Þúsundir ljósmynda sem týndust í aurskriðunum fundust óskemmdar Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 25. desember 2020 14:02 Aurskriðurnar sem féllu í vikunni fyrir jól ollu gríðarlegu tjóni á Seyðisfirði. Vísir/Egill Þúsundir ljósmynda í eigu Tækniminjasafns Austurlands sem týndust í aurskriðunum á Seyðisfirði í síðustu viku fundust óskemmdar á Þorláksmessu. Hlé hefur verið gert á hreinsunarstarfi í bænum en því verður framhaldið eftir helgi. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að ástandið sé viðkvæmt en að vel sé fylgst með. Fjögur af sex húsum Tækniminjasafns Austurlands skemmdust í aurskriðunum. Gríðarlegar og óbætanlegar menningarminjar hurfu samhliða því en forsvarsmenn safnsins höfðu mestar áhyggjur af ljósmyndum sem geymdar voru í læstum öryggisskáp á safninu. Um var að ræða hátt í átta þúsund ljósmyndir, sumar meira en hundrað ára gamlar. Björgunarsveitin Ísólfur fann ljósmyndirnar á Þorláksmessu, eftir að hafa grafið öryggisskápinn upp úr rústunum. Ljósmyndirnar eru óskemmdar. Hlé hefur verið gert á hreinsunarstarfi í bænum nú fram yfir jól, að sögn Kristjáns Ólafs Guðnason, yfirlögregluþjóns á Austurlandi. „Við gerum ráð fyrir að það liggi niðri núna yfir jóladagana og byrji að líkindum ekki aftur fyrr en á mánudag svona miðað við veðurspá eins og hún lítur út,“ segir Kristján. Hafið þið einhverjar áhyggjur af fokhættu? „Það er búið að fergja það mesta og vinnan fram að hátíðum fór að mestu í það að tryggja stöðuna, tryggja vettvanginn, hvað þetta varðar. Þannig að vonum að það muni sleppa,“ svarar Kristján. Hann segir að enn liggi ekki fyrir hvenær fólk fái að snúa aftur til síns heima, en vonar að línur fari að skýrast eftir helgi. Bæði hefur rignt og hlýnað á Seyðisfirði í dag og í gær, sem hann segir ákveðið áhyggjuefni en að fylgst sé náið með stöðunni. „Þetta er ákveðið áhyggjuefni og við hefðum gjarnan viljað vera laus við rigninguina en það mun samkvæmt spá, þá mun kólna aftur á mánudag og þá vonandi fer þetta hratt batnandi aftur. En staðan er viðkvæm eins og hún er núna,“ segir Kristján. Aurskriður á Seyðisfirði Menning Veður Náttúruhamfarir Ljósmyndun Söfn Múlaþing Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Fjögur af sex húsum Tækniminjasafns Austurlands skemmdust í aurskriðunum. Gríðarlegar og óbætanlegar menningarminjar hurfu samhliða því en forsvarsmenn safnsins höfðu mestar áhyggjur af ljósmyndum sem geymdar voru í læstum öryggisskáp á safninu. Um var að ræða hátt í átta þúsund ljósmyndir, sumar meira en hundrað ára gamlar. Björgunarsveitin Ísólfur fann ljósmyndirnar á Þorláksmessu, eftir að hafa grafið öryggisskápinn upp úr rústunum. Ljósmyndirnar eru óskemmdar. Hlé hefur verið gert á hreinsunarstarfi í bænum nú fram yfir jól, að sögn Kristjáns Ólafs Guðnason, yfirlögregluþjóns á Austurlandi. „Við gerum ráð fyrir að það liggi niðri núna yfir jóladagana og byrji að líkindum ekki aftur fyrr en á mánudag svona miðað við veðurspá eins og hún lítur út,“ segir Kristján. Hafið þið einhverjar áhyggjur af fokhættu? „Það er búið að fergja það mesta og vinnan fram að hátíðum fór að mestu í það að tryggja stöðuna, tryggja vettvanginn, hvað þetta varðar. Þannig að vonum að það muni sleppa,“ svarar Kristján. Hann segir að enn liggi ekki fyrir hvenær fólk fái að snúa aftur til síns heima, en vonar að línur fari að skýrast eftir helgi. Bæði hefur rignt og hlýnað á Seyðisfirði í dag og í gær, sem hann segir ákveðið áhyggjuefni en að fylgst sé náið með stöðunni. „Þetta er ákveðið áhyggjuefni og við hefðum gjarnan viljað vera laus við rigninguina en það mun samkvæmt spá, þá mun kólna aftur á mánudag og þá vonandi fer þetta hratt batnandi aftur. En staðan er viðkvæm eins og hún er núna,“ segir Kristján.
Aurskriður á Seyðisfirði Menning Veður Náttúruhamfarir Ljósmyndun Söfn Múlaþing Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira