Hreinsunarstarf hefst með krafti fyrir austan Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. desember 2020 14:23 Seyðisfjörður er þekktur fyrir fegurð sína en eftir skemmdir aurskriða er hann ekki nema svipur hjá sjón. Yfirlögregluþjónn vonar að bærinn komist sem fyrst í samt horf. Vísir/Egill Hreinsunarstarf hófst á Seyðisfirði í morgun en bærinn er ekki nema svipur hjá sjón eftir eyðileggingu af völdum aurskriða. Borist hefur liðstyrkur að norðan við hreinsun og verðmætabjörgun. Yfirlögregluþjónn bindur vonir við að hægt verði að hleypa fleiri bæjarbúum heim til sín fyrir áramót. Á Seyðisfirði hefur staðið yfir nær hvíldarlaus barátta við náttúruöflin en í seinni hluta desembermánaðar féll, með miklum látum, fjöldi aurskriða, eftir vætutíð og hlýindi. Rýma þurfti bæinn í heild sinni á mettíma eftir að stærsta aurskriðan gereyðilagði eitt hús og skemmdi þrettán önnur. Rýmingar eru enn í gildi í litlum hluta bæjarins en þeim var að hluta aflétt í gær þegar fjörutíu fjölskyldur fengu að snúa heim aftur. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn, var spurður hvort fleiri fái að snúa aftur heim bráðlega. „Vonandi verður það að hluta í dag og á morgun en við erum að bíða eftir niðurstöðum Veðurstofu eftir mælingar morgunsins og við gerum okkur vonir um að upp úr hádegi, þá verði tíðindi, hversu mikil þau verða á eftir að koma í ljós, en þetta fer nú að ganga aðeins hraðar, mögulega í dag og næstu daga.“ Hingað til hafa veðurstæður ekki verið nægilega góðar til að öruggt væri að hefja hreinsunarstarf og framkvæmdir að fullu en breyting varð á því í morgun. „Hreinsunarstarf er að hefjast núna af fullri alvöru og á eftir að aukast enn á næstu dögum og strax eftir áramót. Sérstök verkefnastjórn, á vegum Múlaþings, með aðstoð björgunarsveita og fleiri aðilum þannig að hreinsunarstarfið er vonandi að komast á skrið núna í dag og næstu daga.“ Seyðisfirði hefur borist liðsstyrkur frá björgunarsveitum frá norðurlandi eystra en tuttugu og sex björgunarsveitarmenn munu í dag aðallega sinna verðmætabjörgun úr húsum. Vegagerðin mun þá ryðja veginn norðanmegin í firðinum þar sem aurskriða féll. „Vegagerðin hefur verið haukur í horni í þessum ósköpum öllum sem hafa dunið yfir og tryggt það að Fjarðarheiðin sé opin eins og hægt er og mun halda áfram að veita þessu verkaefni allan þann stuðning sem hægt er.“ Við gerum ráð fyrir að dagsverkið verði drjúgt hvað hreinsunarstarf varðar, má ætla að bærinn verði fljótlega farinn að líkjast sjálfum sér aftur? „Jú það er maður að vona, það er þó býsna mikið verk óunnið enn þá en vonandi gengur það hratt og við gerum okkur vonir um að innan ekki langs tíma þá verði bærinn farinn að taka á sig sömu mynd og hann hafði áður og fyrir þessi áföll,“ sagði Kristján Ólafur yfirlögregluþjónn. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Tengdar fréttir 40 fjölskyldur fengu að snúa heim í dag Fjörutíu fjölskyldur fengu að snúa aftur heim á Seyðisfjörð í dag eftir að rýmingum var aflétt að hluta. Einhverjir eru þó enn óöruggir og treysta sér ekki aftur í bæinn. 28. desember 2020 20:45 Rýmingu aflétt að hluta á Seyðisfirði Niðurstöður stöðugleikamats í hlíðum Seyðisfjarðar gera það að verkum að hægt er að aflétta rýmingu að hluta til í bænum. Íbúar þeirra húsa sem enn eru innan rýmingarsvæðis mega sækja nauðsynjar og vinna að lagfæringum. 28. desember 2020 15:47 Seyðfirðingar fleyta kertum í stað þess að skjóta upp flugeldum Seyðfirðingar hyggjast koma saman við Lónið á áramótunum og fleyta þar kertum í stað þess að skjóta upp flugeldum. Margir eru hvekktir eftir drunurnar sem heyrðust í fjallinu eftir aurskriðurnar sem féllu á bæinn í síðustu viku og óttast að þeir muni endurupplifa áfallið. 