„Held það vilji allir spila fyrir KR og ég er engin undantekning“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. desember 2020 11:00 Óskar Örn Hauksson er á hægri kantinum í liði áratugarins. stöð 2 sport Óskar Örn Hauksson og Atli Guðnason voru til umfjöllunar í þriðja þætti Liðs áratugarins á Stöð 2 Sport í gær. Nú er búið að kynna sex leikmenn sem eru í liði áratugarins. Auk Óskars og Atla eru það Hannes Þór Halldórsson, Pétur Viðarsson, Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson. Lið áratugarins 2010 til 2020 var valið af Stöð 2 Sport. Í þáttunum, sem eru sex talsins, segja sérfræðingarnir Tómas Þór Þórðarson, Reynir Leósson, Sigurvin Ólafsson og Logi Ólafsson álit sitt á þeim leikmönnum sem urðu fyrir valinu. Heyrði í öllum en valdi KR Óskar Örn hefur leikið með KR síðan 2007 ef frá eru taldar stuttar lánsdvalir hjá Sandnes Ulf í Kanada og Edmonton í Kanada. Óskar, sem er 36 ára, er bæði leikja- og markahæsti leikmaður KR í efstu deild með 274 leiki og 68 mörk. Í sumar sló Óskar svo leikjamet Birkis Kristinssonar í efstu deild. Hann hefur leikið 326 leiki fyrir Grindavík og KR í efstu deild. Óskar hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með KR og fjórum sinnum bikarmeistari. Hann var valinn leikmaður ársins 2019. Í þættinum í gær fór Óskar yfir aðdraganda þess að hann fór í KR fyrir þrettán árum. „Ég held að það vilji allir spila fyrir KR. Ég er engin undantekning frá því. Þegar ég var lítill var KR með skemmtilegt lið og skemmtilega leikmenn, Gumma Ben, Einsa Dan og alla þessa kalla. Ég heyrði sennilega í öllum liðum í efstu deild en það kom einhvern veginn ekkert til greina þegar KR hafði samband,“ sagði Óskar. Klippa: Óskar Örn Hauksson Óskar er úr körfuboltabænum Njarðvík og stundaði þá íþrótt á yngri árum. Fótboltinn varð hins vegar fyrir valinu. „Ég hefði kannski viljað upplifa eitthvað með Njarðvík í körfunni. Það er eitthvað sem maður hefði verið til í líka en ég kaus þessa leið og er hrikalega ánægður með það og stoltur af því,“ sagði Óskar. Leikurinn gegn Braga stærsta eftirsjáin Atli Guðnason er á vinstri kantinum í liði áratugarins.stöð 2 sport Atli er uppalinn FH-ingur og hefur leikið með félaginu alla tíð fyrir utan lánsdvalir hjá HK 2004 og Fjölni 2005. Atli, sem er 36 ára, er leikjahæsti leikmaður FH í efstu deild með 285 leiki og er jafnframt fimmti leikjahæstur í sögu efstu deildar. Atli hefur skorað 68 mörk í efstu deild. Atli hefur sex sinnum orðið Íslandsmeistari með FH og tvisvar sinnum bikarmeistari. Hann var valinn leikmaður ársins 2009 og 2012. Þegar Atli lítur til baka segist hann hafa viljað reyna sig sem atvinnumaður en er ekki viss um að það hefði hentað honum. Það er samt ekki stærsta eftirsjáin á ferlinum. „Mögulega hefði ég viljað fara í atvinnumennsku en ég er ekki viss um að ég hefði höndlað það sem týpa. Öll umfjöllun og allt þetta. Mér líður vel í Krikanum og hefur alltaf gert. Ég myndi segja að eina eftirsjáin hafi verið að sleppa því að stíga á boltann þegar við hefðum getað unnið Braga,“ sagði Atli og vísaði til Evrópuleiks FH við portúgalska liðið 2017. Klippa: Atli Guðnason Atli kann best við sig utan sviðsljóssins og viðurkennir að hann hafi átt erfitt með að taka gagnrýni, sérstaklega á árum áður. „Mér fannst ég ekki fá ósanngjarna umfjöllun. Ég er bara mjög slakur að taka gagnrýni og var mjög lélegur að vinna úr því þegar ég var yngri. Ég held að umfjöllunin hafi ekki verið ósanngjörn. Fótboltamenn búa við það að allir hafa skoðun á því sem þú ert að gera, sérstaklega þeir horfa. Allir hafa rétt á sinni skoðun. Ég var ekki mjög góður að taka gagnrýni og þess vegna mögulega gekk mér svona vel, að mig langaði ekkert að fá neikvæða gagnrýni,“ sagði Atli. Í kvöld verður sýndur næsti þáttur af Liði áratugarins. Þá verða tveir aðrir leikmenn úrvalsliðsins kynntir til leiks. Þátturinn hefst klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport. Pepsi Max-deild karla KR FH Tengdar fréttir Stoltir heimamenn í Liði áratugarins: Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson eru næstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 27. desember 2020 11:01 Hannes leit upp og sagði: Afi hjálpaðu okkur núna Hannes Þór Halldórsson og Pétur Viðarsson eru fyrstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 26. desember 2020 11:01 Stöð 2 Sport velur lið áratugarins í sex þáttum milli jóla og nýárs Bestu leikmenn og besti þjálfari Pepsi og Pepsi Max deilda karla í fótbolta á árunum 2010 til 2020 verða kynntir til leiks á Stöð 2 Sport yfir hátíðirnar. 25. desember 2020 10:00 Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Nú er búið að kynna sex leikmenn sem eru í liði áratugarins. Auk Óskars og Atla eru það Hannes Þór Halldórsson, Pétur Viðarsson, Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson. Lið áratugarins 2010 til 2020 var valið af Stöð 2 Sport. Í þáttunum, sem eru sex talsins, segja sérfræðingarnir Tómas Þór Þórðarson, Reynir Leósson, Sigurvin Ólafsson og Logi Ólafsson álit sitt á þeim leikmönnum sem urðu fyrir valinu. Heyrði í öllum en valdi KR Óskar Örn hefur leikið með KR síðan 2007 ef frá eru taldar stuttar lánsdvalir hjá Sandnes Ulf í Kanada og Edmonton í Kanada. Óskar, sem er 36 ára, er bæði leikja- og markahæsti leikmaður KR í efstu deild með 274 leiki og 68 mörk. Í sumar sló Óskar svo leikjamet Birkis Kristinssonar í efstu deild. Hann hefur leikið 326 leiki fyrir Grindavík og KR í efstu deild. Óskar hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari með KR og fjórum sinnum bikarmeistari. Hann var valinn leikmaður ársins 2019. Í þættinum í gær fór Óskar yfir aðdraganda þess að hann fór í KR fyrir þrettán árum. „Ég held að það vilji allir spila fyrir KR. Ég er engin undantekning frá því. Þegar ég var lítill var KR með skemmtilegt lið og skemmtilega leikmenn, Gumma Ben, Einsa Dan og alla þessa kalla. Ég heyrði sennilega í öllum liðum í efstu deild en það kom einhvern veginn ekkert til greina þegar KR hafði samband,“ sagði Óskar. Klippa: Óskar Örn Hauksson Óskar er úr körfuboltabænum Njarðvík og stundaði þá íþrótt á yngri árum. Fótboltinn varð hins vegar fyrir valinu. „Ég hefði kannski viljað upplifa eitthvað með Njarðvík í körfunni. Það er eitthvað sem maður hefði verið til í líka en ég kaus þessa leið og er hrikalega ánægður með það og stoltur af því,“ sagði Óskar. Leikurinn gegn Braga stærsta eftirsjáin Atli Guðnason er á vinstri kantinum í liði áratugarins.stöð 2 sport Atli er uppalinn FH-ingur og hefur leikið með félaginu alla tíð fyrir utan lánsdvalir hjá HK 2004 og Fjölni 2005. Atli, sem er 36 ára, er leikjahæsti leikmaður FH í efstu deild með 285 leiki og er jafnframt fimmti leikjahæstur í sögu efstu deildar. Atli hefur skorað 68 mörk í efstu deild. Atli hefur sex sinnum orðið Íslandsmeistari með FH og tvisvar sinnum bikarmeistari. Hann var valinn leikmaður ársins 2009 og 2012. Þegar Atli lítur til baka segist hann hafa viljað reyna sig sem atvinnumaður en er ekki viss um að það hefði hentað honum. Það er samt ekki stærsta eftirsjáin á ferlinum. „Mögulega hefði ég viljað fara í atvinnumennsku en ég er ekki viss um að ég hefði höndlað það sem týpa. Öll umfjöllun og allt þetta. Mér líður vel í Krikanum og hefur alltaf gert. Ég myndi segja að eina eftirsjáin hafi verið að sleppa því að stíga á boltann þegar við hefðum getað unnið Braga,“ sagði Atli og vísaði til Evrópuleiks FH við portúgalska liðið 2017. Klippa: Atli Guðnason Atli kann best við sig utan sviðsljóssins og viðurkennir að hann hafi átt erfitt með að taka gagnrýni, sérstaklega á árum áður. „Mér fannst ég ekki fá ósanngjarna umfjöllun. Ég er bara mjög slakur að taka gagnrýni og var mjög lélegur að vinna úr því þegar ég var yngri. Ég held að umfjöllunin hafi ekki verið ósanngjörn. Fótboltamenn búa við það að allir hafa skoðun á því sem þú ert að gera, sérstaklega þeir horfa. Allir hafa rétt á sinni skoðun. Ég var ekki mjög góður að taka gagnrýni og þess vegna mögulega gekk mér svona vel, að mig langaði ekkert að fá neikvæða gagnrýni,“ sagði Atli. Í kvöld verður sýndur næsti þáttur af Liði áratugarins. Þá verða tveir aðrir leikmenn úrvalsliðsins kynntir til leiks. Þátturinn hefst klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport.
Pepsi Max-deild karla KR FH Tengdar fréttir Stoltir heimamenn í Liði áratugarins: Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson eru næstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 27. desember 2020 11:01 Hannes leit upp og sagði: Afi hjálpaðu okkur núna Hannes Þór Halldórsson og Pétur Viðarsson eru fyrstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 26. desember 2020 11:01 Stöð 2 Sport velur lið áratugarins í sex þáttum milli jóla og nýárs Bestu leikmenn og besti þjálfari Pepsi og Pepsi Max deilda karla í fótbolta á árunum 2010 til 2020 verða kynntir til leiks á Stöð 2 Sport yfir hátíðirnar. 25. desember 2020 10:00 Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Stoltir heimamenn í Liði áratugarins: Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson Daníel Laxdal og Eiður Aron Sigurbjörnsson eru næstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 27. desember 2020 11:01
Hannes leit upp og sagði: Afi hjálpaðu okkur núna Hannes Þór Halldórsson og Pétur Viðarsson eru fyrstu tveir mennirnir í úrvalslið áratugarins. 26. desember 2020 11:01
Stöð 2 Sport velur lið áratugarins í sex þáttum milli jóla og nýárs Bestu leikmenn og besti þjálfari Pepsi og Pepsi Max deilda karla í fótbolta á árunum 2010 til 2020 verða kynntir til leiks á Stöð 2 Sport yfir hátíðirnar. 25. desember 2020 10:00