Frægir fundu ástina á árinu 2020 Stefán Árni Pálsson skrifar 30. desember 2020 11:31 Ástin blómstraði víða á árinu 2020. Á hverju ári greinir Vísir ávallt frá nýjum pörum og þá sérstaklega kemur að íslensku stjörnunum. Fjölmargar fréttir birtast á ári hverju í tengslum við tilhugalíf þessara einstaklinga. Hér að neðan má sjá yfirferð Vísis um ástarsamböndin sem blómstruðu á árinu 2020, í það minnsta um tíma en sum samböndin gengu ekki upp. Söngkonan Svala Björgvinsdóttirbyrjaði í sambandi með Kristjáni Einari Sigurbjörnssyni. Kristján Einar er fæddur árið 1998 svo 21 árs aldursmunur er á þeim. Svala var áður í tveggja ára sambandi sem lauk síðasta í sumar. Kristján er sjómaður á ungu stúlku úr fyrra sambandi. View this post on Instagram A post shared by SVALA (@svalakali) Plötusnúðurinn og tískudrottningin Dóra Júlíafann ástina. Sú heppna heitir Bára Guðmundsdóttir. Dóra Júlía er einn vinsælasti plötusnúður landsins og þekkt fyrir fallega og líflega framkomu og lítríkan fatastíl. View this post on Instagram A post shared by Dóra Júlía | J’adora (@dorajulia) Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og tónlistarmaður, fann einnig ástina en sú heppna heitir Ástríður Jósefína Ólafsdóttir, myndlistarmaður. Smartland greindi frá. Parið býr saman í Vesturbæ Reykjavíkur. Áhrifavaldurinn Brynjólfur Löve og íþróttakonan Edda Falak eru nýtt par. Brynjólfur, betur þekktur sem Binni Löve, er einn vinsælasti áhrifavaldur landsins og er Edda Falak ein efnilegasta CrossFit stjarna landsins. DV greindi frá. View this post on Instagram A post shared by EDDA FALAK (@eddafalak) Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir byrjuðu saman í sumar. Jóhanna er formaður Tannlæknafélags Íslands og sú yngsta sem hefur gengt þeirri stöðu. Ágúst birti þessa mynd af nýja parinu á Facebook í sumar. Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, fann ástina í örmum Stefanie Estherar Egilsdóttur laganema í sumar og var allt í blóma í sambandinu til að byrja með. Samkvæmt heimildum Vísis er sambandinu lokið í dag. Söngkonan Bríet Elfar og Rubin Pollock, gítarleikari Kaleo, eru nýtt par. Sambandið hófst í sumar. Bríet er ein vinsælasta söngkona landsins en Rubin Pollock hefur verið gítarleikari í vinsælu sveitinni Kaleo undanfarin ár. Kaleo hefur náð heimsfrægð síðustu ár en meðlimir bandsins eru í fríi á Íslandi sem stendur. Lína Birgitta nældi sér í hnykkjara en sá heppni heitir Guðmundur Birkir Pálmason og er einn vinsælasti hnykkjari landsins. View this post on Instagram A post shared by Lína Birgitta (@linabirgittasig) Leikarinn Gunnar Hansson og Hiroko Ara eru trúlofuð en parið greindi frá því á Facebook. Parið hóf samband sitt á árinu og gekk það greinilega vel. Gunnar Hansson er landsþekktur leikari og hefur farið á kostum undanfarin ár sem karakterinn Frímann Gunnarsson. Hiroko, sem er fædd og uppalin í Japan, er ljósmyndari og kokkur. Hún hefur búið á Íslandi í tuttugu ár. Knattspyrnukappinn fyrrverandi Björgólfur Takefusa og söngkonan Gréta Karen Grétarsdóttir fundu sumarástina í örmum hvor annars. Björgólfur sem er fertugur og Gréta Karen sem er þremur árum yngri og hittust þau í nokkra mánuði en fóru síðan í sitthvora áttina. Sjónvarpsstjarnan og áhrifavaldurinn Patrekur Jaime byrjaði í sambandi á árinu og frumsýndi hann kærastann í fallegri færslu á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Patrekur Jaime 👑 (@patrekurjaime) Ólafur Teitur Guðnason og Kristrún Heiða Hauksdóttirbyrjuðu