Sara Björk: Þetta er kvennaárið Anton Ingi Leifsson skrifar 29. desember 2020 20:43 Sara fagnar sigrinum í kvöld. Bragi Valgeirsson „Tilfinningin er geggjuð,“ voru fyrstu viðbrögð Söru Bjarkar Gunnarsdóttur eftir að hún var kjörinn Íþróttamaður ársins 2020 í kvöld. Hófið fór fram í beinni útsendingu á RÚV en Samtök íþróttafréttamanna standa fyrir valinu. Sara varð franskur bikarmeistari með Lyon, vann Meistaradeildina með liðinu og var fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins sem komst á EM. „Þetta er búið að vera frábært ár hjá mér. Eitt af mínu besta á ferlinum. Ég hef náð öllum mínum markmiðum og það verður erfitt að toppa þetta,“ sagði Sara eftir útnefninguna í kvöld. „Þetta er búið að vera draumur í tíu ár í atvinnumennsku og algjörlega ólýsanleg tilfinning,“ sagði Sara enn fremur um Meistaradeildarsigurinn. Þá ræddi hún einnig skiptin frá Wolfsburg til Lyon. „Það voru tveir mánuðir síðan ég gekk í raðir Lyon og svo mátti ég spila. Ég var búinn að sjá það fyrir mér að Lyon og Wolfsburg myndu mætast í úrslitunum. Þetta var skrýtin tilfinning en ég er ánægð með þessa ákvörðun,“ sagði Sara. Sara Björk átti frábært ár eins og áður segir og verður erfitt að toppa það á næsta ári. Hún er þó staðráðin í að gera það. „Það kemur nýtt ár og maður verður að reyna að toppa sjálfa sig á næsta ári.“ Sara Björk Gunnarsdóttir er Íþróttamaður ársins 2020!Sara Björk Gunnarsdóttir is the Sportperson of the year in Iceland!#LeiðinTilEnglands #dottirhttps://t.co/1JoZLM2Ny1 pic.twitter.com/VWNxrV27iF— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 29, 2020 En hvernig ætlar hún að gera það? „Það eru einhver markmið sem ég er ekki búin að ná. Vinna frönsku deildina og verja titlana; bikarinn með Lyon og verja Meistaradeildina titilinn. Það er verkefni.“ Hún er bjartsýn fyrir komandi Evrópumóti með íslenska liðinu. „Mér finnst við með eitt besta liðið í langan tíma og höfum góðan tíma. Það eru ungir leikmenn að standa sig frábærlega sem eru kannski ekkert búnir að spila mikið með liðinu en eru að koma ótrúlega sterkar inn. Þetta eina og hálfa ár mun gefa okkur tíma til þess að verða betri og fá reynslu. Við ætlum að gera eitthvað á EM.“ Elísabet Gunnarsdóttir var þjálfari ársins og íslenska kvennalandsliðið er lið ársins. Sara hafði þetta að segja um árið. „Þetta er kvennaárið. Það er greinilegt,“ sagði Sara. Íþróttamaður ársins Tengdar fréttir Sara Björk íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir er íþróttamaður ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta er í annað sinn sem Sara hlýtur nafnbótina og er hún fyrst kvenna til þess að hljóta nafnbótina í tvígang. 29. desember 2020 20:23 Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lið ársins Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er lið ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta kom fram á 65. hófi samtakanna sem var sýnt frá á RÚV í kvöld. 29. desember 2020 20:20 Elísabet þjálfari ársins Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta kom fram á 65. hófi samtakanna sem var sýnt frá á RÚV í kvöld. 29. desember 2020 20:13 Haukur sá tuttugasti í Heiðurshöllina Haukur Gunnarsson er tuttugasti íþróttamaðurinn sem er tekinn inn í heiðurshöll ÍSÍ. Þetta var tilkynnt á hófi Íþróttamanns ársins í kvöld. 29. desember 2020 20:05 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Sjá meira
