Bucks setti nýtt met en sá besti var rólegur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2020 07:30 Stephen Curry fagnar körfu með liðsfélaga sínum Damion Lee. AP/Nam Y. Huh Milwaukee Bucks liðið setti nýtt þriggja stiga met í stórsigri á Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Golden State Warriors vann annan leikinn í röð, Los Angeles Clippers svaraði fyrir stórtap og þrennur tveggja leikmanna dugði ekki. Milwaukee Bucks skoraði 29 þriggja stiga körfur í 144-97 stórsigri á Miami Heat þar sem allir leikmenn Bucks skoruðu þrist nema Giannis Antetokounmpo. Giannis Antetokounmpo, besti leikmaður NBA undanfarin tvö tímabil, klikkaði á báðum þriggja stiga skotum sínum og var bara með 9 stig í leiknum. Restin af liðinu setti niður 29 af 49 þriggja stiga skotum en tólf leikmenn Bucks skoruðu þrist í leiknum. the BEST of the @Bucks NBA record setting 29 threes from their win vs. Miami! #KiaTipOff20 pic.twitter.com/FGOIEGsJp0— NBA (@NBA) December 30, 2020 Khris Middleton skoraði fjóra þrista og var stigahæstur með 25 stig en Jrue Holiday var með 24 stig og sex þrista. Donte DiVincenzo setti niður fimm þristar og skoraði alls 17 stig. Tyler Herro var stigahæstur hjá Miami með 23 stig en Jimmy Butler missti af leiknum vegna meiðsla. Gamla þriggja stiga metið voru 27 þristar hjá Houston Rockets á móti Phoenix Suns 7. apríl 2019. „Á sumum kvöldum þá eru körfuboltaguðirnir með þér í liði. Þetta er líklega eitt af þeim kvöldum,“ sagði þjálfarinn Mike Budenholzer. Stephen Curry var með 31 stig og Andrew Wiggins bætti við 27 stigum þegar Golden State Warriors vann 116-106 sigur á Detroit Pistons en Piston liðið hefur tapað fyrstu fjórum leikjum sínum. Golden State tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum illa með samtals 65 stigum en hefur nú svarað því með tveimur sigurleikjum í röð. Julius Randle's (@J30_RANDLE) triple-double fuels the @nyknicks! 28 PTS | 12 REB | 11 AST pic.twitter.com/c9G4xbaNSY— NBA (@NBA) December 30, 2020 Cleveland Cavaliers og Indiana Pacers töpuðu bæði sínum fyrsta leik eftir sigra í fyrstu þremur. Julius Randle var með þrennu, 28 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar í 95-86 sigri New York Knicks á Cleveland og Jayson Tatum skoraði 14 af 27 stigum sínum í lokaleikhlutanum þegar Boston Celtis vann 116-111 sigur á Indiana. Orlando Magic hélt aftir á móti sigurgöngu sinni áfram með 118-107 sigri á Oklahoma City Thunder. Nikola Vucevic var með 28 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar í fjórða sigri Orlando liðsins í röð. Los Angeles Clippers kom til baka eftir skellinn á móti Dallas og vann 124-101 sigur á Minnesota Timberwolves. Lou Williams var stigahæstur með 20 sitg en Paul George skoraði 18 stig. Liðið lék aftur án Kawhi Leonard. Joel Embiid var með 29 stig og 16 fráköst þegar Philadelphia 76ers vann 100-93 sigur á Toronto Raptors en Toronto liðið hefur þar með tapað þremur fyrstu leikjum sínum. With 21 PTS, 15 REB, 11 AST tonight, Russell Westbrook joins Oscar Robertson as the only players in NBA history to record 3 triple-doubles in their first 3 games of a season. pic.twitter.com/HZzAlIMLcE— NBA History (@NBAHistory) December 30, 2020 Nikola Jokic og Russell Westbrook voru báðir með þrennur í tapleikjum. Russell Westbrook var með 21 stig, 15 fráköst og 11 stoðsendingar í 115-107 tapi Washington Wizards á móti Chicago Bulls. Nikola Jokic var með 26 stig, 11 fráköst og 12 stoðsendingar þegar Denver Nuggets tapaði 115-125 á móti Sacramento Kings. Jokic var líka með 10 tapaða bolta. With this rebound, Nikola Jokic notches his 44th career triple-double and passes Fat Lever for the most triple-doubles in @nuggets franchise history! pic.twitter.com/V4X2oBgg8c— NBA (@NBA) December 30, 2020 Þetta var fyrsti sigur Bulls liðsins en Wizards liðið hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Miami Heat - Milwaukee Bucks 97-144 Detroit Pistons - Golden State Warriors 106-116 Cleveland Cavaliers - New York Knicks 86-95 Los Angeles Clippers - Minnesota Timberwolves 124-101 Philadelphia 76ers - Toronto Raptors 100-93 Phoenix Suns - New Orleans Pelicans 111-86 Oklahoma City Thunder - Orlando Magic 107-118 Washington Wizards - Chicago Bulls 107-115 Sacramento Kings - Denver Nuggets 125-115 Indiana Pacers - Boston Celtics 111-116 NBA Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sjá meira
Milwaukee Bucks skoraði 29 þriggja stiga körfur í 144-97 stórsigri á Miami Heat þar sem allir leikmenn Bucks skoruðu þrist nema Giannis Antetokounmpo. Giannis Antetokounmpo, besti leikmaður NBA undanfarin tvö tímabil, klikkaði á báðum þriggja stiga skotum sínum og var bara með 9 stig í leiknum. Restin af liðinu setti niður 29 af 49 þriggja stiga skotum en tólf leikmenn Bucks skoruðu þrist í leiknum. the BEST of the @Bucks NBA record setting 29 threes from their win vs. Miami! #KiaTipOff20 pic.twitter.com/FGOIEGsJp0— NBA (@NBA) December 30, 2020 Khris Middleton skoraði fjóra þrista og var stigahæstur með 25 stig en Jrue Holiday var með 24 stig og sex þrista. Donte DiVincenzo setti niður fimm þristar og skoraði alls 17 stig. Tyler Herro var stigahæstur hjá Miami með 23 stig en Jimmy Butler missti af leiknum vegna meiðsla. Gamla þriggja stiga metið voru 27 þristar hjá Houston Rockets á móti Phoenix Suns 7. apríl 2019. „Á sumum kvöldum þá eru körfuboltaguðirnir með þér í liði. Þetta er líklega eitt af þeim kvöldum,“ sagði þjálfarinn Mike Budenholzer. Stephen Curry var með 31 stig og Andrew Wiggins bætti við 27 stigum þegar Golden State Warriors vann 116-106 sigur á Detroit Pistons en Piston liðið hefur tapað fyrstu fjórum leikjum sínum. Golden State tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum illa með samtals 65 stigum en hefur nú svarað því með tveimur sigurleikjum í röð. Julius Randle's (@J30_RANDLE) triple-double fuels the @nyknicks! 28 PTS | 12 REB | 11 AST pic.twitter.com/c9G4xbaNSY— NBA (@NBA) December 30, 2020 Cleveland Cavaliers og Indiana Pacers töpuðu bæði sínum fyrsta leik eftir sigra í fyrstu þremur. Julius Randle var með þrennu, 28 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar í 95-86 sigri New York Knicks á Cleveland og Jayson Tatum skoraði 14 af 27 stigum sínum í lokaleikhlutanum þegar Boston Celtis vann 116-111 sigur á Indiana. Orlando Magic hélt aftir á móti sigurgöngu sinni áfram með 118-107 sigri á Oklahoma City Thunder. Nikola Vucevic var með 28 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar í fjórða sigri Orlando liðsins í röð. Los Angeles Clippers kom til baka eftir skellinn á móti Dallas og vann 124-101 sigur á Minnesota Timberwolves. Lou Williams var stigahæstur með 20 sitg en Paul George skoraði 18 stig. Liðið lék aftur án Kawhi Leonard. Joel Embiid var með 29 stig og 16 fráköst þegar Philadelphia 76ers vann 100-93 sigur á Toronto Raptors en Toronto liðið hefur þar með tapað þremur fyrstu leikjum sínum. With 21 PTS, 15 REB, 11 AST tonight, Russell Westbrook joins Oscar Robertson as the only players in NBA history to record 3 triple-doubles in their first 3 games of a season. pic.twitter.com/HZzAlIMLcE— NBA History (@NBAHistory) December 30, 2020 Nikola Jokic og Russell Westbrook voru báðir með þrennur í tapleikjum. Russell Westbrook var með 21 stig, 15 fráköst og 11 stoðsendingar í 115-107 tapi Washington Wizards á móti Chicago Bulls. Nikola Jokic var með 26 stig, 11 fráköst og 12 stoðsendingar þegar Denver Nuggets tapaði 115-125 á móti Sacramento Kings. Jokic var líka með 10 tapaða bolta. With this rebound, Nikola Jokic notches his 44th career triple-double and passes Fat Lever for the most triple-doubles in @nuggets franchise history! pic.twitter.com/V4X2oBgg8c— NBA (@NBA) December 30, 2020 Þetta var fyrsti sigur Bulls liðsins en Wizards liðið hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Miami Heat - Milwaukee Bucks 97-144 Detroit Pistons - Golden State Warriors 106-116 Cleveland Cavaliers - New York Knicks 86-95 Los Angeles Clippers - Minnesota Timberwolves 124-101 Philadelphia 76ers - Toronto Raptors 100-93 Phoenix Suns - New Orleans Pelicans 111-86 Oklahoma City Thunder - Orlando Magic 107-118 Washington Wizards - Chicago Bulls 107-115 Sacramento Kings - Denver Nuggets 125-115 Indiana Pacers - Boston Celtics 111-116
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Miami Heat - Milwaukee Bucks 97-144 Detroit Pistons - Golden State Warriors 106-116 Cleveland Cavaliers - New York Knicks 86-95 Los Angeles Clippers - Minnesota Timberwolves 124-101 Philadelphia 76ers - Toronto Raptors 100-93 Phoenix Suns - New Orleans Pelicans 111-86 Oklahoma City Thunder - Orlando Magic 107-118 Washington Wizards - Chicago Bulls 107-115 Sacramento Kings - Denver Nuggets 125-115 Indiana Pacers - Boston Celtics 111-116
NBA Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sjá meira