Leikur Real Valladolid og Barcelona er í beinni útsendingu klukkan 20.50. Lionel Messi og félagar hafa átt erfitt uppdráttar í vetur og þurfa nauðsynlega á þremur stigum að halda.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 17.20 er leikur Brentford og Newcastle United í enska deildarbikarnum á dagskrá og klukkan 19.50 er leikur Arsenal og Manchester City í sömu keppni á dagskrá. Forvitnilegt verður að sjá hvort Rúnar Alex Rúnarsson fái traustið í marki Arsenal í þessum hörkuleik.
Klukkan 21.55 er svo Lokasóknin á dagskrá. Þar fer Henry Birgir yfir alla leiki helgarinnar í NFL-deildinni og hitar upp fyrir næstu umferð.
Stöð 2 Sport 3
Við hefjum leik snemma á HM í pílu en útsendingin hefst klukkan 12.00 og stendur til 16.15. Við förum svo aftur í loftið klukkan 18.00.
Stöð 2 Sport 4
Leikur Juventus og Fiorentina í ítölsku úrvalsdeildinni er á dagskrá klukkan 19.35. Cristiano Ronaldo var brjálaður að vera ekki valinn knattspyrnumaður ársins af FIFA og ætlar eflaust að sýna umheiminum hvers hann er megnugur í kvöld.