Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg þar sem segir að nokkrar tilkynningar hafi verið vegna klæðninga og lausamuna. Útkall hafi borist á Kjalarnesi rétt fyrir hádegi vegna þakklæðningar sem var að fjúka af fjárhúsi í Kjós.
Þá hafa tvær björgunarsveitir verið kallaðar út í Reykjavík vegna foks á lausamunum og byggingarefni.
Skúr fauk á Drangsnesi um klukkan eitt og fór björgunarsveitarfólk á vettvang til að hefta fok á braki úr skúrnum og koma í veg fyrir frekara tjón vegna þessa.
Um svipað leyti var óskað eftir aðstoð björgunarsveitar vegna foks á lausamunum í Stykkishólmi.