26. desember 2020 18:28 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Á Seyðisfirði hefur staðið yfir nær hvíldarlaus barátta við náttúruöflin en í seinni hluta desembermánaðar féll, með miklum látum, fjöldi aurskriða, eftir vætutíð og hlýindi. Rýma þurfti bæinn í heild sinni á mettíma eftir að stærsta aurskriðan gereyðilagði eitt hús og skemmdi þrettán önnur. Rýmingar eru enn í gildi í litlum hluta bæjarins en þeim var að hluta aflétt í gær þegar fjörutíu fjölskyldur fengu að snúa heim aftur. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn, var spurður hvort fleiri fái að snúa aftur heim bráðlega. „Vonandi verður það að hluta í dag og á morgun en við erum að bíða eftir niðurstöðum Veðurstofu eftir mælingar morgunsins og við gerum okkur vonir um að upp úr hádegi, þá verði tíðindi, hversu mikil þau verða á eftir að koma í ljós, en þetta fer nú að ganga aðeins hraðar, mögulega í dag og næstu daga.“ Hingað til hafa veðurstæður ekki verið nægilega góðar til að öruggt væri að hefja hreinsunarstarf og framkvæmdir að fullu en breyting varð á því í morgun. „Hreinsunarstarf er að hefjast núna af fullri alvöru og á eftir að aukast enn á næstu dögum og strax eftir áramót. Sérstök verkefnastjórn, á vegum Múlaþings, með aðstoð björgunarsveita og fleiri aðilum þannig að hreinsunarstarfið er vonandi að komast á skrið núna í dag og næstu daga.“ Seyðisfirði hefur borist liðsstyrkur frá björgunarsveitum frá norðurlandi eystra en tuttugu og sex björgunarsveitarmenn munu í dag aðallega sinna verðmætabjörgun úr húsum. Vegagerðin mun þá ryðja veginn norðanmegin í firðinum þar sem aurskriða féll. „Vegagerðin hefur verið haukur í horni í þessum ósköpum öllum sem hafa dunið yfir og tryggt það að Fjarðarheiðin sé opin eins og hægt er og mun halda áfram að veita þessu verkaefni allan þann stuðning sem hægt er.“ Við gerum ráð fyrir að dagsverkið verði drjúgt hvað hreinsunarstarf varðar, má ætla að bærinn verði fljótlega farinn að líkjast sjálfum sér aftur? „Jú það er maður að vona, það er þó býsna mikið verk óunnið enn þá en vonandi gengur það hratt og við gerum okkur vonir um að innan ekki langs tíma þá verði bærinn farinn að taka á sig sömu mynd og hann hafði áður og fyrir þessi áföll,“ sagði Kristján Ólafur yfirlögregluþjónn.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Tengdar fréttir 40 fjölskyldur fengu að snúa heim í dag Fjörutíu fjölskyldur fengu að snúa aftur heim á Seyðisfjörð í dag eftir að rýmingum var aflétt að hluta. Einhverjir eru þó enn óöruggir og treysta sér ekki aftur í bæinn. 28. desember 2020 20:45 Rýmingu aflétt að hluta á Seyðisfirði Niðurstöður stöðugleikamats í hlíðum Seyðisfjarðar gera það að verkum að hægt er að aflétta rýmingu að hluta til í bænum. Íbúar þeirra húsa sem enn eru innan rýmingarsvæðis mega sækja nauðsynjar og vinna að lagfæringum. 28. desember 2020 15:47 Seyðfirðingar fleyta kertum í stað þess að skjóta upp flugeldum Seyðfirðingar hyggjast koma saman við Lónið á áramótunum og fleyta þar kertum í stað þess að skjóta upp flugeldum. Margir eru hvekktir eftir drunurnar sem heyrðust í fjallinu eftir aurskriðurnar sem féllu á bæinn í síðustu viku og óttast að þeir muni endurupplifa áfallið. 26. desember 2020 18:28 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
40 fjölskyldur fengu að snúa heim í dag Fjörutíu fjölskyldur fengu að snúa aftur heim á Seyðisfjörð í dag eftir að rýmingum var aflétt að hluta. Einhverjir eru þó enn óöruggir og treysta sér ekki aftur í bæinn. 28. desember 2020 20:45
Rýmingu aflétt að hluta á Seyðisfirði Niðurstöður stöðugleikamats í hlíðum Seyðisfjarðar gera það að verkum að hægt er að aflétta rýmingu að hluta til í bænum. Íbúar þeirra húsa sem enn eru innan rýmingarsvæðis mega sækja nauðsynjar og vinna að lagfæringum. 28. desember 2020 15:47
Seyðfirðingar fleyta kertum í stað þess að skjóta upp flugeldum Seyðfirðingar hyggjast koma saman við Lónið á áramótunum og fleyta þar kertum í stað þess að skjóta upp flugeldum. Margir eru hvekktir eftir drunurnar sem heyrðust í fjallinu eftir aurskriðurnar sem féllu á bæinn í síðustu viku og óttast að þeir muni endurupplifa áfallið. 26. desember 2020 18:28