Sara Björk: Þetta er kvennaárið Anton Ingi Leifsson skrifar 29. desember 2020 20:43 Sara fagnar sigrinum í kvöld. Bragi Valgeirsson „Tilfinningin er geggjuð,“ voru fyrstu viðbrögð Söru Bjarkar Gunnarsdóttur eftir að hún var kjörinn Íþróttamaður ársins 2020 í kvöld. Hófið fór fram í beinni útsendingu á RÚV en Samtök íþróttafréttamanna standa fyrir valinu. Sara varð franskur bikarmeistari með Lyon, vann Meistaradeildina með liðinu og var fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins sem komst á EM. „Þetta er búið að vera frábært ár hjá mér. Eitt af mínu besta á ferlinum. Ég hef náð öllum mínum markmiðum og það verður erfitt að toppa þetta,“ sagði Sara eftir útnefninguna í kvöld. „Þetta er búið að vera draumur í tíu ár í atvinnumennsku og algjörlega ólýsanleg tilfinning,“ sagði Sara enn fremur um Meistaradeildarsigurinn. Þá ræddi hún einnig skiptin frá Wolfsburg til Lyon. „Það voru tveir mánuðir síðan ég gekk í raðir Lyon og svo mátti ég spila. Ég var búinn að sjá það fyrir mér að Lyon og Wolfsburg myndu mætast í úrslitunum. Þetta var skrýtin tilfinning en ég er ánægð með þessa ákvörðun,“ sagði Sara. Sara Björk átti frábært ár eins og áður segir og verður erfitt að toppa það á næsta ári. Hún er þó staðráðin í að gera það. „Það kemur nýtt ár og maður verður að reyna að toppa sjálfa sig á næsta ári.“ Sara Björk Gunnarsdóttir er Íþróttamaður ársins 2020!Sara Björk Gunnarsdóttir is the Sportperson of the year in Iceland!#LeiðinTilEnglands #dottirhttps://t.co/1JoZLM2Ny1 pic.twitter.com/VWNxrV27iF— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 29, 2020 En hvernig ætlar hún að gera það? „Það eru einhver markmið sem ég er ekki búin að ná. Vinna frönsku deildina og verja titlana; bikarinn með Lyon og verja Meistaradeildina titilinn. Það er verkefni.“ Hún er bjartsýn fyrir komandi Evrópumóti með íslenska liðinu. „Mér finnst við með eitt besta liðið í langan tíma og höfum góðan tíma. Það eru ungir leikmenn að standa sig frábærlega sem eru kannski ekkert búnir að spila mikið með liðinu en eru að koma ótrúlega sterkar inn. Þetta eina og hálfa ár mun gefa okkur tíma til þess að verða betri og fá reynslu. Við ætlum að gera eitthvað á EM.“ Elísabet Gunnarsdóttir var þjálfari ársins og íslenska kvennalandsliðið er lið ársins. Sara hafði þetta að segja um árið. „Þetta er kvennaárið. Það er greinilegt,“ sagði Sara. Íþróttamaður ársins Tengdar fréttir Sara Björk íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir er íþróttamaður ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta er í annað sinn sem Sara hlýtur nafnbótina og er hún fyrst kvenna til þess að hljóta nafnbótina í tvígang. 29. desember 2020 20:23 Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lið ársins Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er lið ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta kom fram á 65. hófi samtakanna sem var sýnt frá á RÚV í kvöld. 29. desember 2020 20:20 Elísabet þjálfari ársins Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta kom fram á 65. hófi samtakanna sem var sýnt frá á RÚV í kvöld. 29. desember 2020 20:13 Haukur sá tuttugasti í Heiðurshöllina Haukur Gunnarsson er tuttugasti íþróttamaðurinn sem er tekinn inn í heiðurshöll ÍSÍ. Þetta var tilkynnt á hófi Íþróttamanns ársins í kvöld. 29. desember 2020 20:05 Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjá meira
Hófið fór fram í beinni útsendingu á RÚV en Samtök íþróttafréttamanna standa fyrir valinu. Sara varð franskur bikarmeistari með Lyon, vann Meistaradeildina með liðinu og var fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins sem komst á EM. „Þetta er búið að vera frábært ár hjá mér. Eitt af mínu besta á ferlinum. Ég hef náð öllum mínum markmiðum og það verður erfitt að toppa þetta,“ sagði Sara eftir útnefninguna í kvöld. „Þetta er búið að vera draumur í tíu ár í atvinnumennsku og algjörlega ólýsanleg tilfinning,“ sagði Sara enn fremur um Meistaradeildarsigurinn. Þá ræddi hún einnig skiptin frá Wolfsburg til Lyon. „Það voru tveir mánuðir síðan ég gekk í raðir Lyon og svo mátti ég spila. Ég var búinn að sjá það fyrir mér að Lyon og Wolfsburg myndu mætast í úrslitunum. Þetta var skrýtin tilfinning en ég er ánægð með þessa ákvörðun,“ sagði Sara. Sara Björk átti frábært ár eins og áður segir og verður erfitt að toppa það á næsta ári. Hún er þó staðráðin í að gera það. „Það kemur nýtt ár og maður verður að reyna að toppa sjálfa sig á næsta ári.“ Sara Björk Gunnarsdóttir er Íþróttamaður ársins 2020!Sara Björk Gunnarsdóttir is the Sportperson of the year in Iceland!#LeiðinTilEnglands #dottirhttps://t.co/1JoZLM2Ny1 pic.twitter.com/VWNxrV27iF— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 29, 2020 En hvernig ætlar hún að gera það? „Það eru einhver markmið sem ég er ekki búin að ná. Vinna frönsku deildina og verja titlana; bikarinn með Lyon og verja Meistaradeildina titilinn. Það er verkefni.“ Hún er bjartsýn fyrir komandi Evrópumóti með íslenska liðinu. „Mér finnst við með eitt besta liðið í langan tíma og höfum góðan tíma. Það eru ungir leikmenn að standa sig frábærlega sem eru kannski ekkert búnir að spila mikið með liðinu en eru að koma ótrúlega sterkar inn. Þetta eina og hálfa ár mun gefa okkur tíma til þess að verða betri og fá reynslu. Við ætlum að gera eitthvað á EM.“ Elísabet Gunnarsdóttir var þjálfari ársins og íslenska kvennalandsliðið er lið ársins. Sara hafði þetta að segja um árið. „Þetta er kvennaárið. Það er greinilegt,“ sagði Sara.
Íþróttamaður ársins Tengdar fréttir Sara Björk íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir er íþróttamaður ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta er í annað sinn sem Sara hlýtur nafnbótina og er hún fyrst kvenna til þess að hljóta nafnbótina í tvígang. 29. desember 2020 20:23 Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lið ársins Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er lið ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta kom fram á 65. hófi samtakanna sem var sýnt frá á RÚV í kvöld. 29. desember 2020 20:20 Elísabet þjálfari ársins Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta kom fram á 65. hófi samtakanna sem var sýnt frá á RÚV í kvöld. 29. desember 2020 20:13 Haukur sá tuttugasti í Heiðurshöllina Haukur Gunnarsson er tuttugasti íþróttamaðurinn sem er tekinn inn í heiðurshöll ÍSÍ. Þetta var tilkynnt á hófi Íþróttamanns ársins í kvöld. 29. desember 2020 20:05 Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjá meira
Sara Björk íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir er íþróttamaður ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta er í annað sinn sem Sara hlýtur nafnbótina og er hún fyrst kvenna til þess að hljóta nafnbótina í tvígang. 29. desember 2020 20:23
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lið ársins Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er lið ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta kom fram á 65. hófi samtakanna sem var sýnt frá á RÚV í kvöld. 29. desember 2020 20:20
Elísabet þjálfari ársins Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta kom fram á 65. hófi samtakanna sem var sýnt frá á RÚV í kvöld. 29. desember 2020 20:13
Haukur sá tuttugasti í Heiðurshöllina Haukur Gunnarsson er tuttugasti íþróttamaðurinn sem er tekinn inn í heiðurshöll ÍSÍ. Þetta var tilkynnt á hófi Íþróttamanns ársins í kvöld. 29. desember 2020 20:05