„Þið eruð ekki ein“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. desember 2020 09:49 Elísabet Englandstrottning flutti sitt árlega jólaávarp í gær. AP/Victoria Jones Elísabet Englandsdrottning nýtti tækifærið í jólaávarpi sínu í gær til að fullvissa þau sem hafa átt erfitt, fjarri vinum sínum og fjölskyldu á þessu ári, um að þau séu ekki ein. Hún sagði að það sem marga langi í um jólin sé „einfalt faðmlag eða þétt handtak,“ en að „jafnvel dimmustu um nætur fylgi von með nýjum degi.“ Drottningin sem er orðin 94 ára sagði heimsfaraldurinn hafa þjappað fólki saman, þrátt fyrir að hafa valdið miklum erfiðleikum. Líkt og svo margir aðrir varði drottningin jólunum án fjölskyldu sinnar. Hún og eiginmaður hennar Filippus vörðu jólunum í Windsor-kastala en ekki á Sandringham sveitasetrinu með fjölskyldunni líkt og venjulega. „Merkilega, þá hefur ár, þar sem fólki var að nauðsynju haldið í sundur, á margan hátt þjappað okkur betur saman,“ sagði drottningin í ávarpi sínu. Hún sagði konungsfjölskylduna hafa fengið innblástur frá því fólki sem hefur gegnt sjálfboðastarfi í samfélaginu. „Í Bretlandi og um heim allan hefur fólk með stórkostlegum hætti risið upp og mætt áskorunum þessa árs, og ég er svo stolt og hrærð yfir þessum hljóðláta og þrautseiga anda,“ sagði drottningin. „Auðvitað fyrir marga fylgir þessum tíma árs mikil sorg. Sumir syrgja missi ástvina og aðrir sakna vina og fjölskyldumeðlima sem eru fjarri af öryggisástæðum, þegar það sem þau virkilega vilja í jólagjöf er einfalt faðmlag eða þétt tak um höndina,“ bætti drottningin við. „Ef þið eruð meðal þeirra, þá eruð þið ekki ein,“ sagði drottningin sem þakkaði jafnframt sérstaklega ungu fólki, framlínustarfsfólki og miskunsömum samverjum sem hafi sýnt öllum umhyggju og virðingu. Jól Bretland Kóngafólk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Drottningin sem er orðin 94 ára sagði heimsfaraldurinn hafa þjappað fólki saman, þrátt fyrir að hafa valdið miklum erfiðleikum. Líkt og svo margir aðrir varði drottningin jólunum án fjölskyldu sinnar. Hún og eiginmaður hennar Filippus vörðu jólunum í Windsor-kastala en ekki á Sandringham sveitasetrinu með fjölskyldunni líkt og venjulega. „Merkilega, þá hefur ár, þar sem fólki var að nauðsynju haldið í sundur, á margan hátt þjappað okkur betur saman,“ sagði drottningin í ávarpi sínu. Hún sagði konungsfjölskylduna hafa fengið innblástur frá því fólki sem hefur gegnt sjálfboðastarfi í samfélaginu. „Í Bretlandi og um heim allan hefur fólk með stórkostlegum hætti risið upp og mætt áskorunum þessa árs, og ég er svo stolt og hrærð yfir þessum hljóðláta og þrautseiga anda,“ sagði drottningin. „Auðvitað fyrir marga fylgir þessum tíma árs mikil sorg. Sumir syrgja missi ástvina og aðrir sakna vina og fjölskyldumeðlima sem eru fjarri af öryggisástæðum, þegar það sem þau virkilega vilja í jólagjöf er einfalt faðmlag eða þétt tak um höndina,“ bætti drottningin við. „Ef þið eruð meðal þeirra, þá eruð þið ekki ein,“ sagði drottningin sem þakkaði jafnframt sérstaklega ungu fólki, framlínustarfsfólki og miskunsömum samverjum sem hafi sýnt öllum umhyggju og virðingu.
Jól Bretland Kóngafólk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira