Kjartan ekki hrifinn af myndbandsdómgæslu: Hægir á leiknum og of mikið af vafaatriðum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. desember 2020 21:31 Kjartan Henry í leik helgarinnar. Bold.dk Kjartan Henry Finnbogason, framherji AC Horsens í dönsku úrvalsdeildinni er ekki beint aðdáandi myndbandsdómgæslu eða VAR. Þetta kom í ljós í viðtali danska miðilsins Bold.dk við Kjartan Henry eftir 2-1 tap Horsens gegn Bröndby um helgina. Kjartan skoraði eina mark Horsens en það dugði ekki að þessu sinni. Í viðtalinu var rifjað upp þegar Kjartan skoraði tvívegis fyrir Horsens gegn Bröndby árið 2018 í 2-2 jafntefli liðanna. Missti Bröndby af danska meistaratitlinum vegna jafnteflisins. „Get viðurkennt að mörkin gegn Bröndby fyrir tveimur árum rifjuðust upp fyrir manni. Þá voru allt aðrar aðstæður en núna. Veðrið var frábært, leikvangurinn fullur af stuðningsfólki og eitthvað í loftinu,“ sagði Kjartan Henry við Bold. „Núna var leikið án áhorfenda og stuðst við myndbandsdómgæslu sem ég er ekki hrifinn af. Hún hægir á leiknum og það er of mikið af vafaatriðum og ósvöruðum spurningum þegar leik lýkur. Það eru fjórar manneskjur í sendibíl sem fylgjast með og ákveða hvað gerist á vellinum.“ Finnbogason: VAR er til at brække sig over https://t.co/vDQJpJzxD9 #achorsens #sldk #achbif— bold.dk (@bolddk) December 21, 2020 „Ég er lítill aðdáandi VAR en það er ekki ég sem stjórna,“ sagði Kjartan Henry að lokum. Horsens hefur ekki gengið vel það sem af er leiktíð og aðeins unnið einn leik af 13 til þessa. Er liðið með sex stig og ljóst að það þarf að bíta í skjaldarrendur ef ekki á illa að fara. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Þetta kom í ljós í viðtali danska miðilsins Bold.dk við Kjartan Henry eftir 2-1 tap Horsens gegn Bröndby um helgina. Kjartan skoraði eina mark Horsens en það dugði ekki að þessu sinni. Í viðtalinu var rifjað upp þegar Kjartan skoraði tvívegis fyrir Horsens gegn Bröndby árið 2018 í 2-2 jafntefli liðanna. Missti Bröndby af danska meistaratitlinum vegna jafnteflisins. „Get viðurkennt að mörkin gegn Bröndby fyrir tveimur árum rifjuðust upp fyrir manni. Þá voru allt aðrar aðstæður en núna. Veðrið var frábært, leikvangurinn fullur af stuðningsfólki og eitthvað í loftinu,“ sagði Kjartan Henry við Bold. „Núna var leikið án áhorfenda og stuðst við myndbandsdómgæslu sem ég er ekki hrifinn af. Hún hægir á leiknum og það er of mikið af vafaatriðum og ósvöruðum spurningum þegar leik lýkur. Það eru fjórar manneskjur í sendibíl sem fylgjast með og ákveða hvað gerist á vellinum.“ Finnbogason: VAR er til at brække sig over https://t.co/vDQJpJzxD9 #achorsens #sldk #achbif— bold.dk (@bolddk) December 21, 2020 „Ég er lítill aðdáandi VAR en það er ekki ég sem stjórna,“ sagði Kjartan Henry að lokum. Horsens hefur ekki gengið vel það sem af er leiktíð og aðeins unnið einn leik af 13 til þessa. Er liðið með sex stig og ljóst að það þarf að bíta í skjaldarrendur ef ekki á illa að fara.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira