Sara Björk skrifaði söguna með þrenns konar hætti í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2020 09:00 Sara Björk Gunnarsdóttir kyssir hér bikarinn í gærkvöldi sem hún hlaut í annað skiptið á þremur árum. BRAGI VALGEIRSSON Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir setti þrjú ný met og jafnaði tvö til viðbótar þegar hún var kjörin Íþróttamaður ársins í gærkvöldi. Það hafa sjaldan verið slegið jafnmörg met í einu í 65 ára sögu kjör Íþróttamanns ársins og í gærkvöldi þegar Sara Björk Gunnarsdóttir hlaut útnefninguna fyrir árið 2020. Sara Björk skrifaði nafn sitt efst á lista á fimm listum með kjöri sínu en hér fyrir neðan má sjá metin sem hún sló í gær. Hver íþróttafréttamaður setur tíu nöfn íþróttafólks á blað. Sá sem settur er í efsta sæti fær 20 stig, 2. sætið gefur 15 stig, 3. sætið 10 stig, 4. sætið 7 stig, 5. sætið 6 stig, 6. sætið 5 stig, 7. sætið 4 stig, 8. sætið 3 stig, 9. sætið 2 stig og 10. sætið á hverjum atkvæðaseðli gefur 1 stig. Sara Björk hlaut fullt hús stiga í kosningunni í ár eða alls 600 stig. Þetta er tólfta sinn í 65 ára sögu kjörsins sem Íþróttamaður ársins er kosinn með fullu húsi stiga en Sara er sá níundi sem afrekar það. Tuttugu meðlimir kusu árið 2009 þegar síðast var um fullt hús að ræða en sem fyrr segir kusu 30 að þessu sinni og hefur íþróttamaður ársins því aldrei fengið fullt hús frá jafnmörgum meðlimum Samtaka íþróttafréttamanna og um er að ræða metfjölda stiga. Þá er þetta einnig stærsti sigur sögunnar, 244 stiga munur. Sara bætti gamla met Ólafs Stefánssonar um sautján stig. Sara Björk var ein af sjö konum sem höfðu hlotið nafnbótina Íþróttamaður ársins en varð í gær sú fyrsta til að hljóta hana tvisvar. Sara komst líka í hóp þeirra knattspyrnumanna sem hafa oftast verið kosnir Íþróttamaður ársins. Metkvöldið hjá Söru Björk Gunnarsdóttur 29. desember 2020: Vinna með fullt hús stiga - metjöfnun (níunda skiptið) Flest stig fengin í kjörinu (600 stig) - Gamla metið: Margrét Lára Viðarsdóttir 496 stig, 2007 Stærsti sigur í sigur í kjörinu (244 stiga forskot) - Gamla metið: Ólafur Stefánsson 227 stig, 2002 Fyrsta konan til að vera kjörin tvisvar Íþróttamaður ársins - Gamla metið: 1 - Sigríður Sigurðardóttir, Ragnheiður Runólfsdóttir, Vala Flosadóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Sara Björk. Oftast kjörin af knattspyrnufólki - metjöfnun (Fjórði knattspyrnumaðurinn með 2 titla) Íþróttamaður ársins Fótbolti Tengdar fréttir Sara Björk: Þetta er kvennaárið „Tilfinningin er geggjuð,“ voru fyrstu viðbrögð Söru Bjarkar Gunnarsdóttur eftir að hún var kjörinn Íþróttamaður ársins 2020 í kvöld. 29. desember 2020 20:43 Sara Björk íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir er íþróttamaður ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta er í annað sinn sem Sara hlýtur nafnbótina og er hún fyrst kvenna til þess að hljóta nafnbótina í tvígang. 29. desember 2020 20:23 Þessi fengu stig í kjörinu á íþróttamanni ársins, liði ársins og þjálfara ársins Samtök íþróttafréttamanna hafa gefið út hvaða íþróttamenn fengu atkvæði í kjörinu á Íþróttamanni ársins, liði ársins og þjálfara ársins. 29. desember 2020 21:14 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Kassi í Mosfellsbæinn Fótbolti Fleiri fréttir Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sjá meira
