Sannir vinir í skriðuhættu á Seyðisfirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2020 16:13 Marek og Brimir eru svo sannarlega vinir í raun. Vísir/Vilhelm Vinir í raun. Það má svo sannarlega segja um þá Marek Bäumer og Brimir Christophsson Büchel á Seyðisfirði sem voru í miðri atburðarásinni þegar stóra skriðan féll síðdegis á föstudag. „Þetta var náttúrulega bara skelfilegt að sjá þetta koma niður. Erfitt að sjá öll þessi hús fara. Þegar þetta gerðist þá breyttist eiginlega allt. Allt lokað eiginlega,“ segir Marek í viðtali á Seyðisfirði síðdegis. Brimir, sem er ellefu ára, var heima þegar skriðan féll. „Pabbi bara greip mig, við fórum út og það kom bara skriða og allt,“ segir Brimir en skriðan lenti á húsi fjölskyldu hans sem er illa farið. Hann segist ekkert hafa meitt sig. „Nei, ég meiddi mig ekkert en pabbi meiddi sig af því hann sökk í skriðuna.“ Rennblautur að krókna úr kulda Fjórum dögum eftir hamfarirnar eru merkilega létt yfir vinunum sem greinilega styðja vel hvor annan. Það gerðu þeir líka skömmu eftir að skriðan féll. Fyrir vikið klæðist Brimir peysu Mareks í dag. Vinirnir ræddu við Sunnu Karen Sigurþórsdóttur, fréttamann okkar, á Seyðisfirði í dag. „Þegar ég var að hlaupa í burtu var ég kominn að Ferjuhúsinu,“ segir Marek en um er að ræða upplýsingamiðstöðina á Seyðisfirði. „Þá koma hinir björgunarsveitarmennirnir með hann, rennblautan, alveg að frjósa og hann krækir sig utan í mig. Ég fer úr peysunni minni og gaf honum peysuna. Svo fór ég eiginlega bara beint heim því ég var eiginlega bara á stuttermapeysu.“ Marek er nefnilega björgunarsveitarmaður þrátt fyrir ungan aldur. Þrettán ára í dag en verður frjótán í næstu viku. Og sá yngsti á svæðinu. Fékk peysu frá Víði „Já, ætli það ekki,“ segir Marek og glottir. Aðspurður hvort hann ætli að verða björgunarsveitarmaður eins og Marek segir Brimir: „Kannski, af því vinur minn Marek gerir það.“ Brimir var klæddur í peysuna sem hann fékk frá Marek í viðtalinu í dag. Marek var klæddur í aðra peysu, sem hann fékk að gjöf frá þjóðþekktum manni. Víðir Reynisson fer yfir stöðu mála með ráðherrum á Seyðisfirði í dag.Vísir/Vilhelm „Ég man aldrei hvað hann heitir - en hann er í þríeykinu. Hann frétti að ég hefði gefið honum peysuna og þetta er gjöf frá slysavarnarfélaginu. Ég fékk sem sagt aðra peysu og gaf honum þessa peysu.“ Best að tala um hamfarirnar Hinn ónefndi er Víðir Reynisson og hlær Marek að því hvernig hann ruglar fólkinu í framlínunni saman. Hann segist ætla að reyna að taka það rólega um jólin. „Mér finnst best að tala um þetta til að koma þessu frá mér. Ég ætla að reyna að hafa það kósý um jólin.“ Brimir verður í Reykjavík yfir hátíðarnar og óvíst með framhaldið enda ástandið á heimili hans slæmt. Hann vill samt búa áfram á Seyðisfirði enda svo skemmtilegt að búa og leika með vinum sínum. Björgunarsveitir Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
„Þetta var náttúrulega bara skelfilegt að sjá þetta koma niður. Erfitt að sjá öll þessi hús fara. Þegar þetta gerðist þá breyttist eiginlega allt. Allt lokað eiginlega,“ segir Marek í viðtali á Seyðisfirði síðdegis. Brimir, sem er ellefu ára, var heima þegar skriðan féll. „Pabbi bara greip mig, við fórum út og það kom bara skriða og allt,“ segir Brimir en skriðan lenti á húsi fjölskyldu hans sem er illa farið. Hann segist ekkert hafa meitt sig. „Nei, ég meiddi mig ekkert en pabbi meiddi sig af því hann sökk í skriðuna.“ Rennblautur að krókna úr kulda Fjórum dögum eftir hamfarirnar eru merkilega létt yfir vinunum sem greinilega styðja vel hvor annan. Það gerðu þeir líka skömmu eftir að skriðan féll. Fyrir vikið klæðist Brimir peysu Mareks í dag. Vinirnir ræddu við Sunnu Karen Sigurþórsdóttur, fréttamann okkar, á Seyðisfirði í dag. „Þegar ég var að hlaupa í burtu var ég kominn að Ferjuhúsinu,“ segir Marek en um er að ræða upplýsingamiðstöðina á Seyðisfirði. „Þá koma hinir björgunarsveitarmennirnir með hann, rennblautan, alveg að frjósa og hann krækir sig utan í mig. Ég fer úr peysunni minni og gaf honum peysuna. Svo fór ég eiginlega bara beint heim því ég var eiginlega bara á stuttermapeysu.“ Marek er nefnilega björgunarsveitarmaður þrátt fyrir ungan aldur. Þrettán ára í dag en verður frjótán í næstu viku. Og sá yngsti á svæðinu. Fékk peysu frá Víði „Já, ætli það ekki,“ segir Marek og glottir. Aðspurður hvort hann ætli að verða björgunarsveitarmaður eins og Marek segir Brimir: „Kannski, af því vinur minn Marek gerir það.“ Brimir var klæddur í peysuna sem hann fékk frá Marek í viðtalinu í dag. Marek var klæddur í aðra peysu, sem hann fékk að gjöf frá þjóðþekktum manni. Víðir Reynisson fer yfir stöðu mála með ráðherrum á Seyðisfirði í dag.Vísir/Vilhelm „Ég man aldrei hvað hann heitir - en hann er í þríeykinu. Hann frétti að ég hefði gefið honum peysuna og þetta er gjöf frá slysavarnarfélaginu. Ég fékk sem sagt aðra peysu og gaf honum þessa peysu.“ Best að tala um hamfarirnar Hinn ónefndi er Víðir Reynisson og hlær Marek að því hvernig hann ruglar fólkinu í framlínunni saman. Hann segist ætla að reyna að taka það rólega um jólin. „Mér finnst best að tala um þetta til að koma þessu frá mér. Ég ætla að reyna að hafa það kósý um jólin.“ Brimir verður í Reykjavík yfir hátíðarnar og óvíst með framhaldið enda ástandið á heimili hans slæmt. Hann vill samt búa áfram á Seyðisfirði enda svo skemmtilegt að búa og leika með vinum sínum.
Björgunarsveitir Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira