Ánægð með að fara á lán til Svíþjóðar fyrst og stefnir á að vera best í heimi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. desember 2020 13:00 Sveindís Jane í sínum fyrsta A-landsleik. Hún skoraði tvö mörk í 9-0 sigri. Vísir/Vilhelm Í gær var staðfest að Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hafi samið við Þýskalandsmeistara Wolfsburg. Hún verður þó lánuð til Svíþjóðar fyrst þar sem hún mun leika með Íslendingaliði Kristianstad. Hin 19 ára gamla Sveindís Jane lék á alls oddi með Íslandsmeisturum Breiðabliks síðasta sumar en þar var hún í láni frá uppeldisfélagi sínu Keflavíka. Hún endaði tímabilið hér heima sem Íslandsmeistari, markahæst í Pepsi Max-deild kvenna með 14 mörk og var á endanum valin leikmaður ársins. Þá lék hún sína fyrstu A-landsleiki og skoraði sín fyrstu mörk. Í gær var staðfest að Sveindís Jane væri á lið til Þýskalandsmeistara Wolfsburg en félagið hefur unnið bæði deild og bikar undanfarin fjögur ár. Þá fór liðið alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð þar sem það beið lægri hlut gegn Lyon, 3-1. Hún samdi við Wolfsburg til fjögurra ára. Sveindís er spennt fyrir skrefinu og sátt með að fara til Íslendingaliðs Kristianstad í Svíþjóð fyrst um sinn. Liðið endaði í 3. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar og leikur því í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari liðsins og varnarjaxlinn Sif Atladóttir leikur einnig með liðinu. Virkilega spennandi tímar hjá okkur Velkomin elsku Sveindís https://t.co/Sxif07kRu2— Sif Atladóttir (@sifatla) December 28, 2020 „Mjög góð, eiginlega bara geggjuð. Ég er eiginlega ekki sjálf að trúa þessu en þetta er raunveruleikinn. Ég var búin að tala við önnur lið og svo kom þetta frekar óvænt svo ég gat ekki sleppt þessu,“ sagði Sveindís Jane um tilfinninguna sem fylgir því að hafa samið eitt besta lið í heimi í viðtali við Pál Ketilsson hjá Víkurfréttum. Viðtalið birtist í Sportpakka Stöðvar 2 í gær og má sjá hér að neðan. „Ég er mjög spennt. Þekki ágætlega til hennar og hún er frábær þjálfari,“ sagði Sveindís Jane að lokum varðandi hvernig það væri að fara á láni til Kristianstad. Í viðtali við Fótbolti.net var Sveindís Jane svo spurð út í langtímamarkmið sín. „Ég ætla að verða besti leikmaður í heimi. Það er markmiðið mitt. Núna fæ ég að spila með bestu leikmönnunum og það er langtímamarkmiðið.“ Fótbolti Íslenski boltinn Þýski boltinn Sænski boltinn Tengdar fréttir Wolfsburg kaupir Sveindísi Þýskalandsmeistarar Wolfsburg hafa keypt landsliðskonuna Sveindísi Jane Jónsdóttur frá Keflavík. Hún verður lánuð til Kristianstad í Svíþjóð á næsta tímabili. 28. desember 2020 09:18 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Hin 19 ára gamla Sveindís Jane lék á alls oddi með Íslandsmeisturum Breiðabliks síðasta sumar en þar var hún í láni frá uppeldisfélagi sínu Keflavíka. Hún endaði tímabilið hér heima sem Íslandsmeistari, markahæst í Pepsi Max-deild kvenna með 14 mörk og var á endanum valin leikmaður ársins. Þá lék hún sína fyrstu A-landsleiki og skoraði sín fyrstu mörk. Í gær var staðfest að Sveindís Jane væri á lið til Þýskalandsmeistara Wolfsburg en félagið hefur unnið bæði deild og bikar undanfarin fjögur ár. Þá fór liðið alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð þar sem það beið lægri hlut gegn Lyon, 3-1. Hún samdi við Wolfsburg til fjögurra ára. Sveindís er spennt fyrir skrefinu og sátt með að fara til Íslendingaliðs Kristianstad í Svíþjóð fyrst um sinn. Liðið endaði í 3. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar og leikur því í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari liðsins og varnarjaxlinn Sif Atladóttir leikur einnig með liðinu. Virkilega spennandi tímar hjá okkur Velkomin elsku Sveindís https://t.co/Sxif07kRu2— Sif Atladóttir (@sifatla) December 28, 2020 „Mjög góð, eiginlega bara geggjuð. Ég er eiginlega ekki sjálf að trúa þessu en þetta er raunveruleikinn. Ég var búin að tala við önnur lið og svo kom þetta frekar óvænt svo ég gat ekki sleppt þessu,“ sagði Sveindís Jane um tilfinninguna sem fylgir því að hafa samið eitt besta lið í heimi í viðtali við Pál Ketilsson hjá Víkurfréttum. Viðtalið birtist í Sportpakka Stöðvar 2 í gær og má sjá hér að neðan. „Ég er mjög spennt. Þekki ágætlega til hennar og hún er frábær þjálfari,“ sagði Sveindís Jane að lokum varðandi hvernig það væri að fara á láni til Kristianstad. Í viðtali við Fótbolti.net var Sveindís Jane svo spurð út í langtímamarkmið sín. „Ég ætla að verða besti leikmaður í heimi. Það er markmiðið mitt. Núna fæ ég að spila með bestu leikmönnunum og það er langtímamarkmiðið.“
Fótbolti Íslenski boltinn Þýski boltinn Sænski boltinn Tengdar fréttir Wolfsburg kaupir Sveindísi Þýskalandsmeistarar Wolfsburg hafa keypt landsliðskonuna Sveindísi Jane Jónsdóttur frá Keflavík. Hún verður lánuð til Kristianstad í Svíþjóð á næsta tímabili. 28. desember 2020 09:18 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Wolfsburg kaupir Sveindísi Þýskalandsmeistarar Wolfsburg hafa keypt landsliðskonuna Sveindísi Jane Jónsdóttur frá Keflavík. Hún verður lánuð til Kristianstad í Svíþjóð á næsta tímabili. 28. desember 2020 09:18