Það hafa sjaldan verið slegið jafnmörg met í einu í 65 ára sögu kjör Íþróttamanns ársins og í gærkvöldi þegar Sara Björk Gunnarsdóttir hlaut útnefninguna fyrir árið 2020. Sara Björk skrifaði nafn sitt efst á lista á fimm listum með kjöri sínu en hér fyrir neðan má sjá metin sem hún sló í gær. Hver íþróttafréttamaður setur tíu nöfn íþróttafólks á blað. Sá sem settur er í efsta sæti fær 20 stig, 2. sætið gefur 15 stig, 3. sætið 10 stig, 4. sætið 7 stig, 5. sætið 6 stig, 6. sætið 5 stig, 7. sætið 4 stig, 8. sætið 3 stig, 9. sætið 2 stig og 10. sætið á hverjum atkvæðaseðli gefur 1 stig. Sara Björk hlaut fullt hús stiga í kosningunni í ár eða alls 600 stig. Þetta er tólfta sinn í 65 ára sögu kjörsins sem Íþróttamaður ársins er kosinn með fullu húsi stiga en Sara er sá níundi sem afrekar það. Tuttugu meðlimir kusu árið 2009 þegar síðast var um fullt hús að ræða en sem fyrr segir kusu 30 að þessu sinni og hefur íþróttamaður ársins því aldrei fengið fullt hús frá jafnmörgum meðlimum Samtaka íþróttafréttamanna og um er að ræða metfjölda stiga. Þá er þetta einnig stærsti sigur sögunnar, 244 stiga munur. Sara bætti gamla met Ólafs Stefánssonar um sautján stig. Sara Björk var ein af sjö konum sem höfðu hlotið nafnbótina Íþróttamaður ársins en varð í gær sú fyrsta til að hljóta hana tvisvar. Sara komst líka í hóp þeirra knattspyrnumanna sem hafa oftast verið kosnir Íþróttamaður ársins. Metkvöldið hjá Söru Björk Gunnarsdóttur 29. desember 2020: Vinna með fullt hús stiga - metjöfnun (níunda skiptið) Flest stig fengin í kjörinu (600 stig) - Gamla metið: Margrét Lára Viðarsdóttir 496 stig, 2007 Stærsti sigur í sigur í kjörinu (244 stiga forskot) - Gamla metið: Ólafur Stefánsson 227 stig, 2002 Fyrsta konan til að vera kjörin tvisvar Íþróttamaður ársins - Gamla metið: 1 - Sigríður Sigurðardóttir, Ragnheiður Runólfsdóttir, Vala Flosadóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Sara Björk. Oftast kjörin af knattspyrnufólki - metjöfnun (Fjórði knattspyrnumaðurinn með 2 titla)
Metkvöldið hjá Söru Björk Gunnarsdóttur 29. desember 2020: Vinna með fullt hús stiga - metjöfnun (níunda skiptið) Flest stig fengin í kjörinu (600 stig) - Gamla metið: Margrét Lára Viðarsdóttir 496 stig, 2007 Stærsti sigur í sigur í kjörinu (244 stiga forskot) - Gamla metið: Ólafur Stefánsson 227 stig, 2002 Fyrsta konan til að vera kjörin tvisvar Íþróttamaður ársins - Gamla metið: 1 - Sigríður Sigurðardóttir, Ragnheiður Runólfsdóttir, Vala Flosadóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Sara Björk. Oftast kjörin af knattspyrnufólki - metjöfnun (Fjórði knattspyrnumaðurinn með 2 titla)
Íþróttamaður ársins Fótbolti Tengdar fréttir Sara Björk: Þetta er kvennaárið „Tilfinningin er geggjuð,“ voru fyrstu viðbrögð Söru Bjarkar Gunnarsdóttur eftir að hún var kjörinn Íþróttamaður ársins 2020 í kvöld. 29. desember 2020 20:43 Sara Björk íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir er íþróttamaður ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta er í annað sinn sem Sara hlýtur nafnbótina og er hún fyrst kvenna til þess að hljóta nafnbótina í tvígang. 29. desember 2020 20:23 Þessi fengu stig í kjörinu á íþróttamanni ársins, liði ársins og þjálfara ársins Samtök íþróttafréttamanna hafa gefið út hvaða íþróttamenn fengu atkvæði í kjörinu á Íþróttamanni ársins, liði ársins og þjálfara ársins. 29. desember 2020 21:14 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Kassi í Mosfellsbæinn Fótbolti Fleiri fréttir Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sjá meira
Sara Björk: Þetta er kvennaárið „Tilfinningin er geggjuð,“ voru fyrstu viðbrögð Söru Bjarkar Gunnarsdóttur eftir að hún var kjörinn Íþróttamaður ársins 2020 í kvöld. 29. desember 2020 20:43
Sara Björk íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir er íþróttamaður ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta er í annað sinn sem Sara hlýtur nafnbótina og er hún fyrst kvenna til þess að hljóta nafnbótina í tvígang. 29. desember 2020 20:23
Þessi fengu stig í kjörinu á íþróttamanni ársins, liði ársins og þjálfara ársins Samtök íþróttafréttamanna hafa gefið út hvaða íþróttamenn fengu atkvæði í kjörinu á Íþróttamanni ársins, liði ársins og þjálfara ársins. 29. desember 2020 21:14