wuhan á síðasta ári. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Margfalt fleiri gætu hafa smitast af Covid-19 í Wuhan en vitað er Sóttvarnastofnun Kína segir útlit fyrir að tíu sinnum fleiri hafi smitast af nýju kórónuveirunni og fengið Covid-19 í Wuhan, borginni hvar veiran rataði fyrst í sviðsljósið, en opinberar tölur segja til um. 29. desember 2020 13:31 Kínversk blaðakona dæmd fyrir umfjöllun um ástandið í Wuhan Dómstóll í Kína hefur dæmt blaðakonuna Zhang Zhan í fjögurra ára fangelsi, en Zhang vakti athygli fyrr á árinu fyrir gagnrýna umfjöllun um ástandið í Wuhan þegar kórónuveiran var fyrst að láta á sér kræla. 28. desember 2020 08:38 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Til að mynda hafi vísindamönnum verið bannað að birta niðurstöður rannsókna án þess að embættismenn í sérstökum starfshópi sem heyrir undir Xi Jinping, forseta Kína, fari yfir þær fyrst og samstarf við erlenda vísindamenn hafi verið takmarkað. Vísindamenn sem tóku nýverið sýni í námugöngum í suðurhluta Kína þar sem vitað er að nánasti ættingi nýju kórónuveirunnar hefur greinst í leðurblökum, lentu í því að á leið frá vettvangi voru sýni þeirra gerð upptæk. Þá hefur kínverskum sérfræðingum um kórónuveirur verið skipað að ræða ekki við blaðamenn. Þetta er meðal þess sem kemur fram í frétt AP fréttaveitunnar. Rannsókn AP fréttaveitunnar sýnir að yfirvöld í Kína stýri upplýsingaflæði varðandi rannsóknir á uppruna veirunnar og ýti á sama tíma undir kenningar um að veiran hafi ekki borist í menn fyrst í Kína. Rannsóknin byggir á fjölda viðtala og einnig opinberum skjölum sem lekið var til fréttaveitunnar. Í umfjöllun fréttaveitunnar kemur fram að teymi blaðamanna sem var í Kína á hennar vegum í nóvember var elt af óeinkennisklæddum lögregluþjónum, sem hindruðu einnig för þeirra. Vísindamenn á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar munu ferðast til Kína í næsta mánuði og eiga þeir að reyna að varpa ljósi á uppruna sjúkdómsins. Leyfi fékkst fyrir rannsókninni eftir margra mánaða viðræður og þurftu meðlimir hópsins og verkefni þeirra að vera samþykkt af ráðamönnum í Kína. Talið er að veiran komi upprunalega frá leðurblökum en ekki er vitað hvenær né hvar hún barst fyrst í menn. Hún greindist þó fyrst í Kína og voru mörg tilfelli tengd við tiltekin markað í Wuhan þar sem lifandi dýr voru seld til manneldis. Rannsakendum WHO sem heimsóttu Kína fyrr á þessu ári var ekki gert kleift að fara til Wuhan. Sjá einnig: Rannsakendur WHO á leið til Kína Skjöl sem blaðamenn AP hafa komið höndum yfir sýna að yfirvöld í Kína hafi varði miklu púðri í að ýta undir kannanir um að veiran hafi ekki borist fyrst í menn í Kína. Ráðamenn hafi meðal annars styrkt rannsóknir þar að lútandi. Niðurstöður einnar slíkrar gáfu í skyn að mögulega hefði veiran borist til Kína frá Evrópu í frosnum fiski. Vestrænir vísindamenn segja það mjög ólíklegt. Ríkismiðlar Kína hafa einnig fjallað ítarlega um rannsóknir um að Covid-19 hafi greinst í skólpi á Ítalíu og Spáni í fyrra. Vísindamenn hafa þó sagt þær rannsóknir ómarktækar og höfundar þeirra hafa sjálfir tekið undir það að einhverju leiti. Þá hafa ríkismiðlar Kína einnig sagt rangt frá rannsókn þýsks vísindamanns og túlkað hana á þann veg að veiran hafi fyrst borist í menn á Ítalíu. Höfundur rannsóknarinnar hefur gagnrýnt þann fréttaflutning. AP fréttaveitan segir yfirvöld í Kína einnig takmarka aðgang að flensusýnum sem tekin eru í þúsundatali í hverri viku. Vísindamenn telja að með því að rannsaka þau gæti verið mögulegt að finna upplýsingar um uppruna Covid-19. Auðvelt væri að rannsaka þau sýni aftur og skima eftir Covid-19. Gögn sem blaðamenn AP skoðuðu sýna einnig að Sóttvarnastofnun Kína tók rúmlega hundrað sýni í borginni Huanggang, sem er suðaustur af Wuhan. Niðurstöður þeirra hafa ekki verið gerð opinber en í grein AP segir að upplýsingalekar gefi í skyn að nýja kórónuveiran hafi verið í dreifingu utan Wuhan á síðasta ári.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Margfalt fleiri gætu hafa smitast af Covid-19 í Wuhan en vitað er Sóttvarnastofnun Kína segir útlit fyrir að tíu sinnum fleiri hafi smitast af nýju kórónuveirunni og fengið Covid-19 í Wuhan, borginni hvar veiran rataði fyrst í sviðsljósið, en opinberar tölur segja til um. 29. desember 2020 13:31 Kínversk blaðakona dæmd fyrir umfjöllun um ástandið í Wuhan Dómstóll í Kína hefur dæmt blaðakonuna Zhang Zhan í fjögurra ára fangelsi, en Zhang vakti athygli fyrr á árinu fyrir gagnrýna umfjöllun um ástandið í Wuhan þegar kórónuveiran var fyrst að láta á sér kræla. 28. desember 2020 08:38 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Margfalt fleiri gætu hafa smitast af Covid-19 í Wuhan en vitað er Sóttvarnastofnun Kína segir útlit fyrir að tíu sinnum fleiri hafi smitast af nýju kórónuveirunni og fengið Covid-19 í Wuhan, borginni hvar veiran rataði fyrst í sviðsljósið, en opinberar tölur segja til um. 29. desember 2020 13:31
Kínversk blaðakona dæmd fyrir umfjöllun um ástandið í Wuhan Dómstóll í Kína hefur dæmt blaðakonuna Zhang Zhan í fjögurra ára fangelsi, en Zhang vakti athygli fyrr á árinu fyrir gagnrýna umfjöllun um ástandið í Wuhan þegar kórónuveiran var fyrst að láta á sér kræla. 28. desember 2020 08:38