Kínverska hagkerfið verði það stærsta í heimi 2028 Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. desember 2020 17:31 Gert er ráð fyrir að kínverska hagkerfið verði orðið það stærsta í heimi árið 2028. Liu Jianhua/VCG via Getty Hagkerfi Kína mun taka fram úr því bandaríska árið 2028 og verður þá það stærsta í heimi, samkvæmt spá CEBR, breskrar rannsóknarmiðstöðvar um hagfræði og viðskipti. Fyrra spálíkan hafði gert ráð fyrir að Kína ætti stærsta hagkerfi heims árið 2033, en faraldur kórónuveiru er sagður munu flýta því. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og vísar í skýrslu um rannsókn CEBR. Þar segir að viðbrögð kínverskra stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum verði þess valdandi að hagkerfi Kína muni vaxa hlutfallslega meira en hagkerfi Bandaríkjanna og Evrópuríkja á næstu árum. Kína var fyrsta landið sem tókst á við kórónuveirufaraldurinn og greip strax til harðra aðgerða til að hefta útbreiðslu Covid-19 um landið. Kínverjar hafa því ekki þurft að ganga í gegn um endurteknar bylgjur sóttvarnaaðgerða með fylgjandi samdrætti fyrir efnahagslífið og áætlanir gera ráð fyrir tveggja prósenta hagvexti þar í landi árið 2020. Bandaríkin hafa hins vegar komið einna verst út úr faraldrinum. Yfir 330.000 hafa látið þar lífið af völdum Covid-19 og um átján og hálf milljón manna greinst með kórónuveiruna. Stjórnvöld hafa gripið til einhverra efnahagslegra aðgerða, svo sem með aðgerðapökkum þar sem Bandríkjamönnum hafa verið gefnir peningar, en atvinnuleysi í landinu fór upp í 14,7 prósent síðastliðinn apríl, en var í 6,7 prósentum í nóvember síðastliðnum. Mun örari vöxtur í Kína Samkvæmt skýrslu CEBR mun hagkerfi Bandaríkjanna ná sér að einhverju leyti á næstu árum. Gert er áð fyrir að hagvöxtur verði um 1,9 prósent á árunum 2022 til 2024, en um 1,6 prósent á árunum eftir það. Skýrslan gerir hins vegar ráð fyrir örari vexti kínverska hagkerfisins, eða um 5,7 prósent á ári til ársins 2025 og 4,5 prósent á árunum 2026 til 2030. Annað sem skýrslan gerir ráð fyrir er að breska hagkerfið muni njóta um 4 prósenta hagvaxtar á árunum 2021 til 2025 og 1,8 prósenta hagvaxtar frá 2026 til 2030, eftir að hafa dregist saman á þessu ári. Þá er gert ráð fyrir að hagkerfi Indlands verði orðið stærra en hagkerfi Þýskalands árið 2027, og það taki sömuleiðis fram úr hagkerfi Japans árið 2030. Kína Bandaríkin Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu og vísar í skýrslu um rannsókn CEBR. Þar segir að viðbrögð kínverskra stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum verði þess valdandi að hagkerfi Kína muni vaxa hlutfallslega meira en hagkerfi Bandaríkjanna og Evrópuríkja á næstu árum. Kína var fyrsta landið sem tókst á við kórónuveirufaraldurinn og greip strax til harðra aðgerða til að hefta útbreiðslu Covid-19 um landið. Kínverjar hafa því ekki þurft að ganga í gegn um endurteknar bylgjur sóttvarnaaðgerða með fylgjandi samdrætti fyrir efnahagslífið og áætlanir gera ráð fyrir tveggja prósenta hagvexti þar í landi árið 2020. Bandaríkin hafa hins vegar komið einna verst út úr faraldrinum. Yfir 330.000 hafa látið þar lífið af völdum Covid-19 og um átján og hálf milljón manna greinst með kórónuveiruna. Stjórnvöld hafa gripið til einhverra efnahagslegra aðgerða, svo sem með aðgerðapökkum þar sem Bandríkjamönnum hafa verið gefnir peningar, en atvinnuleysi í landinu fór upp í 14,7 prósent síðastliðinn apríl, en var í 6,7 prósentum í nóvember síðastliðnum. Mun örari vöxtur í Kína Samkvæmt skýrslu CEBR mun hagkerfi Bandaríkjanna ná sér að einhverju leyti á næstu árum. Gert er áð fyrir að hagvöxtur verði um 1,9 prósent á árunum 2022 til 2024, en um 1,6 prósent á árunum eftir það. Skýrslan gerir hins vegar ráð fyrir örari vexti kínverska hagkerfisins, eða um 5,7 prósent á ári til ársins 2025 og 4,5 prósent á árunum 2026 til 2030. Annað sem skýrslan gerir ráð fyrir er að breska hagkerfið muni njóta um 4 prósenta hagvaxtar á árunum 2021 til 2025 og 1,8 prósenta hagvaxtar frá 2026 til 2030, eftir að hafa dregist saman á þessu ári. Þá er gert ráð fyrir að hagkerfi Indlands verði orðið stærra en hagkerfi Þýskalands árið 2027, og það taki sömuleiðis fram úr hagkerfi Japans árið 2030.
Kína Bandaríkin Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira