Bólusetningar farnar af stað víðs vegar um heim Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. desember 2020 17:37 Emilie Repikova, hermaður úr seinni heimstyrjiöld, fær einn af fyrstu skömmtum í Tékklandi. EPA/MARTIN DIVISEK Bólusetningar við kórónuveirunni eru nú farnar af stað víðs vegar um heiminn. Hjálparsamtök lýsa áhyggjum af skorti á bóluefni í fátækari löndum. Eins og stendur eru bólusetningar farnar af stað í rúmlega þrjátíu löndum. Víðast hvar er stuðst við bóluefnin frá Pfizer og Moderna. Rússar nota sitt eigið bóluefni og Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa gefið græna ljósið á efni kínverska fyrirtækisins Sinopharm. Enrico di Rosa, læknirinn sem annaðist fyrstu ítölsku Covid-sjúklingana, fékk sprautu í Róm í dag og sagðist afar ánægður í viðtali við AP. „Mér þykir þetta mikill heiður og ég er mjög heppinn,“ sagði di Rosa. Áhyggjur af hamstri Það eru þó langt frá því öll ríki í þeirri stöðu að geta hafið bólusetningar nú. Hjálparsamtök á borð við Oxfam og Amnesty International lýstu þungum áhyggjum af því í sameiginlegri skýrslu fyrr í mánuðinum að 67 fátækari ríki gætu lent í afar erfiðri stöðu vegna hamsturs auðugari landa. Afganistan, Gana, Jemen, Úkraína og Sýrland voru á meðal ríkja á listanum. Önnur bylgja faraldursins ríður nú yfir Afríku og smituðum fjölgar ört. Leiðtogar ríkja í Afríku og Asíu hafa svo lýst áhyggjum af því að ómögulegt gæti reynst að nota bóluefnin frá Pfizer og Moderna þar sem þau þarf að geyma við mikinn kulda. Strjálbýl svæði og skortur á kæliaðstöðu valda því töluverðum vandræðum. Ekki þarf að geyma bóluefnin frá breska AstraZeneca og kínverska Sinopharm við jafnmikið frost og gætu þau efni reynst góður kostur. Marokkó, Egyptaland og fleiri ríki hafa þegar tryggt sér skammta frá kínverska fyrirtækinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Eins og stendur eru bólusetningar farnar af stað í rúmlega þrjátíu löndum. Víðast hvar er stuðst við bóluefnin frá Pfizer og Moderna. Rússar nota sitt eigið bóluefni og Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa gefið græna ljósið á efni kínverska fyrirtækisins Sinopharm. Enrico di Rosa, læknirinn sem annaðist fyrstu ítölsku Covid-sjúklingana, fékk sprautu í Róm í dag og sagðist afar ánægður í viðtali við AP. „Mér þykir þetta mikill heiður og ég er mjög heppinn,“ sagði di Rosa. Áhyggjur af hamstri Það eru þó langt frá því öll ríki í þeirri stöðu að geta hafið bólusetningar nú. Hjálparsamtök á borð við Oxfam og Amnesty International lýstu þungum áhyggjum af því í sameiginlegri skýrslu fyrr í mánuðinum að 67 fátækari ríki gætu lent í afar erfiðri stöðu vegna hamsturs auðugari landa. Afganistan, Gana, Jemen, Úkraína og Sýrland voru á meðal ríkja á listanum. Önnur bylgja faraldursins ríður nú yfir Afríku og smituðum fjölgar ört. Leiðtogar ríkja í Afríku og Asíu hafa svo lýst áhyggjum af því að ómögulegt gæti reynst að nota bóluefnin frá Pfizer og Moderna þar sem þau þarf að geyma við mikinn kulda. Strjálbýl svæði og skortur á kæliaðstöðu valda því töluverðum vandræðum. Ekki þarf að geyma bóluefnin frá breska AstraZeneca og kínverska Sinopharm við jafnmikið frost og gætu þau efni reynst góður kostur. Marokkó, Egyptaland og fleiri ríki hafa þegar tryggt sér skammta frá kínverska fyrirtækinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira