Dæmd í tæplega sex ára fangelsi í Sádi-Arabíu Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2020 16:19 Loujain al-Hathloul við ólöglegan akstur í Sádi-Arabíu áður en hún var handtekin. Vísir/AP Aðgerðarsinni sem barðist fyrir rétti kvenna til að keyra í Sádi-Arabíu hefur verið dæmd í tæplega sex ára fangelsi. Loujain al-Hathloul var handtekin árið 2018 og hefur setið í fangelsi síðan. Var hún meðal annars sökuð um að starfa með aðilum sem eiga að vera óvinveittir konungsríkinu. Hathloul var dæmd af sérstökum hryðjuverkadómstóli fyrir að skaða þjóðaröryggi og ganga erindar erlendra aðila, auk annarra brota. Hún var dæmd til fimm ára og átta mánaða fangelsisvistar en tvö ár og tíu mánuðir þar af voru felldir niður. Hún mun því sleppa úr fangelsi eftir um þrjá mánuði. Hathloul má þó ekki ferðast frá Sádi-Arabíu í fimm ár og má heldur ekki endurtaka þau brot sem hún var sakfelld fyrir. Hún var handtekin nokkrum vikum áður en konur í Sádi-Arabíu fengu rétt til að keyra. Yfirvöld konungsríkisins segja handtöku hennar ekki koma því málefni við. Þess í stað hafi hún verið handtekin fyrir að grafa undan konungsfjölskyldu landsins. Samkvæmt frétt Guardian var tekið sérstaklega fram í upprunalegu ákærunni gegn henni að hún hefði hitt erindreka frá Bretlandi og öðrum Evrópuþjóðum. Hún var einnig sökuð um að tala við erlenda blaðamenn og mannréttindasamtök, auk þess sem hún sótti um starf hjá Sameinuðu þjóðunum. Hathloul sjálf og fjölskylda hennar hafa ávalt neitað ásökunum gagnvart henni. Mannréttindasamtök hafa ítrekað kallað eftir því að Hathloul verði sleppt. BBC hefur eftir fjölskyldu Hathloul að hún hafi verið pyntuð og áreitt kynferðislega í haldi. Yfirvöld hafa hafnað þeim ásökunum og hafa allir sem komu að fangelsun hennar þegar verið hreinsaðir af sök fyrir dómi. Lina, systir Hathloul, sagði í tísti í dag að dómnum yrði áfrýjað og farið yrði fram á aðra rannsókn varðandi ásakanir fjölskyldunnar. Loujain cried when she heard the sentence today. After nearly 3 years of arbitrary detention, torture, solitary confinement - they now sentence her and label her a terrorist. Loujain will appeal the sentence and ask for another investigation regarding torture #FreeLoujain https://t.co/E4msesGqjH— Lina Alhathloul (@LinaAlhathloul) December 28, 2020 Sádi-Arabía Mannréttindi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Hathloul var dæmd af sérstökum hryðjuverkadómstóli fyrir að skaða þjóðaröryggi og ganga erindar erlendra aðila, auk annarra brota. Hún var dæmd til fimm ára og átta mánaða fangelsisvistar en tvö ár og tíu mánuðir þar af voru felldir niður. Hún mun því sleppa úr fangelsi eftir um þrjá mánuði. Hathloul má þó ekki ferðast frá Sádi-Arabíu í fimm ár og má heldur ekki endurtaka þau brot sem hún var sakfelld fyrir. Hún var handtekin nokkrum vikum áður en konur í Sádi-Arabíu fengu rétt til að keyra. Yfirvöld konungsríkisins segja handtöku hennar ekki koma því málefni við. Þess í stað hafi hún verið handtekin fyrir að grafa undan konungsfjölskyldu landsins. Samkvæmt frétt Guardian var tekið sérstaklega fram í upprunalegu ákærunni gegn henni að hún hefði hitt erindreka frá Bretlandi og öðrum Evrópuþjóðum. Hún var einnig sökuð um að tala við erlenda blaðamenn og mannréttindasamtök, auk þess sem hún sótti um starf hjá Sameinuðu þjóðunum. Hathloul sjálf og fjölskylda hennar hafa ávalt neitað ásökunum gagnvart henni. Mannréttindasamtök hafa ítrekað kallað eftir því að Hathloul verði sleppt. BBC hefur eftir fjölskyldu Hathloul að hún hafi verið pyntuð og áreitt kynferðislega í haldi. Yfirvöld hafa hafnað þeim ásökunum og hafa allir sem komu að fangelsun hennar þegar verið hreinsaðir af sök fyrir dómi. Lina, systir Hathloul, sagði í tísti í dag að dómnum yrði áfrýjað og farið yrði fram á aðra rannsókn varðandi ásakanir fjölskyldunnar. Loujain cried when she heard the sentence today. After nearly 3 years of arbitrary detention, torture, solitary confinement - they now sentence her and label her a terrorist. Loujain will appeal the sentence and ask for another investigation regarding torture #FreeLoujain https://t.co/E4msesGqjH— Lina Alhathloul (@LinaAlhathloul) December 28, 2020
Sádi-Arabía Mannréttindi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira