„Mjög dapurlegt í sjálfu sér að sjá tóman bæinn“ Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2020 12:11 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er nú staddur á Seyðisfirði. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það vera sláandi að sjá ummerkin á Seyðisfirði eftir aurskriðurnar þar. Hann er nú staddur á Seyðisfirði ásamt nokkrum ráðherrum til viðbótar til að kynna sér aðstæður. Bjarni segir í samtali við fréttastofu að þetta sé hálfdapurlegt allt saman. „Hús á hliðinni, aur og drulla yfir öllu. Og auðvitað ekki margt um manninn. Fólk hefur þurft að fara héðan í burtu. Það er mjög dapurlegt í sjálfu sér að sjá tóman bæinn. En við höfum verið að hitta fólk hér sem er að stjórna aðgerðum og við erum mætt hingað til að láta fólk finna fyrir því að við ætlum að standa með þessu samfélagi hér. Það er ýmislegt í bígerð varðandi samgöngumannvirki, en síðan þarf að huga að þessum varnarmannvirkjum hér til þess að endurheimta öryggistilfinningu fyrir fólkið sem ætlar hér að búa og starfa.“ Fjármálaráðherra segir það bæði dálítið erfitt að koma á Seyðisfjörð og horfa upp á þetta, en á sama tíma hughreystandi að sjá allt það góða fólk sem sé að vinna að skipulagningu. Ekki síst þessa dagana að undirbúa heimkomu þeirra sem hafa þurft að fara fyrir jólin. „Eitthvað af fólkinu getur komið aftur fyrir jól, en þó ekki allir.“ En hvernig er hægt að huga að öryggistilfinningu fólks? Hver verða næstu skref hjá stjórnvöldum? „Varðandi öryggið, þá allt það sem hægt er að gera til að byggja upp varnarmannvirki gegn atburðum eins og þessum. Rannsaka hvar hættan liggur, halda þvi áfram. Það hefur auðvitað mikið starf verið þar unnið, en þetta eru grundvallarmálin. Svo eru það samgöngumálin. Og það er komið á kortið hjá okkur að fara í miklar samgöngubætur hér líka fyrir samfélagið.“ Það hlýtur að hafa verið til happs að Fjarðarheiði hafi verið fær, akkúrat þegar þetta gerðist. „Já, það hefði ekki verið á það bætandi ef heiðin hefði verið lokuð einmitt þegar þetta gerðist.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Ráðherrar mættir á Seyðisfjörð Fjórir ráðherrar ásamt fylgdarliði þeirra eru komnir til Seyðisfjarðar þar sem þeir virða fyrir sér aðstæður á Seyðisfirði. Ráðherrarnir lentu á Egilsstöðum rétt fyrir klukkan níu í morgun og héldu þaðan yfir Fjarðarheiðina til að kynna sér stöðu mála eftir skriðuföllin sem skemmdu hús og urðu til þess að rýma þurfti bæinn. 22. desember 2020 09:54 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Bjarni segir í samtali við fréttastofu að þetta sé hálfdapurlegt allt saman. „Hús á hliðinni, aur og drulla yfir öllu. Og auðvitað ekki margt um manninn. Fólk hefur þurft að fara héðan í burtu. Það er mjög dapurlegt í sjálfu sér að sjá tóman bæinn. En við höfum verið að hitta fólk hér sem er að stjórna aðgerðum og við erum mætt hingað til að láta fólk finna fyrir því að við ætlum að standa með þessu samfélagi hér. Það er ýmislegt í bígerð varðandi samgöngumannvirki, en síðan þarf að huga að þessum varnarmannvirkjum hér til þess að endurheimta öryggistilfinningu fyrir fólkið sem ætlar hér að búa og starfa.“ Fjármálaráðherra segir það bæði dálítið erfitt að koma á Seyðisfjörð og horfa upp á þetta, en á sama tíma hughreystandi að sjá allt það góða fólk sem sé að vinna að skipulagningu. Ekki síst þessa dagana að undirbúa heimkomu þeirra sem hafa þurft að fara fyrir jólin. „Eitthvað af fólkinu getur komið aftur fyrir jól, en þó ekki allir.“ En hvernig er hægt að huga að öryggistilfinningu fólks? Hver verða næstu skref hjá stjórnvöldum? „Varðandi öryggið, þá allt það sem hægt er að gera til að byggja upp varnarmannvirki gegn atburðum eins og þessum. Rannsaka hvar hættan liggur, halda þvi áfram. Það hefur auðvitað mikið starf verið þar unnið, en þetta eru grundvallarmálin. Svo eru það samgöngumálin. Og það er komið á kortið hjá okkur að fara í miklar samgöngubætur hér líka fyrir samfélagið.“ Það hlýtur að hafa verið til happs að Fjarðarheiði hafi verið fær, akkúrat þegar þetta gerðist. „Já, það hefði ekki verið á það bætandi ef heiðin hefði verið lokuð einmitt þegar þetta gerðist.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Ráðherrar mættir á Seyðisfjörð Fjórir ráðherrar ásamt fylgdarliði þeirra eru komnir til Seyðisfjarðar þar sem þeir virða fyrir sér aðstæður á Seyðisfirði. Ráðherrarnir lentu á Egilsstöðum rétt fyrir klukkan níu í morgun og héldu þaðan yfir Fjarðarheiðina til að kynna sér stöðu mála eftir skriðuföllin sem skemmdu hús og urðu til þess að rýma þurfti bæinn. 22. desember 2020 09:54 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Ráðherrar mættir á Seyðisfjörð Fjórir ráðherrar ásamt fylgdarliði þeirra eru komnir til Seyðisfjarðar þar sem þeir virða fyrir sér aðstæður á Seyðisfirði. Ráðherrarnir lentu á Egilsstöðum rétt fyrir klukkan níu í morgun og héldu þaðan yfir Fjarðarheiðina til að kynna sér stöðu mála eftir skriðuföllin sem skemmdu hús og urðu til þess að rýma þurfti bæinn. 22. desember 2020 09:54