Lífið

Röð tónleika í beinni á Vísi yfir hátíðarnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jólatónleikar Fíladelfíu verða á sínum stað og síðan Valdimar í Hljómahöllinni.
Jólatónleikar Fíladelfíu verða á sínum stað og síðan Valdimar í Hljómahöllinni.

Vísir mun bjóða upp á ferna tónleika í beinni útsendingu yfir hátíðirnar og byrjar þetta allt saman á aðfangadagskvöld með árlegum jólatónleikum Fíladelfíunnar sem verða einnig í beinni á Stöð 2.

Þann 29. desember verða tónleikar Sniglabandsins í beinni á Vísi og hefjast þeir klukkan 20.

Daginn eftir, þann 30. desember verða tónleikar Valdimar í Hljómahöllinni í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 18:00.

Undanfarin ár hefur myndast sú hefð að hljómsveitin Valdimar hefur haldið tónleika í Hljómahöll þann 30. desember og eru þessir tónleikar orðnir fastur liður í hátíðarhöldum margra Suðurnesjamanna. Á þessum tónleikum hefur engu verið til sparað í ljósa- og hljóðbúnaði og allt lagt í sölurnar til þess að enda árið með sem tilkomumestum hætti. 

Valdimar stígur á sviðið klukkan 20:00 og standa tónleikarnir yfir til klukkan 21.

Árið 2019 náðist ekki að halda þessa tónleika vegna anna hjá sveitinni við undirbúning 10 ára afmælistónleika Valdimars í Hörpu sem áttu að fara fram fyrr á þessu ári en svo gripu örlögin í taumana og er óhætt að segja að fátt hafi gengið eftir plani árið 2020.

Svo á nýárskvöld verður Áramótaball og styrktartónleikar fyrir Seyðisfjörð í beinni á Vísi fram á rauða nótt.

Stefnan er að streyma útsendingunni frá 01:00- 04:30.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×