Þungarokkarinn með þungu pílurnar sem sér varla á spjaldið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2020 10:01 Ryan Searle kastar þungu pílunum sínum. getty/John Walton Englendingurinn Ryan Searle er einn skemmtilegasti keppandinn á heimsmeistaramótinu í pílukasti. Hann mætir Stephen Bunting í öðrum leik dagsins. Sextán manna úrslitunum á HM lýkur í dag með sex leikjum. Í fyrsta leik dagsins mætast Vincent van der Doort og Daryl Gurney og svo er komið að viðureign Searle og Bunting. Ætla mætti að það væri kostur fyrir pílukastara að sjá vel en Searle býr ekki yfir þeim eiginleika. Þvert á móti. Hann er með sjónskekkju og á oft í vandræðum með að sjá spjaldið og hvar pílurnar lenda. Gælunafn hins síðhærða Searles er Heavy Metal og eins og gefur að skilja er hann mikill þungarokksaðdáandi. Inngöngulag hans er Paranoid með Ozzy Osbourne og félögum í Black Sabbath. Searle er ekki bara hrifinn af þungarokki heldur notar hann þyngri pílur en flestir. Pílurnar sem hann keppir með eru 32 grömm. Searle vann sinn fyrsta titil á PDC mótaröðinni þegar hann vann mót á Players Championship fyrr á þessu ári. Hann bar þá sigur af sjálfum Michael van Gerwen í úrslitaleiknum, 8-6. Searle er að keppa á sínu þriðja heimsmeistaramóti. Árið 2019, á sínu fyrsta móti, komst hann alla leið í sextán manna úrslit þar sem hann laut í lægra haldi fyrir Michael Smith, 4-1. Í fyrra komst Searle svo í 32-manna úrslit þar hann tapaði fyrir fyrrverandi heimsmeistaranum Gary Anderson í hörkuleik, 3-2. Á HM í ár byrjaði Searle á því að vinna Danny Lauby, 3-2, og bar síðan sigurorð af Jeffrey de Zwaan, 3-0. Í 32-manna úrslitunum sigraði Searle svo Kim Huybrechts, 4-2. Bein útsending frá fyrri hluta HM í dag hefst klukkan 12:00 á Stöð 2 Sport 3. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Sjá meira
Sextán manna úrslitunum á HM lýkur í dag með sex leikjum. Í fyrsta leik dagsins mætast Vincent van der Doort og Daryl Gurney og svo er komið að viðureign Searle og Bunting. Ætla mætti að það væri kostur fyrir pílukastara að sjá vel en Searle býr ekki yfir þeim eiginleika. Þvert á móti. Hann er með sjónskekkju og á oft í vandræðum með að sjá spjaldið og hvar pílurnar lenda. Gælunafn hins síðhærða Searles er Heavy Metal og eins og gefur að skilja er hann mikill þungarokksaðdáandi. Inngöngulag hans er Paranoid með Ozzy Osbourne og félögum í Black Sabbath. Searle er ekki bara hrifinn af þungarokki heldur notar hann þyngri pílur en flestir. Pílurnar sem hann keppir með eru 32 grömm. Searle vann sinn fyrsta titil á PDC mótaröðinni þegar hann vann mót á Players Championship fyrr á þessu ári. Hann bar þá sigur af sjálfum Michael van Gerwen í úrslitaleiknum, 8-6. Searle er að keppa á sínu þriðja heimsmeistaramóti. Árið 2019, á sínu fyrsta móti, komst hann alla leið í sextán manna úrslit þar sem hann laut í lægra haldi fyrir Michael Smith, 4-1. Í fyrra komst Searle svo í 32-manna úrslit þar hann tapaði fyrir fyrrverandi heimsmeistaranum Gary Anderson í hörkuleik, 3-2. Á HM í ár byrjaði Searle á því að vinna Danny Lauby, 3-2, og bar síðan sigurorð af Jeffrey de Zwaan, 3-0. Í 32-manna úrslitunum sigraði Searle svo Kim Huybrechts, 4-2. Bein útsending frá fyrri hluta HM í dag hefst klukkan 12:00 á Stöð 2 Sport 3. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Sjá meira