Missti stjórn á bifreið og ók á hús Sylvía Hall skrifar 26. desember 2020 07:36 Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í miðbæ Reykjavíkur með þeim afleiðingum að hún hafnaði á Hamborgarabúllu Tómasar. Aðsend Klukkan hálf tvö í nótt barst lögreglu tilkynning um umferðaróhapp í miðbæ Reykjavíkur. Þar hafði ökumaður misst stjórn á bifreið sinni og ók á hús með þeim afleiðingum að bifreiðin skemmdist. Engin meiðsl urðu á fólki samkvæmt upplýsingum frá lögreglu en flytja þurfti bifreiðina af vettvangi með Króki. Fréttastofu barst mynd af vettvangi í nótt þar sem má sjá að húsið sem um ræðir er Hamborgarabúlla Tómasar við Geirsgötu. Lögregla hafði í nógu öðru að snúast í gærkvöldi og í nótt ef marka má dagbók lögreglunnar. Rétt fyrir klukkan 18 var tilkynnt um innbrot og mögulegan þjófnað á veitingahúsi í Hlíðahverfi þar sem útihurð hafði verið spennt upp. Öryggiskerfið fór í gang þegar þjófurinn braust inn en enginn var á vettvangi. Ekki er vitað hvort einhverju var stolið. Rétt fyrir klukkan þrjú í nótt var lögregla kölluð til í sama hverfi vegna innbrots í geymslur í fjölbýlishúsi. Maður og kona voru handtekin á vettvangi, grunuð um verknaðinn. Bæði voru vistuð í fangageymslu vegna rannsóknar. Lögreglan stöðvaði þónokkra ökumenn í gærkvöldi og í nótt.Vísir/VIlhelm Ökumenn undir áhrifum Sjö tilvik þar sem lögregla þurfti að hafa afskipti af ökumönnum í gærkvöldi og í nótt eru skráð í dagbók lögreglu. Fjórir ökumenn voru stöðvaðir á tímabilinu í miðbæ Reykjavíkur, Hlíðahverfi og Bústaða- og Háaleitishverfi vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Á áttunda tímanum í gærkvöldi var ökumaður stöðvaður í Árbæ grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Rétt eftir klukkan tvö í nótt var bifreið stöðvuð í Garðabæ þar sem ökumaðurinn var grunaður um ölvun við akstur. Sá er einnig grunaður um að hafa ítrekað ekið eftir að hafa verið sviptur ökuréttindum, en hann fór ekki að fyrirmælum lögreglu. Var hann vistaður í fangageymslu sökum ástands að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Lögreglumál Reykjavík Garðabær Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Sjá meira
Engin meiðsl urðu á fólki samkvæmt upplýsingum frá lögreglu en flytja þurfti bifreiðina af vettvangi með Króki. Fréttastofu barst mynd af vettvangi í nótt þar sem má sjá að húsið sem um ræðir er Hamborgarabúlla Tómasar við Geirsgötu. Lögregla hafði í nógu öðru að snúast í gærkvöldi og í nótt ef marka má dagbók lögreglunnar. Rétt fyrir klukkan 18 var tilkynnt um innbrot og mögulegan þjófnað á veitingahúsi í Hlíðahverfi þar sem útihurð hafði verið spennt upp. Öryggiskerfið fór í gang þegar þjófurinn braust inn en enginn var á vettvangi. Ekki er vitað hvort einhverju var stolið. Rétt fyrir klukkan þrjú í nótt var lögregla kölluð til í sama hverfi vegna innbrots í geymslur í fjölbýlishúsi. Maður og kona voru handtekin á vettvangi, grunuð um verknaðinn. Bæði voru vistuð í fangageymslu vegna rannsóknar. Lögreglan stöðvaði þónokkra ökumenn í gærkvöldi og í nótt.Vísir/VIlhelm Ökumenn undir áhrifum Sjö tilvik þar sem lögregla þurfti að hafa afskipti af ökumönnum í gærkvöldi og í nótt eru skráð í dagbók lögreglu. Fjórir ökumenn voru stöðvaðir á tímabilinu í miðbæ Reykjavíkur, Hlíðahverfi og Bústaða- og Háaleitishverfi vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Á áttunda tímanum í gærkvöldi var ökumaður stöðvaður í Árbæ grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Rétt eftir klukkan tvö í nótt var bifreið stöðvuð í Garðabæ þar sem ökumaðurinn var grunaður um ölvun við akstur. Sá er einnig grunaður um að hafa ítrekað ekið eftir að hafa verið sviptur ökuréttindum, en hann fór ekki að fyrirmælum lögreglu. Var hann vistaður í fangageymslu sökum ástands að því er fram kemur í dagbók lögreglu.
Lögreglumál Reykjavík Garðabær Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Sjá meira