Sannir vinir í skriðuhættu á Seyðisfirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2020 16:13 Marek og Brimir eru svo sannarlega vinir í raun. Vísir/Vilhelm Vinir í raun. Það má svo sannarlega segja um þá Marek Bäumer og Brimir Christophsson Büchel á Seyðisfirði sem voru í miðri atburðarásinni þegar stóra skriðan féll síðdegis á föstudag. „Þetta var náttúrulega bara skelfilegt að sjá þetta koma niður. Erfitt að sjá öll þessi hús fara. Þegar þetta gerðist þá breyttist eiginlega allt. Allt lokað eiginlega,“ segir Marek í viðtali á Seyðisfirði síðdegis. Brimir, sem er ellefu ára, var heima þegar skriðan féll. „Pabbi bara greip mig, við fórum út og það kom bara skriða og allt,“ segir Brimir en skriðan lenti á húsi fjölskyldu hans sem er illa farið. Hann segist ekkert hafa meitt sig. „Nei, ég meiddi mig ekkert en pabbi meiddi sig af því hann sökk í skriðuna.“ Rennblautur að krókna úr kulda Fjórum dögum eftir hamfarirnar eru merkilega létt yfir vinunum sem greinilega styðja vel hvor annan. Það gerðu þeir líka skömmu eftir að skriðan féll. Fyrir vikið klæðist Brimir peysu Mareks í dag. Vinirnir ræddu við Sunnu Karen Sigurþórsdóttur, fréttamann okkar, á Seyðisfirði í dag. „Þegar ég var að hlaupa í burtu var ég kominn að Ferjuhúsinu,“ segir Marek en um er að ræða upplýsingamiðstöðina á Seyðisfirði. „Þá koma hinir björgunarsveitarmennirnir með hann, rennblautan, alveg að frjósa og hann krækir sig utan í mig. Ég fer úr peysunni minni og gaf honum peysuna. Svo fór ég eiginlega bara beint heim því ég var eiginlega bara á stuttermapeysu.“ Marek er nefnilega björgunarsveitarmaður þrátt fyrir ungan aldur. Þrettán ára í dag en verður frjótán í næstu viku. Og sá yngsti á svæðinu. Fékk peysu frá Víði „Já, ætli það ekki,“ segir Marek og glottir. Aðspurður hvort hann ætli að verða björgunarsveitarmaður eins og Marek segir Brimir: „Kannski, af því vinur minn Marek gerir það.“ Brimir var klæddur í peysuna sem hann fékk frá Marek í viðtalinu í dag. Marek var klæddur í aðra peysu, sem hann fékk að gjöf frá þjóðþekktum manni. Víðir Reynisson fer yfir stöðu mála með ráðherrum á Seyðisfirði í dag.Vísir/Vilhelm „Ég man aldrei hvað hann heitir - en hann er í þríeykinu. Hann frétti að ég hefði gefið honum peysuna og þetta er gjöf frá slysavarnarfélaginu. Ég fékk sem sagt aðra peysu og gaf honum þessa peysu.“ Best að tala um hamfarirnar Hinn ónefndi er Víðir Reynisson og hlær Marek að því hvernig hann ruglar fólkinu í framlínunni saman. Hann segist ætla að reyna að taka það rólega um jólin. „Mér finnst best að tala um þetta til að koma þessu frá mér. Ég ætla að reyna að hafa það kósý um jólin.“ Brimir verður í Reykjavík yfir hátíðarnar og óvíst með framhaldið enda ástandið á heimili hans slæmt. Hann vill samt búa áfram á Seyðisfirði enda svo skemmtilegt að búa og leika með vinum sínum. Björgunarsveitir Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira
„Þetta var náttúrulega bara skelfilegt að sjá þetta koma niður. Erfitt að sjá öll þessi hús fara. Þegar þetta gerðist þá breyttist eiginlega allt. Allt lokað eiginlega,“ segir Marek í viðtali á Seyðisfirði síðdegis. Brimir, sem er ellefu ára, var heima þegar skriðan féll. „Pabbi bara greip mig, við fórum út og það kom bara skriða og allt,“ segir Brimir en skriðan lenti á húsi fjölskyldu hans sem er illa farið. Hann segist ekkert hafa meitt sig. „Nei, ég meiddi mig ekkert en pabbi meiddi sig af því hann sökk í skriðuna.“ Rennblautur að krókna úr kulda Fjórum dögum eftir hamfarirnar eru merkilega létt yfir vinunum sem greinilega styðja vel hvor annan. Það gerðu þeir líka skömmu eftir að skriðan féll. Fyrir vikið klæðist Brimir peysu Mareks í dag. Vinirnir ræddu við Sunnu Karen Sigurþórsdóttur, fréttamann okkar, á Seyðisfirði í dag. „Þegar ég var að hlaupa í burtu var ég kominn að Ferjuhúsinu,“ segir Marek en um er að ræða upplýsingamiðstöðina á Seyðisfirði. „Þá koma hinir björgunarsveitarmennirnir með hann, rennblautan, alveg að frjósa og hann krækir sig utan í mig. Ég fer úr peysunni minni og gaf honum peysuna. Svo fór ég eiginlega bara beint heim því ég var eiginlega bara á stuttermapeysu.“ Marek er nefnilega björgunarsveitarmaður þrátt fyrir ungan aldur. Þrettán ára í dag en verður frjótán í næstu viku. Og sá yngsti á svæðinu. Fékk peysu frá Víði „Já, ætli það ekki,“ segir Marek og glottir. Aðspurður hvort hann ætli að verða björgunarsveitarmaður eins og Marek segir Brimir: „Kannski, af því vinur minn Marek gerir það.“ Brimir var klæddur í peysuna sem hann fékk frá Marek í viðtalinu í dag. Marek var klæddur í aðra peysu, sem hann fékk að gjöf frá þjóðþekktum manni. Víðir Reynisson fer yfir stöðu mála með ráðherrum á Seyðisfirði í dag.Vísir/Vilhelm „Ég man aldrei hvað hann heitir - en hann er í þríeykinu. Hann frétti að ég hefði gefið honum peysuna og þetta er gjöf frá slysavarnarfélaginu. Ég fékk sem sagt aðra peysu og gaf honum þessa peysu.“ Best að tala um hamfarirnar Hinn ónefndi er Víðir Reynisson og hlær Marek að því hvernig hann ruglar fólkinu í framlínunni saman. Hann segist ætla að reyna að taka það rólega um jólin. „Mér finnst best að tala um þetta til að koma þessu frá mér. Ég ætla að reyna að hafa það kósý um jólin.“ Brimir verður í Reykjavík yfir hátíðarnar og óvíst með framhaldið enda ástandið á heimili hans slæmt. Hann vill samt búa áfram á Seyðisfirði enda svo skemmtilegt að búa og leika með vinum sínum.
Björgunarsveitir Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Sjá meira