Bóluefnið kom í lögreglufylgd til Danmerkur: „Til hamingju við öll“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. desember 2020 11:37 Dreifing á bóluefni Pfizer er hafin innan Evrópusambandsins. Pfizer Klukkan 05:58 í morgun komu fyrstu skammtarnir af bóluefni gegn covid-19 í hús til dönsku sóttvarnastofnunarinnar Statens Serum Institut (SSI) á Amager í Kaupmannahöfn. Eftir að hafa verið flutt yfir landamærin til Danmerkur í lögreglufylgd verður bóluefninu nú dreift milli landshluta. Stefnt er að því að bólusetning hefjist í fyrramálið klukkan níu. Danskir fjölmiðlar birtu í morgun myndskeið af því þegar flutningabíll í lögreglufylgd ók í hlað í Kaupmannahöfn. „Eftir mánaða bið geta fyrstu Danirnir nú séð fram á að vera bólusettir gegn kórónuveriunni,“ segir í frétt TV 2. „Mér finnst við mega segja til hamingju við öll. Þetta er stór dagur. Við erum mjög spennt og glöð,“ er haft eftir Anne Marie Vangsted, forstjóra Testcenter Danmark, stofnunarinnar sem annast hefur skimun fyrir covid-19 í Danmörku. Fyrsta sendingin til Danmerkur samanstendur af 9750 skömmtum af bóluefni frá Pfizer-BioNtech sem framleitt var í belgíska bænum Puurs. Bóluefnið var flutt með lögreglufylgd alla leiðina frá því komið var yfir landamærin og þar til það var komið inn um hliðið við húsakynni SSI á Amager. Þaðan verður efninu deilt niður til fimm sveitarfélaga. Fyrstu Danirnir til að verða bólusettir verður eldra fólk og þeir sem útsettir eru fyrir veirunni á hjúkrunarheimilum í fimm bæjum Danmerkur þar sem mikið hefur verið um smit. Þá verður útvalið heilbrigðisstarfsfólk meðal hinna fyrstu til að fá bóluefni. „Þetta er virkilega, virkilega yndislegt, að nú getum við fljótlega beitt viðspyrnu gegn kórónuveirunni með því að meðhöndla hana með virkum hætti, með því að búa til ónæmi svo maður verði ekki veikur,“ segir Henrik Ullum, forstjóri SSI. Danmörk Bólusetningar Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Danskir fjölmiðlar birtu í morgun myndskeið af því þegar flutningabíll í lögreglufylgd ók í hlað í Kaupmannahöfn. „Eftir mánaða bið geta fyrstu Danirnir nú séð fram á að vera bólusettir gegn kórónuveriunni,“ segir í frétt TV 2. „Mér finnst við mega segja til hamingju við öll. Þetta er stór dagur. Við erum mjög spennt og glöð,“ er haft eftir Anne Marie Vangsted, forstjóra Testcenter Danmark, stofnunarinnar sem annast hefur skimun fyrir covid-19 í Danmörku. Fyrsta sendingin til Danmerkur samanstendur af 9750 skömmtum af bóluefni frá Pfizer-BioNtech sem framleitt var í belgíska bænum Puurs. Bóluefnið var flutt með lögreglufylgd alla leiðina frá því komið var yfir landamærin og þar til það var komið inn um hliðið við húsakynni SSI á Amager. Þaðan verður efninu deilt niður til fimm sveitarfélaga. Fyrstu Danirnir til að verða bólusettir verður eldra fólk og þeir sem útsettir eru fyrir veirunni á hjúkrunarheimilum í fimm bæjum Danmerkur þar sem mikið hefur verið um smit. Þá verður útvalið heilbrigðisstarfsfólk meðal hinna fyrstu til að fá bóluefni. „Þetta er virkilega, virkilega yndislegt, að nú getum við fljótlega beitt viðspyrnu gegn kórónuveirunni með því að meðhöndla hana með virkum hætti, með því að búa til ónæmi svo maður verði ekki veikur,“ segir Henrik Ullum, forstjóri SSI.
Danmörk Bólusetningar Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira