Lífið

Jólaballaðan All I Want For Christmas í mögnuðum flutningi Elísabetar Ormslev

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Elísabet Ormslev er ekki þekkt fyrir að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Í sérstökum jólaþætti af Í kvöld er gigg heillaði hún salinn upp úr skónum með mögnuðum flutningi sínum á laginu All I Want For Christmas. 
Elísabet Ormslev er ekki þekkt fyrir að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Í sérstökum jólaþætti af Í kvöld er gigg heillaði hún salinn upp úr skónum með mögnuðum flutningi sínum á laginu All I Want For Christmas.  Skjáskot

Mikið var um dýrðir í sérstökum jólaþætti af Í kvöld er gigg með Ingó Veðurguði á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Þátturinn var extra langur í þetta skipti og voru gestirnir mæðgurnar Helga Möller og Elísabet Ormslev, stórsöngvararnir Eyjólfur Kristjáns og Bjarni Ara ásamt söngkonunum Rósu Björgu Ómarsdóttur og Þórdísi Imsland.

Ingó skoraði á Elísabetu að syngja eitt af sínum uppáhalds jólalögum og það er óhætt að segja að hún hafi staðist áskorunina með mikilli prýði. 

Hér má sjá magnaðan flutning Elísabetar á laginu All I Want For Christmas. 

Klippa: All I Want For Christmas For You - Elísabet Ormslef

Fyrir áhugasama er hægt að nálgast alla þætti Í kvöld er gigg á Stöð 2 maraþon.


Tengdar fréttir

Jólagigg með Ingó Veðurguði á annan í jólum

Það verður sannkölluð jólaveisla á Stöð 2 á annan í jólum þegar Ingó fær til sín góða gesti í sérstakan jólaþátt af Í kvöld er gigg. Þátturinn byrjar kl. 20:10 og verður hann extra langur í þetta skiptið. 

Söngdívurnar fjórar slógu í gegn hjá Ingó

Aldrei skal vanmeta mátt tónlistarinnar og sérstaklega ekki á tímum sem þessum. Í gærkvöldi í þættinum Í kvöld er gigg fékk Ingó til sín söngdívurnar fjórar þær Elísabetu Ormslev, Regínu Ósk, Jóhönnu Guðrúnu og Stefaníu Svavars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×