Meira að gera hjá hrútunum en prestunum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. desember 2020 20:06 Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson, prestur í Hruna í Hrunamannahreppi. Hann er með fimm kirkjur í sinni umsjón. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er mjög óvenjulegt að vera prestur yfir jólin og hitta ekki sóknarbörnin sín.“ Þetta segir séra Óskar Hafsteinn Óskarsson í Hruna í Hrunamannahreppi, sem notar jólin líka til að sinna kindunum sínum, en nú stendur ástarlífið yfir í fjárhúsinu. Séra Óskar Hafsteinn býr í Hruna með fjölskyldu sinni þar sem Hrunakirkja er. Hann segir mjög sérstakt að vera prestur á tímum heimsfaraldurs. „Já, það er allavega mjög óvenjulegt, það er svona annar taktur í þessu en það er alltaf gaman að vera prestur. Það ræðir ekkert um helgihald, svona opið helgihald. Við erum að reyna að taka upp og senda heim myndbönd úr kirkjunum okkar, helgistundir og svona,“ segir Óskar og bætir við. „Við viljum leggja alúð í þetta, bæði prestur og organisti og kórfólk, að gera þetta vel og reyna að ná til fólks í gegnum þessa tækni þó það toppi ekki það að fá fólkið sitt í kirkjuna, fá að knúsa það á jólunum og takast í hendur, það er hluti af þessu en þetta er áskorun.“ Það er ekkert af fólki sem kemur í Hrunakirkju yfir jólin vegna Covid en í stað þess hefur athöfnum verið streymt heim til fólks.Magnús Hlynur Hreiðarsson Séra Óskar er mikill áhugamaður um íslensku sauðkindina enda með um 130 fjár í Hruna. Nú stendur fengitíminn sem hæst yfir. „Já, það er mikið að gerast í fjárhúsinu, mikið ástarlíf þar. Það var nú oft sagt í eina tíð að desember væri sá mánuður, sem mest væri að gera hjá hrútum og prestum en nú held ég að það séu hrútarnir sem hafa meira að gera en prestarnir,“ segir Óskar og glottir við tönn. Séra Óskar er með fimm hrúta, sem hann notar á ærnar yfir fengitímann. Hér eru tveir þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Þjóðkirkjan Jól Landbúnaður Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Sjá meira
Séra Óskar Hafsteinn býr í Hruna með fjölskyldu sinni þar sem Hrunakirkja er. Hann segir mjög sérstakt að vera prestur á tímum heimsfaraldurs. „Já, það er allavega mjög óvenjulegt, það er svona annar taktur í þessu en það er alltaf gaman að vera prestur. Það ræðir ekkert um helgihald, svona opið helgihald. Við erum að reyna að taka upp og senda heim myndbönd úr kirkjunum okkar, helgistundir og svona,“ segir Óskar og bætir við. „Við viljum leggja alúð í þetta, bæði prestur og organisti og kórfólk, að gera þetta vel og reyna að ná til fólks í gegnum þessa tækni þó það toppi ekki það að fá fólkið sitt í kirkjuna, fá að knúsa það á jólunum og takast í hendur, það er hluti af þessu en þetta er áskorun.“ Það er ekkert af fólki sem kemur í Hrunakirkju yfir jólin vegna Covid en í stað þess hefur athöfnum verið streymt heim til fólks.Magnús Hlynur Hreiðarsson Séra Óskar er mikill áhugamaður um íslensku sauðkindina enda með um 130 fjár í Hruna. Nú stendur fengitíminn sem hæst yfir. „Já, það er mikið að gerast í fjárhúsinu, mikið ástarlíf þar. Það var nú oft sagt í eina tíð að desember væri sá mánuður, sem mest væri að gera hjá hrútum og prestum en nú held ég að það séu hrútarnir sem hafa meira að gera en prestarnir,“ segir Óskar og glottir við tönn. Séra Óskar er með fimm hrúta, sem hann notar á ærnar yfir fengitímann. Hér eru tveir þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Þjóðkirkjan Jól Landbúnaður Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Sjá meira