Erlent

Skjálfti 6,3 að stærð í Króatíu

Atli Ísleifsson skrifar
Mikil eyðilegging blasir við í borginni Petrinji.
Mikil eyðilegging blasir við í borginni Petrinji. Rauði krossinn í Króatíu

Jarðskjálfti 6,3 að stærð varð í Króatíu, um 46 kílómetrum suðaustur af höfuðborginni Zagreb um hádegisbil í dag.

Skjálftinn varð klukkan 11:19 að staðartíma, eða 10:19 að íslenskum tíma, og bjarga hafi þurft fólki úr rústum bygginga. Þá hafa fjölmargar byggingar ýmist skemmst eða eyðilagst.

Þetta er annar stóri skjálftinn í landinu á tveimur dögum, en í gærmorgun varð skjálfti 5,2 að stærð á svipuðum slóðum.

Rauði krossinn í Króatíu segir að ástandið sé „mjög alvarlegt“ í Petrinja eftir skjálftann í dag. 

Fréttir hafa borist af því að skjálftans hafi orðið vart í Serbíu og Bosníu og Hersegóvínu. Þá hafa forsvarsmenn kjarnorkuvers í Slóveníu ákveðið að slökkva tímabundið á ofnunum í varúðarskyni varna skjálftanna.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×