saman í sambandi á árinu og greindu frá því á Facebook. Kristrún er upplýsingafulltrúi í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Hún starfaði áður sem kynningar og verkefnastjóri hjá Forlaginu og þar áður hjá Þjóðleikhúsinu. Ólafur Teitur er aðstoðarmaður Þordísar Kolbrúnar ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Ólafur starfaði áður sem framkvæmdastjóri samskiptasviðs Rio Tinto á Íslandi hf., sem rekur álverið í Straumsvík. Árið var viðburðarríkt hjá Manuelu Ósk Harðardóttir í ástarmálunum. Manuela Ósk blómstrað í þáttunum Allir geta dansað og þá með dansfélaga sínum Jóni Eyþóri Gottskálkssyni. Samstarfið gekk það vel að þau byrjuðu í ástarsambandi. Sambandið ekk upp í nokkra mánuði en lauk síðan síðasta vor. Um sumarið fann Manuela ástina á nýjan leik og þá í faðmi sjónvarps- og kvikmyndaframleiðandanum Eiði Birgissyni og eru þau enn saman í dag og geisla hreinlega bæði tvö saman. View this post on Instagram A post shared by M A N U (@manuelaosk) Ástrós Rut Sigurðardóttir fann ástina, en hún missti Bjarka Má Sigvaldason eiginmann sinn eftir erfiða baráttu við krabbamein. Ástrós sagði frá nýja sambandi sínu á samfélagsmiðlum í mars, en sá heppni heitir Davíð Örn Hjartarson og hefur verið vinur hennar langan tíma. Hann á fyrir sjö ára son og Ástrós á eina eins árs dóttur sem hún eignaðist með Bjarka. Ástrós ræddi um samabandið í Einkalífinu á árinu en saman eiga þau von á barni. Tónlistarfólkið Elísabet Eyþórsdóttir og Barði Jóhannsson opinberuðu samband sitt í september. Mbl.is greindi frá því. Barði er oft kenndur við hljómsveitina Bang Gang. Elísabet er frábær söngkona og hefur oft komið frá með systrum sínum í sveitinni Sísí Ey. Ástin og lífið Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira
Fjölmargar fréttir birtast á ári hverju í tengslum við tilhugalíf þessara einstaklinga. Hér að neðan má sjá yfirferð Vísis um ástarsamböndin sem blómstruðu á árinu 2020, í það minnsta um tíma en sum samböndin gengu ekki upp. Söngkonan Svala Björgvinsdóttirbyrjaði í sambandi með Kristjáni Einari Sigurbjörnssyni. Kristján Einar er fæddur árið 1998 svo 21 árs aldursmunur er á þeim. Svala var áður í tveggja ára sambandi sem lauk síðasta í sumar. Kristján er sjómaður á ungu stúlku úr fyrra sambandi. View this post on Instagram A post shared by SVALA (@svalakali) Plötusnúðurinn og tískudrottningin Dóra Júlíafann ástina. Sú heppna heitir Bára Guðmundsdóttir. Dóra Júlía er einn vinsælasti plötusnúður landsins og þekkt fyrir fallega og líflega framkomu og lítríkan fatastíl. View this post on Instagram A post shared by Dóra Júlía | J’adora (@dorajulia) Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og tónlistarmaður, fann einnig ástina en sú heppna heitir Ástríður Jósefína Ólafsdóttir, myndlistarmaður. Smartland greindi frá. Parið býr saman í Vesturbæ Reykjavíkur. Áhrifavaldurinn Brynjólfur Löve og íþróttakonan Edda Falak eru nýtt par. Brynjólfur, betur þekktur sem Binni Löve, er einn vinsælasti áhrifavaldur landsins og er Edda Falak ein efnilegasta CrossFit stjarna landsins. DV greindi frá. View this post on Instagram A post shared by EDDA FALAK (@eddafalak) Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir byrjuðu saman í sumar. Jóhanna er formaður Tannlæknafélags Íslands og sú yngsta sem hefur gengt þeirri stöðu. Ágúst birti þessa mynd af nýja parinu á Facebook í sumar. Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, fann ástina í örmum Stefanie Estherar Egilsdóttur laganema í sumar og var allt í blóma í sambandinu til að byrja með. Samkvæmt heimildum Vísis er sambandinu lokið í dag. Söngkonan Bríet Elfar og Rubin Pollock, gítarleikari Kaleo, eru nýtt par. Sambandið hófst í sumar. Bríet er ein vinsælasta söngkona landsins en Rubin Pollock hefur verið gítarleikari í vinsælu sveitinni Kaleo undanfarin ár. Kaleo hefur náð heimsfrægð síðustu ár en meðlimir bandsins eru í fríi á Íslandi sem stendur. Lína Birgitta nældi sér í hnykkjara en sá heppni heitir Guðmundur Birkir Pálmason og er einn vinsælasti hnykkjari landsins. View this post on Instagram A post shared by Lína Birgitta (@linabirgittasig) Leikarinn Gunnar Hansson og Hiroko Ara eru trúlofuð en parið greindi frá því á Facebook. Parið hóf samband sitt á árinu og gekk það greinilega vel. Gunnar Hansson er landsþekktur leikari og hefur farið á kostum undanfarin ár sem karakterinn Frímann Gunnarsson. Hiroko, sem er fædd og uppalin í Japan, er ljósmyndari og kokkur. Hún hefur búið á Íslandi í tuttugu ár. Knattspyrnukappinn fyrrverandi Björgólfur Takefusa og söngkonan Gréta Karen Grétarsdóttir fundu sumarástina í örmum hvor annars. Björgólfur sem er fertugur og Gréta Karen sem er þremur árum yngri og hittust þau í nokkra mánuði en fóru síðan í sitthvora áttina. Sjónvarpsstjarnan og áhrifavaldurinn Patrekur Jaime byrjaði í sambandi á árinu og frumsýndi hann kærastann í fallegri færslu á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Patrekur Jaime 👑 (@patrekurjaime) Ólafur Teitur Guðnason og Kristrún Heiða Hauksdóttirbyrjuðu saman í sambandi á árinu og greindu frá því á Facebook. Kristrún er upplýsingafulltrúi í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Hún starfaði áður sem kynningar og verkefnastjóri hjá Forlaginu og þar áður hjá Þjóðleikhúsinu. Ólafur Teitur er aðstoðarmaður Þordísar Kolbrúnar ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Ólafur starfaði áður sem framkvæmdastjóri samskiptasviðs Rio Tinto á Íslandi hf., sem rekur álverið í Straumsvík. Árið var viðburðarríkt hjá Manuelu Ósk Harðardóttir í ástarmálunum. Manuela Ósk blómstrað í þáttunum Allir geta dansað og þá með dansfélaga sínum Jóni Eyþóri Gottskálkssyni. Samstarfið gekk það vel að þau byrjuðu í ástarsambandi. Sambandið ekk upp í nokkra mánuði en lauk síðan síðasta vor. Um sumarið fann Manuela ástina á nýjan leik og þá í faðmi sjónvarps- og kvikmyndaframleiðandanum Eiði Birgissyni og eru þau enn saman í dag og geisla hreinlega bæði tvö saman. View this post on Instagram A post shared by M A N U (@manuelaosk) Ástrós Rut Sigurðardóttir fann ástina, en hún missti Bjarka Má Sigvaldason eiginmann sinn eftir erfiða baráttu við krabbamein. Ástrós sagði frá nýja sambandi sínu á samfélagsmiðlum í mars, en sá heppni heitir Davíð Örn Hjartarson og hefur verið vinur hennar langan tíma. Hann á fyrir sjö ára son og Ástrós á eina eins árs dóttur sem hún eignaðist með Bjarka. Ástrós ræddi um samabandið í Einkalífinu á árinu en saman eiga þau von á barni. Tónlistarfólkið Elísabet Eyþórsdóttir og Barði Jóhannsson opinberuðu samband sitt í september. Mbl.is greindi frá því. Barði er oft kenndur við hljómsveitina Bang Gang. Elísabet er frábær söngkona og hefur oft komið frá með systrum sínum í sveitinni Sísí Ey.
Ástin og lífið Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Love Island bomba keppir í Eurovision Lífið „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Fleiri fréttir Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Sjá meira