Íslenski boltinn

Tryggvi Hrafn í Val

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aðeins þrír leikmenn skoruðu meira en Tryggvi Hrafn Haraldsson í Pepsi Max-deild karla á síðasta tímabili. Hér er hann kominn í Valsbúninginn.
Aðeins þrír leikmenn skoruðu meira en Tryggvi Hrafn Haraldsson í Pepsi Max-deild karla á síðasta tímabili. Hér er hann kominn í Valsbúninginn. Valur

Stuðningsmenn Íslandsmeistara Vals fengu snemmbúna jólagjöf í dag þegar Tryggvi Hrafn Haraldsson skrifaði undir samning við félagið.

Tryggvi Hrafn skrifaði undir þriggja ára samning við Íslandsmeistara Vals í dag.

Tryggvi samdi samt við Lillestrøm í byrjun október og kláraði tímabilið með liðinu. Lillestrøm vann sér sæti í norsku úrvalsdeildinni.

Skagamaðurinn var sterklega orðaður við Val í sumar og nú er hann loks farinn á Hlíðarenda. Tryggvi skoraði tólf mörk fyrir ÍA í Pepsi Max-deild karla í sumar og var markahæsti Íslendingurinn í deildinni.

Tryggvi er annar Skagamaðurinn sem Valur fær frá Lillestrøm en Arnór Smárason samdi við liðið fyrr í þessum mánuði.

Tryggvi, sem er 24 ára, hefur leikið 75 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað 25 mörk. Hann á fjóra A-landsleiki og eitt mark á ferilskránni.

Valur varð Íslandsmeistari með miklum yfirburðum á síðasta tímabili. Þegar tímabilið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins var Valur átta stigum á undan FH sem var í 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar.

Tryggvi Hrafn Haraldsson gengur til liðs við Val frá Lilleström Knattspyrnudeild Vals og Tryggvi Hrafn Haraldsson hafa...

Posted by Valur Fótbolti on Miðvikudagur, 23. desember 2020



Fleiri fréttir

Sjá meira


×