Hófið fór fram í beinni útsendingu á RÚV en Samtök íþróttafréttamanna standa fyrir valinu. Sara varð franskur bikarmeistari með Lyon, vann Meistaradeildina með liðinu og var fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins sem komst á EM. „Þetta er búið að vera frábært ár hjá mér. Eitt af mínu besta á ferlinum. Ég hef náð öllum mínum markmiðum og það verður erfitt að toppa þetta,“ sagði Sara eftir útnefninguna í kvöld. „Þetta er búið að vera draumur í tíu ár í atvinnumennsku og algjörlega ólýsanleg tilfinning,“ sagði Sara enn fremur um Meistaradeildarsigurinn. Þá ræddi hún einnig skiptin frá Wolfsburg til Lyon. „Það voru tveir mánuðir síðan ég gekk í raðir Lyon og svo mátti ég spila. Ég var búinn að sjá það fyrir mér að Lyon og Wolfsburg myndu mætast í úrslitunum. Þetta var skrýtin tilfinning en ég er ánægð með þessa ákvörðun,“ sagði Sara. Sara Björk átti frábært ár eins og áður segir og verður erfitt að toppa það á næsta ári. Hún er þó staðráðin í að gera það. „Það kemur nýtt ár og maður verður að reyna að toppa sjálfa sig á næsta ári.“ Sara Björk Gunnarsdóttir er Íþróttamaður ársins 2020!Sara Björk Gunnarsdóttir is the Sportperson of the year in Iceland!#LeiðinTilEnglands #dottirhttps://t.co/1JoZLM2Ny1 pic.twitter.com/VWNxrV27iF— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 29, 2020 En hvernig ætlar hún að gera það? „Það eru einhver markmið sem ég er ekki búin að ná. Vinna frönsku deildina og verja titlana; bikarinn með Lyon og verja Meistaradeildina titilinn. Það er verkefni.“ Hún er bjartsýn fyrir komandi Evrópumóti með íslenska liðinu. „Mér finnst við með eitt besta liðið í langan tíma og höfum góðan tíma. Það eru ungir leikmenn að standa sig frábærlega sem eru kannski ekkert búnir að spila mikið með liðinu en eru að koma ótrúlega sterkar inn. Þetta eina og hálfa ár mun gefa okkur tíma til þess að verða betri og fá reynslu. Við ætlum að gera eitthvað á EM.“ Elísabet Gunnarsdóttir var þjálfari ársins og íslenska kvennalandsliðið er lið ársins. Sara hafði þetta að segja um árið. „Þetta er kvennaárið. Það er greinilegt,“ sagði Sara.
Íþróttamaður ársins Tengdar fréttir Sara Björk íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir er íþróttamaður ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta er í annað sinn sem Sara hlýtur nafnbótina og er hún fyrst kvenna til þess að hljóta nafnbótina í tvígang. 29. desember 2020 20:23 Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lið ársins Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er lið ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta kom fram á 65. hófi samtakanna sem var sýnt frá á RÚV í kvöld. 29. desember 2020 20:20 Elísabet þjálfari ársins Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta kom fram á 65. hófi samtakanna sem var sýnt frá á RÚV í kvöld. 29. desember 2020 20:13 Haukur sá tuttugasti í Heiðurshöllina Haukur Gunnarsson er tuttugasti íþróttamaðurinn sem er tekinn inn í heiðurshöll ÍSÍ. Þetta var tilkynnt á hófi Íþróttamanns ársins í kvöld. 29. desember 2020 20:05 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Sjá meira
Sara Björk íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir er íþróttamaður ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta er í annað sinn sem Sara hlýtur nafnbótina og er hún fyrst kvenna til þess að hljóta nafnbótina í tvígang. 29. desember 2020 20:23
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lið ársins Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er lið ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta kom fram á 65. hófi samtakanna sem var sýnt frá á RÚV í kvöld. 29. desember 2020 20:20
Elísabet þjálfari ársins Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari ársins 2020 að mati Samtaka íþróttafréttamanna. Þetta kom fram á 65. hófi samtakanna sem var sýnt frá á RÚV í kvöld. 29. desember 2020 20:13
Haukur sá tuttugasti í Heiðurshöllina Haukur Gunnarsson er tuttugasti íþróttamaðurinn sem er tekinn inn í heiðurshöll ÍSÍ. Þetta var tilkynnt á hófi Íþróttamanns ársins í kvöld. 29. desember 2020 20:05