Lífið

Jólagigg með Ingó Veðurguði á annan í jólum

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Sérstakur jólaþáttur með Ingó Veðurguði verður á dagskrá Stöðvar 2 á annan í jólum. 
Sérstakur jólaþáttur með Ingó Veðurguði verður á dagskrá Stöðvar 2 á annan í jólum.  Mynd - Tinna Vibeka

Það verður sannkölluð jólaveisla á Stöð 2 á annan í jólum þegar Ingó fær til sín góða gesti í sérstakan jólaþátt af Í kvöld er gigg. Þátturinn byrjar kl. 20:10 og verður hann extra langur í þetta skiptið. 

Gestir kvöldsins eru mæðgurnar Helga Möller og Elísabet Ormslev, stórsöngvararnir Eyjólfur Kristjáns og Bjarni Ara og söngkonurnar Rósa Björg Ómarsdóttir og Þórdís Imsland. 

Klippa: Jólaþáttur Í kvöld er gigg

Áhorfendur geta búist við líflegum og skemmtilegum þætti þar sem jólastemmningin er allsráðandi. 

Söngvarinn Bjarni Ara lék á alls oddi og söng sína frægu smelli ásamt vel völdum jólalögum. Mynd - Tinna
Þrír í jólastuði. Bjarni Ara, Ingó og Eyvi. Mynd - Tinna
Elísabet Ormslev er gestur Ingó í þriðja skiptið og sló hún að sjálfsögðu í gegn með stórkostlegum flutningi sínum á laginu All I Want For Christmas.Mynd - Tinna

Tengdar fréttir

Söngdívurnar fjórar slógu í gegn hjá Ingó

Aldrei skal vanmeta mátt tónlistarinnar og sérstaklega ekki á tímum sem þessum. Í gærkvöldi í þættinum Í kvöld er gigg fékk Ingó til sín söngdívurnar fjórar þær Elísabetu Ormslev, Regínu Ósk, Jóhönnu Guðrúnu og Stefaníu Svavars.

Elísabet Ormslev gefur Celine Dion ekkert eftir

Það má með sanni segja að nýjasti þátturinn af Í kvöld er gigg hafi náð að lyfta anda landans eftir erfiðan dag og viku. Gestir Ingó voru fjórar af söngdívum Íslands, þær Elísabet Ormslev, Regína Ósk, Jóhanna Guðrún og Stefanía Svavars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×