Ronaldo gaf Lewandowski verðlaunin sín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2020 09:00 Cristiano Ronaldo á ferðinni í leik með Juventus. Getty/Nicolò Campo Cristiano Ronaldo var valinn leikmaður aldarinnar á Globe Soccer verðlaunahátíðinni í Dúbaí í gærkvöldi en Portúgalinn fékk líka önnur verðlaun sem hann ákvað að gefa frá sér. Cristiano Ronaldo hafði betur í baráttunni við Lionel Messi þegar kosið var um hver væri besti fótboltamaður áratugarins 2001 til 2020. Ronaldo og Messi hafa barist um einstaklingsverðlaunin nær allan þennan tíma. Ronaldo var auðvitað mjög sáttur við að fá þau verðlaun en það voru önnur verðlaun sem hann átti að fá líka en taldi sig ekki eiga skilið. Ronaldo and his agent Jorge Mendes believed it was 'unfair' that he had won, so they gave the award to Lewandowski An incredible gesture from the GOAT https://t.co/QFPVWxv3GR— GiveMeSport (@GiveMeSport) December 27, 2020 Ronaldo var líka kosinn besti leikmaður ársins 2020 en ákvað að gefa þau Pólverjanum Robert Lewandowski. Ítalska blaðið Tuttosport slær þessu upp. Ronaldo og umboðsmaður hans, Jorge Mendes, töldu að Lewandowski ætti þau frekar skilið en aðeins vinsældir Cristiano Ronaldo hafi skilað honum efsta sætinu í kosningunni. Lewandowski var á dögunum kosinn besti leikmaður ársins hjá FIFA. Hann hjálpaði Bayern München að vinna þrennuna tímabilið 2019-20 og skoraði alls 55 mörk í öllum keppnum fyrir Bayern á árinu 2020. #GlobeSoccerAwards, non solo #CristianoRonaldo: tutti i premiati https://t.co/76ocnMkh7Q— Tuttosport (@tuttosport) December 27, 2020 „Ég hef spilað marga leiki og skorað mörg mörk á tuttugu árum mínum í atvinnumennsku. Ég vissi ekki að ég ætti eftir að slá eitt met í viðbót. Það er ánægjulegt að heyra um met. Ég hef afrekað þetta allt saman en aðeins af því að ég hafði góða liðsfélaga og var hluti af góðum liðum,“ sagði Ronaldo sem fagnaði þessum flottu verðlaunum. „Þetta er stórkostlegt afrek og hvetur mig til að halda áfram. Það er mikill heiður að vera kosinn sá besti. Ég vona að þetta ástand í heiminum heyri sögunni á næsta ári svo við getum farið að njóta lífsins á ný. Ég vonast líka til að spila áfram í nokkur ár í viðbót,“ sagði Ronaldo. Meistaradeild Evrópu Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Sjá meira
Cristiano Ronaldo hafði betur í baráttunni við Lionel Messi þegar kosið var um hver væri besti fótboltamaður áratugarins 2001 til 2020. Ronaldo og Messi hafa barist um einstaklingsverðlaunin nær allan þennan tíma. Ronaldo var auðvitað mjög sáttur við að fá þau verðlaun en það voru önnur verðlaun sem hann átti að fá líka en taldi sig ekki eiga skilið. Ronaldo and his agent Jorge Mendes believed it was 'unfair' that he had won, so they gave the award to Lewandowski An incredible gesture from the GOAT https://t.co/QFPVWxv3GR— GiveMeSport (@GiveMeSport) December 27, 2020 Ronaldo var líka kosinn besti leikmaður ársins 2020 en ákvað að gefa þau Pólverjanum Robert Lewandowski. Ítalska blaðið Tuttosport slær þessu upp. Ronaldo og umboðsmaður hans, Jorge Mendes, töldu að Lewandowski ætti þau frekar skilið en aðeins vinsældir Cristiano Ronaldo hafi skilað honum efsta sætinu í kosningunni. Lewandowski var á dögunum kosinn besti leikmaður ársins hjá FIFA. Hann hjálpaði Bayern München að vinna þrennuna tímabilið 2019-20 og skoraði alls 55 mörk í öllum keppnum fyrir Bayern á árinu 2020. #GlobeSoccerAwards, non solo #CristianoRonaldo: tutti i premiati https://t.co/76ocnMkh7Q— Tuttosport (@tuttosport) December 27, 2020 „Ég hef spilað marga leiki og skorað mörg mörk á tuttugu árum mínum í atvinnumennsku. Ég vissi ekki að ég ætti eftir að slá eitt met í viðbót. Það er ánægjulegt að heyra um met. Ég hef afrekað þetta allt saman en aðeins af því að ég hafði góða liðsfélaga og var hluti af góðum liðum,“ sagði Ronaldo sem fagnaði þessum flottu verðlaunum. „Þetta er stórkostlegt afrek og hvetur mig til að halda áfram. Það er mikill heiður að vera kosinn sá besti. Ég vona að þetta ástand í heiminum heyri sögunni á næsta ári svo við getum farið að njóta lífsins á ný. Ég vonast líka til að spila áfram í nokkur ár í viðbót,“ sagði Ronaldo.
Meistaradeild Evrópu Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Sjá meira