„Þigg bólusetningu þegar kemur að mér“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. desember 2020 13:59 Ragnar segir daginn í dag mikinn gleðidag. Starfsmönnum bráðamóttöku Landspítalans eru farin að berast boð í bólusetningu. Þetta staðfestir Ragnar Freyr Ingvarsson, umsjónarlæknir göngudeildar Covid-19. Sjálfur hefur hann ekki fengið boð en segist afar rólegur; mikilvægast sé að bólusetja aldraða og þá sem eru í nánum samskiptum við sjúklinga. „Þetta eru aðallega sérnámslæknarnir, hjúkrunarfræðingarnir og sjúkraliðarnir sem eru í mikilli nálægð við sjúklingana sem ættu að vera fyrstir,“ segir Ragnar. Hann tilheyrir forgangshópi 2 en í hópum 1 og 2 eru starfsmenn bráðamóttaka og gjörgæsludeilda, starfsmenn sem sinna Covid-19 sjúklingum, þeir sem annast sýnatökur vegna Covid-19 og starfsmenn hjúkrunar- og dvalarheimila. Ragnar segist afar ánægður með þær línur sem hafa verið lagðar í reglugerð um bólusetningarnar gegn Covid-19, þar sem framlínustarfsmenn og aldraðir eru í forgangi. „Við vitum það að dánartíðnin eykst eftir sjötugt og er mjög há hjá þeim sem eru í elstu aldurshópunum og ég held að við eigum að beina sjónum okkar að þeim hóp fyrst.“ Mikilvægast að sinna fólkinu Ragnar segir ástandið á göngudeild Covid-19 hafa verið gott í desember. Verið sé að beita lyfjum sem hafa sannað gildi sitt og þá skipti sköpum að verið sé að „grípa“ fólk snemma. „Við erum alltaf að uppgötva einhverjar nýjungar en það hefur sýnt sig að það að sinna fólki er besta meðalið,“ segir hann og vísar þar til hins góða eftirlits sem haft er með þeim sem hafa greinst. „Við erum að kalla fólk inn og meta og meðhöndla. Og þetta hefur gert það að verkum að innlagnar- og dánartíðnin er minni en ella hefði verið.“ Spurður segist Ragnar ekki vita til þess að nokkur heilbrigðisstarfsmaður hyggist afþakka bólusetningu. „Við ætlum öll að láta bólusetja okkur,“ segir hann. „Ég hef ekki heyrt um nokkurn mann sem ætlar ekki að taka þátt. Það væri þá ekki nema viðkomandi væri óléttur eða með bráðaofnæmi.“ Dagurinn í dag sé mikill gleðidagur. „Ég treysti yfirvöldum og þríeykinu til að forgangsraða rétt og þigg bólusetningu þegar kemur að mér,“ segir Ragnar. „En mér liggur ekkert á.“ Reglugerð um forgangsröðun í bólusetningu vegna Covid-19. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nákvæmlega tíu mánuðir frá því að SARS-CoV-2 greindist fyrst hér á landi Í dag eru nákvæmlega tíu mánuðir frá því að veiran kom til landsins, sagði Alma D. Möller landlæknir við athöfnina þegar bóluefnið frá Pfizer og BioNTech kom í hús hjá Distica í morgun. 28. desember 2020 11:19 Ekki stórir kassar en sögulegir, segir heilbrigðisráðherra „Þetta er stór dagur hjá okkur öllum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, þegar 10 þúsund skammtar af bólefni Pfizer og BioNTech komu í hús hjá Distica rétt í þessu. 28. desember 2020 10:57 Bóluefnið afhent Íslensk heilbrigðisyfirvöld taka á móti fyrsti skömmtunum af bóluefni Pfizer og BioNTech með formlegum hætti klukkan 10.30. 28. desember 2020 10:00 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Sjá meira
„Þetta eru aðallega sérnámslæknarnir, hjúkrunarfræðingarnir og sjúkraliðarnir sem eru í mikilli nálægð við sjúklingana sem ættu að vera fyrstir,“ segir Ragnar. Hann tilheyrir forgangshópi 2 en í hópum 1 og 2 eru starfsmenn bráðamóttaka og gjörgæsludeilda, starfsmenn sem sinna Covid-19 sjúklingum, þeir sem annast sýnatökur vegna Covid-19 og starfsmenn hjúkrunar- og dvalarheimila. Ragnar segist afar ánægður með þær línur sem hafa verið lagðar í reglugerð um bólusetningarnar gegn Covid-19, þar sem framlínustarfsmenn og aldraðir eru í forgangi. „Við vitum það að dánartíðnin eykst eftir sjötugt og er mjög há hjá þeim sem eru í elstu aldurshópunum og ég held að við eigum að beina sjónum okkar að þeim hóp fyrst.“ Mikilvægast að sinna fólkinu Ragnar segir ástandið á göngudeild Covid-19 hafa verið gott í desember. Verið sé að beita lyfjum sem hafa sannað gildi sitt og þá skipti sköpum að verið sé að „grípa“ fólk snemma. „Við erum alltaf að uppgötva einhverjar nýjungar en það hefur sýnt sig að það að sinna fólki er besta meðalið,“ segir hann og vísar þar til hins góða eftirlits sem haft er með þeim sem hafa greinst. „Við erum að kalla fólk inn og meta og meðhöndla. Og þetta hefur gert það að verkum að innlagnar- og dánartíðnin er minni en ella hefði verið.“ Spurður segist Ragnar ekki vita til þess að nokkur heilbrigðisstarfsmaður hyggist afþakka bólusetningu. „Við ætlum öll að láta bólusetja okkur,“ segir hann. „Ég hef ekki heyrt um nokkurn mann sem ætlar ekki að taka þátt. Það væri þá ekki nema viðkomandi væri óléttur eða með bráðaofnæmi.“ Dagurinn í dag sé mikill gleðidagur. „Ég treysti yfirvöldum og þríeykinu til að forgangsraða rétt og þigg bólusetningu þegar kemur að mér,“ segir Ragnar. „En mér liggur ekkert á.“ Reglugerð um forgangsröðun í bólusetningu vegna Covid-19.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nákvæmlega tíu mánuðir frá því að SARS-CoV-2 greindist fyrst hér á landi Í dag eru nákvæmlega tíu mánuðir frá því að veiran kom til landsins, sagði Alma D. Möller landlæknir við athöfnina þegar bóluefnið frá Pfizer og BioNTech kom í hús hjá Distica í morgun. 28. desember 2020 11:19 Ekki stórir kassar en sögulegir, segir heilbrigðisráðherra „Þetta er stór dagur hjá okkur öllum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, þegar 10 þúsund skammtar af bólefni Pfizer og BioNTech komu í hús hjá Distica rétt í þessu. 28. desember 2020 10:57 Bóluefnið afhent Íslensk heilbrigðisyfirvöld taka á móti fyrsti skömmtunum af bóluefni Pfizer og BioNTech með formlegum hætti klukkan 10.30. 28. desember 2020 10:00 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Sjá meira
Nákvæmlega tíu mánuðir frá því að SARS-CoV-2 greindist fyrst hér á landi Í dag eru nákvæmlega tíu mánuðir frá því að veiran kom til landsins, sagði Alma D. Möller landlæknir við athöfnina þegar bóluefnið frá Pfizer og BioNTech kom í hús hjá Distica í morgun. 28. desember 2020 11:19
Ekki stórir kassar en sögulegir, segir heilbrigðisráðherra „Þetta er stór dagur hjá okkur öllum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, þegar 10 þúsund skammtar af bólefni Pfizer og BioNTech komu í hús hjá Distica rétt í þessu. 28. desember 2020 10:57
Bóluefnið afhent Íslensk heilbrigðisyfirvöld taka á móti fyrsti skömmtunum af bóluefni Pfizer og BioNTech með formlegum hætti klukkan 10.30. 28. desember 2020 10:00